Risamarglyttur brenna sundfólk í Nauthólsvík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2016 06:00 Brennihveljum hefur fjölgað á heimsvísu. Sérstak viðvörunarskilti er nú vegna þeirra í Nauthólsvík. Mynd/aðsend „Þær þekja alveg búkinn á fullorðnum einstaklingi og eru risastórar,“ segir Hafdís Gísladóttir, rekstrarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, um marglyttur sem eru mikið á sveimi í Nauthólsvík þessa dagana. Tegundirnar sem um ræðir eru brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta marglyttutegundin. Síðustu vikur hefur fólk sem stundar sjósund brennt sig víða á líkamanum eftir að hafa rekist á marglytturnar. Nýlega þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á marglyttu en ofnæmisviðbrögð hennar urðu mikil.Þessir sundmenn í Nauhólsvík í gær virtust ekki verða varir við risamarglyttuna sem nánast straukst við þá á sundinu. Fréttablaðið/Hanna„Armarnir geta orðið alveg gríðarlega langir og við lendum oft í því að fólk brennir sig á þeim. Þær slengja örmunum í fólk og þá koma brunaför á húðina,“ segir Hafdís en bætir við að viðbrögð hvers og eins séu einstaklingsbundin. „Sumir finna ekki mikið til en aðrir bólgna svakalega og sýna mikil ofnæmisviðbrögð.“ Hafdís segir þó ekki ástæðu til að banna fólki að synda í sjónum enda sé fólk alltaf á eigin ábyrgð í sjósundi. „Hins vegar höfum við verið að vara fólk við og erum til dæmis með skilti hjá afgreiðsluborðinu þess efnis að það séu marglyttur á sveimi.“MarglytturHafdís segir fólk enn stunda sjósund þótt það viti af marglyttunum. „Ég fór til dæmis með manninum mínum í fyrradag og hann rakst á eina sem var risastór. Brunanum fylgdi sviði og óþægindi í sólarhring á eftir.“ Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. „Þetta er ekkert einsdæmi en samferða hlýnun sjávar er eins og það sé meira um hveljur á heimsvísu. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar brennihveljur fyrir austan ollu tjóni í fiskeldi,“ segir Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Ástþór segir marglytturnar ekki beint hættulegar sjósundfólki en þær brenni þó og valdi ertingu. Því þurfi fólk að vara sig. Ef skilyrði séu hagstæð geti þeim fjölgað hratt staðbundið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Þær þekja alveg búkinn á fullorðnum einstaklingi og eru risastórar,“ segir Hafdís Gísladóttir, rekstrarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, um marglyttur sem eru mikið á sveimi í Nauthólsvík þessa dagana. Tegundirnar sem um ræðir eru brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta marglyttutegundin. Síðustu vikur hefur fólk sem stundar sjósund brennt sig víða á líkamanum eftir að hafa rekist á marglytturnar. Nýlega þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á marglyttu en ofnæmisviðbrögð hennar urðu mikil.Þessir sundmenn í Nauhólsvík í gær virtust ekki verða varir við risamarglyttuna sem nánast straukst við þá á sundinu. Fréttablaðið/Hanna„Armarnir geta orðið alveg gríðarlega langir og við lendum oft í því að fólk brennir sig á þeim. Þær slengja örmunum í fólk og þá koma brunaför á húðina,“ segir Hafdís en bætir við að viðbrögð hvers og eins séu einstaklingsbundin. „Sumir finna ekki mikið til en aðrir bólgna svakalega og sýna mikil ofnæmisviðbrögð.“ Hafdís segir þó ekki ástæðu til að banna fólki að synda í sjónum enda sé fólk alltaf á eigin ábyrgð í sjósundi. „Hins vegar höfum við verið að vara fólk við og erum til dæmis með skilti hjá afgreiðsluborðinu þess efnis að það séu marglyttur á sveimi.“MarglytturHafdís segir fólk enn stunda sjósund þótt það viti af marglyttunum. „Ég fór til dæmis með manninum mínum í fyrradag og hann rakst á eina sem var risastór. Brunanum fylgdi sviði og óþægindi í sólarhring á eftir.“ Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. „Þetta er ekkert einsdæmi en samferða hlýnun sjávar er eins og það sé meira um hveljur á heimsvísu. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar brennihveljur fyrir austan ollu tjóni í fiskeldi,“ segir Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Ástþór segir marglytturnar ekki beint hættulegar sjósundfólki en þær brenni þó og valdi ertingu. Því þurfi fólk að vara sig. Ef skilyrði séu hagstæð geti þeim fjölgað hratt staðbundið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira