Risamarglyttur brenna sundfólk í Nauthólsvík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2016 06:00 Brennihveljum hefur fjölgað á heimsvísu. Sérstak viðvörunarskilti er nú vegna þeirra í Nauthólsvík. Mynd/aðsend „Þær þekja alveg búkinn á fullorðnum einstaklingi og eru risastórar,“ segir Hafdís Gísladóttir, rekstrarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, um marglyttur sem eru mikið á sveimi í Nauthólsvík þessa dagana. Tegundirnar sem um ræðir eru brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta marglyttutegundin. Síðustu vikur hefur fólk sem stundar sjósund brennt sig víða á líkamanum eftir að hafa rekist á marglytturnar. Nýlega þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á marglyttu en ofnæmisviðbrögð hennar urðu mikil.Þessir sundmenn í Nauhólsvík í gær virtust ekki verða varir við risamarglyttuna sem nánast straukst við þá á sundinu. Fréttablaðið/Hanna„Armarnir geta orðið alveg gríðarlega langir og við lendum oft í því að fólk brennir sig á þeim. Þær slengja örmunum í fólk og þá koma brunaför á húðina,“ segir Hafdís en bætir við að viðbrögð hvers og eins séu einstaklingsbundin. „Sumir finna ekki mikið til en aðrir bólgna svakalega og sýna mikil ofnæmisviðbrögð.“ Hafdís segir þó ekki ástæðu til að banna fólki að synda í sjónum enda sé fólk alltaf á eigin ábyrgð í sjósundi. „Hins vegar höfum við verið að vara fólk við og erum til dæmis með skilti hjá afgreiðsluborðinu þess efnis að það séu marglyttur á sveimi.“MarglytturHafdís segir fólk enn stunda sjósund þótt það viti af marglyttunum. „Ég fór til dæmis með manninum mínum í fyrradag og hann rakst á eina sem var risastór. Brunanum fylgdi sviði og óþægindi í sólarhring á eftir.“ Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. „Þetta er ekkert einsdæmi en samferða hlýnun sjávar er eins og það sé meira um hveljur á heimsvísu. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar brennihveljur fyrir austan ollu tjóni í fiskeldi,“ segir Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Ástþór segir marglytturnar ekki beint hættulegar sjósundfólki en þær brenni þó og valdi ertingu. Því þurfi fólk að vara sig. Ef skilyrði séu hagstæð geti þeim fjölgað hratt staðbundið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Þær þekja alveg búkinn á fullorðnum einstaklingi og eru risastórar,“ segir Hafdís Gísladóttir, rekstrarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, um marglyttur sem eru mikið á sveimi í Nauthólsvík þessa dagana. Tegundirnar sem um ræðir eru brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta marglyttutegundin. Síðustu vikur hefur fólk sem stundar sjósund brennt sig víða á líkamanum eftir að hafa rekist á marglytturnar. Nýlega þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á marglyttu en ofnæmisviðbrögð hennar urðu mikil.Þessir sundmenn í Nauhólsvík í gær virtust ekki verða varir við risamarglyttuna sem nánast straukst við þá á sundinu. Fréttablaðið/Hanna„Armarnir geta orðið alveg gríðarlega langir og við lendum oft í því að fólk brennir sig á þeim. Þær slengja örmunum í fólk og þá koma brunaför á húðina,“ segir Hafdís en bætir við að viðbrögð hvers og eins séu einstaklingsbundin. „Sumir finna ekki mikið til en aðrir bólgna svakalega og sýna mikil ofnæmisviðbrögð.“ Hafdís segir þó ekki ástæðu til að banna fólki að synda í sjónum enda sé fólk alltaf á eigin ábyrgð í sjósundi. „Hins vegar höfum við verið að vara fólk við og erum til dæmis með skilti hjá afgreiðsluborðinu þess efnis að það séu marglyttur á sveimi.“MarglytturHafdís segir fólk enn stunda sjósund þótt það viti af marglyttunum. „Ég fór til dæmis með manninum mínum í fyrradag og hann rakst á eina sem var risastór. Brunanum fylgdi sviði og óþægindi í sólarhring á eftir.“ Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. „Þetta er ekkert einsdæmi en samferða hlýnun sjávar er eins og það sé meira um hveljur á heimsvísu. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar brennihveljur fyrir austan ollu tjóni í fiskeldi,“ segir Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Ástþór segir marglytturnar ekki beint hættulegar sjósundfólki en þær brenni þó og valdi ertingu. Því þurfi fólk að vara sig. Ef skilyrði séu hagstæð geti þeim fjölgað hratt staðbundið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira