Strætó skoðar að leyfa gæludýr í vögnunum Ingvar Haraldsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Gæludýr eru bönnuð í strætisvögnum eins og sakir standa hér á landi en leyfð í strætisvögnum nágrannalanda okkar. vísir/ernir Stjórn Strætó er með til skoðunar að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Okkur langar virkilega að fara að skoða það að gæludýr verði leyfð í Strætó í bandi eða búri og fara í tilraunverkefni með það,“ segir Sverrir Óskarsson, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó. „Við erum að hvetja fólk til bíllauss lífsstíls og nota almenningssamgöngur en þá verðum við náttúrulega líka að leyfa að fara með dýrin í heimsókn til annarra eða fara með dýrin til dýralæknis. Við getum ekki sagt bíllaus lífsstíll og svo sagt enginn í strætó nema manneskjur,“ segir Sverrir.Sverrir Óskarsson segir það stangast á við hugmyndir um bíllausan lífsstíl að banna gæludýr í strætó. fréttablaðið/anton„Þetta er gert alls staðar annars staðar og við höfum velt fyrir okkur af hverju við erum eitthvað öðruvísi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes á von á því að málið verði tekið fyrir á stjórnarfundi í haust og ákvörðun tekin í framhaldi af því. Stjórn Strætó hefur látið vinna skýrslu um málið þar sem álit var fengið frá helstu hagsmunaðilum. „Við vildum skoða þetta mál til þess að hafa upplýsingar um hvernig þetta væri gert og hvaða sjónarmið væru með á móti,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir margoft hafa verið ýtt á Strætó að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Það er til Facebook-síða sem heitir Hundar í strætó. Þetta hefur mikið verið í umræðunni í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum,“ segir hann. Á síðasta ári fór fram undirskriftasöfnun þar sem hvatt var til að leyfa gæludýr í strætó þar sem söfnuðust ríflega fjögur þúsund undirskriftir.Hundurinn Vaskur bíður með eiganda sínum eftir strætó á Bústaðaveginum. Nú gæti biðin farið að styttast fyrir Vask.vísir/hannaSverrir bendir á að reglugerð um hollustuhætti banni flutning dýra í almennum farþegarýmum samgöngutækja að undanskildum hjálparhundum. Því þurfi væntanlega að gera breytingar á reglugerðinni eða veita undanþágu frá henni til þess að hægt sé að hleypa gæludýrum í strætó. Sverrir tók málið upp á bæjarstjórnarfundi hjá Kópavogsbæ þar sem hann situr sem bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar. „Mér heyrist bæjarstjórn Kópavogs vera mjög jákvæð,“ segir hann. Einnig hafi stjórnarmenn í Strætó tekið jákvætt í hugmyndina þó engin ákvörðun hafi verið tekin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Stjórn Strætó er með til skoðunar að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Okkur langar virkilega að fara að skoða það að gæludýr verði leyfð í Strætó í bandi eða búri og fara í tilraunverkefni með það,“ segir Sverrir Óskarsson, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó. „Við erum að hvetja fólk til bíllauss lífsstíls og nota almenningssamgöngur en þá verðum við náttúrulega líka að leyfa að fara með dýrin í heimsókn til annarra eða fara með dýrin til dýralæknis. Við getum ekki sagt bíllaus lífsstíll og svo sagt enginn í strætó nema manneskjur,“ segir Sverrir.Sverrir Óskarsson segir það stangast á við hugmyndir um bíllausan lífsstíl að banna gæludýr í strætó. fréttablaðið/anton„Þetta er gert alls staðar annars staðar og við höfum velt fyrir okkur af hverju við erum eitthvað öðruvísi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes á von á því að málið verði tekið fyrir á stjórnarfundi í haust og ákvörðun tekin í framhaldi af því. Stjórn Strætó hefur látið vinna skýrslu um málið þar sem álit var fengið frá helstu hagsmunaðilum. „Við vildum skoða þetta mál til þess að hafa upplýsingar um hvernig þetta væri gert og hvaða sjónarmið væru með á móti,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir margoft hafa verið ýtt á Strætó að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Það er til Facebook-síða sem heitir Hundar í strætó. Þetta hefur mikið verið í umræðunni í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum,“ segir hann. Á síðasta ári fór fram undirskriftasöfnun þar sem hvatt var til að leyfa gæludýr í strætó þar sem söfnuðust ríflega fjögur þúsund undirskriftir.Hundurinn Vaskur bíður með eiganda sínum eftir strætó á Bústaðaveginum. Nú gæti biðin farið að styttast fyrir Vask.vísir/hannaSverrir bendir á að reglugerð um hollustuhætti banni flutning dýra í almennum farþegarýmum samgöngutækja að undanskildum hjálparhundum. Því þurfi væntanlega að gera breytingar á reglugerðinni eða veita undanþágu frá henni til þess að hægt sé að hleypa gæludýrum í strætó. Sverrir tók málið upp á bæjarstjórnarfundi hjá Kópavogsbæ þar sem hann situr sem bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar. „Mér heyrist bæjarstjórn Kópavogs vera mjög jákvæð,“ segir hann. Einnig hafi stjórnarmenn í Strætó tekið jákvætt í hugmyndina þó engin ákvörðun hafi verið tekin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira