Strætó skoðar að leyfa gæludýr í vögnunum Ingvar Haraldsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Gæludýr eru bönnuð í strætisvögnum eins og sakir standa hér á landi en leyfð í strætisvögnum nágrannalanda okkar. vísir/ernir Stjórn Strætó er með til skoðunar að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Okkur langar virkilega að fara að skoða það að gæludýr verði leyfð í Strætó í bandi eða búri og fara í tilraunverkefni með það,“ segir Sverrir Óskarsson, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó. „Við erum að hvetja fólk til bíllauss lífsstíls og nota almenningssamgöngur en þá verðum við náttúrulega líka að leyfa að fara með dýrin í heimsókn til annarra eða fara með dýrin til dýralæknis. Við getum ekki sagt bíllaus lífsstíll og svo sagt enginn í strætó nema manneskjur,“ segir Sverrir.Sverrir Óskarsson segir það stangast á við hugmyndir um bíllausan lífsstíl að banna gæludýr í strætó. fréttablaðið/anton„Þetta er gert alls staðar annars staðar og við höfum velt fyrir okkur af hverju við erum eitthvað öðruvísi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes á von á því að málið verði tekið fyrir á stjórnarfundi í haust og ákvörðun tekin í framhaldi af því. Stjórn Strætó hefur látið vinna skýrslu um málið þar sem álit var fengið frá helstu hagsmunaðilum. „Við vildum skoða þetta mál til þess að hafa upplýsingar um hvernig þetta væri gert og hvaða sjónarmið væru með á móti,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir margoft hafa verið ýtt á Strætó að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Það er til Facebook-síða sem heitir Hundar í strætó. Þetta hefur mikið verið í umræðunni í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum,“ segir hann. Á síðasta ári fór fram undirskriftasöfnun þar sem hvatt var til að leyfa gæludýr í strætó þar sem söfnuðust ríflega fjögur þúsund undirskriftir.Hundurinn Vaskur bíður með eiganda sínum eftir strætó á Bústaðaveginum. Nú gæti biðin farið að styttast fyrir Vask.vísir/hannaSverrir bendir á að reglugerð um hollustuhætti banni flutning dýra í almennum farþegarýmum samgöngutækja að undanskildum hjálparhundum. Því þurfi væntanlega að gera breytingar á reglugerðinni eða veita undanþágu frá henni til þess að hægt sé að hleypa gæludýrum í strætó. Sverrir tók málið upp á bæjarstjórnarfundi hjá Kópavogsbæ þar sem hann situr sem bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar. „Mér heyrist bæjarstjórn Kópavogs vera mjög jákvæð,“ segir hann. Einnig hafi stjórnarmenn í Strætó tekið jákvætt í hugmyndina þó engin ákvörðun hafi verið tekin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Stjórn Strætó er með til skoðunar að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Okkur langar virkilega að fara að skoða það að gæludýr verði leyfð í Strætó í bandi eða búri og fara í tilraunverkefni með það,“ segir Sverrir Óskarsson, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó. „Við erum að hvetja fólk til bíllauss lífsstíls og nota almenningssamgöngur en þá verðum við náttúrulega líka að leyfa að fara með dýrin í heimsókn til annarra eða fara með dýrin til dýralæknis. Við getum ekki sagt bíllaus lífsstíll og svo sagt enginn í strætó nema manneskjur,“ segir Sverrir.Sverrir Óskarsson segir það stangast á við hugmyndir um bíllausan lífsstíl að banna gæludýr í strætó. fréttablaðið/anton„Þetta er gert alls staðar annars staðar og við höfum velt fyrir okkur af hverju við erum eitthvað öðruvísi,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes á von á því að málið verði tekið fyrir á stjórnarfundi í haust og ákvörðun tekin í framhaldi af því. Stjórn Strætó hefur látið vinna skýrslu um málið þar sem álit var fengið frá helstu hagsmunaðilum. „Við vildum skoða þetta mál til þess að hafa upplýsingar um hvernig þetta væri gert og hvaða sjónarmið væru með á móti,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir margoft hafa verið ýtt á Strætó að leyfa gæludýr í strætisvögnum. „Það er til Facebook-síða sem heitir Hundar í strætó. Þetta hefur mikið verið í umræðunni í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum,“ segir hann. Á síðasta ári fór fram undirskriftasöfnun þar sem hvatt var til að leyfa gæludýr í strætó þar sem söfnuðust ríflega fjögur þúsund undirskriftir.Hundurinn Vaskur bíður með eiganda sínum eftir strætó á Bústaðaveginum. Nú gæti biðin farið að styttast fyrir Vask.vísir/hannaSverrir bendir á að reglugerð um hollustuhætti banni flutning dýra í almennum farþegarýmum samgöngutækja að undanskildum hjálparhundum. Því þurfi væntanlega að gera breytingar á reglugerðinni eða veita undanþágu frá henni til þess að hægt sé að hleypa gæludýrum í strætó. Sverrir tók málið upp á bæjarstjórnarfundi hjá Kópavogsbæ þar sem hann situr sem bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar. „Mér heyrist bæjarstjórn Kópavogs vera mjög jákvæð,“ segir hann. Einnig hafi stjórnarmenn í Strætó tekið jákvætt í hugmyndina þó engin ákvörðun hafi verið tekin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira