Taka vel í breytingar á kjararáði Ingvar Haraldsson skrifar 5. júlí 2016 07:00 Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Aðilum vinnumarkaðarins hugnast vel að fækka þeim sem fá laun ákveðin af kjararáði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi að því er fram kom í fréttum RÚV. Kjararáð hækkaði laun þeirra sem heyra undir ráðið um 7,15 prósent í síðasta mánuði. Laun ráðuneytisstjóra hækka um tæplega þriðjung eftir að skrifstofustjórar stjórnarráðsins og ráðuneytisstjórar fengu sérstaka launahækkun hjá kjararáði. „Við höfum lengi haldið því fram að það væri fullkominn óþarfi að hafa allan þennan fjölda sem heyrir undir kjararáð. Erlendis, eins og í Svíþjóð til dæmis, þar semja héraðsdómarar og dómarar bara við sína viðsemjendur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi segist ekki hafa séð umrætt frumvarp en hann fagni því að gera eigi breytingar á kjararáði. Hann ítrekar, það sem fram kom í Fréttablaðinu um helgina, að hann vilji að Alþingi komi saman til að afturkalla nýlegar launahækkanir kjararáðs. Undir kjararáð heyra meðal annars þjóðkjörnir fulltrúar, dómarar, forstöðumenn ríkisstofnana, framkvæmdastjórar hlutafélaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkisins, saksóknarar, prestar, sýslumenn og sendiherrar. „Að hafa svona stóra hópa sem fá alltaf einhverja réttmæta leiðréttingafasa, gjarnan með einhverja tilvísun langt aftur í tímann virðist vera, er algjört stílbrot að okkar mati,“ segir Gylfi. Undir þetta tekur Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem telur eðlilegra að embættismennirnir hefðu rétt til að semja sjálfir. „Ég held að það sé langeðlilegast og á að vera meginreglan. Það er í algjörum undantekningum sem gripið er til annarra ráðstafana sem þessara og þar hefur, hvað kjararáð varðar, verið horft til þjóðkjörinna fulltrúa og einhverra lykilstarfsmanna stjórnarráðsins,“ segir Þorsteinn. Með því að fækka þeim sem heyri undir kjararáð megi auka jafnræði á milli hópa. „Það að það komi eitthvert svona ráð fimm manna sem fjalli um réttmætar launabreytingar. Það er ekki það sem fólk fær almennt, segir Gylfi. „Það þarf bara að hafa fyrir því að berjast fyrir sínum réttindum. Þar fær nú ekkert endilega réttlætið ráðið.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Aðilum vinnumarkaðarins hugnast vel að fækka þeim sem fá laun ákveðin af kjararáði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi að því er fram kom í fréttum RÚV. Kjararáð hækkaði laun þeirra sem heyra undir ráðið um 7,15 prósent í síðasta mánuði. Laun ráðuneytisstjóra hækka um tæplega þriðjung eftir að skrifstofustjórar stjórnarráðsins og ráðuneytisstjórar fengu sérstaka launahækkun hjá kjararáði. „Við höfum lengi haldið því fram að það væri fullkominn óþarfi að hafa allan þennan fjölda sem heyrir undir kjararáð. Erlendis, eins og í Svíþjóð til dæmis, þar semja héraðsdómarar og dómarar bara við sína viðsemjendur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi segist ekki hafa séð umrætt frumvarp en hann fagni því að gera eigi breytingar á kjararáði. Hann ítrekar, það sem fram kom í Fréttablaðinu um helgina, að hann vilji að Alþingi komi saman til að afturkalla nýlegar launahækkanir kjararáðs. Undir kjararáð heyra meðal annars þjóðkjörnir fulltrúar, dómarar, forstöðumenn ríkisstofnana, framkvæmdastjórar hlutafélaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkisins, saksóknarar, prestar, sýslumenn og sendiherrar. „Að hafa svona stóra hópa sem fá alltaf einhverja réttmæta leiðréttingafasa, gjarnan með einhverja tilvísun langt aftur í tímann virðist vera, er algjört stílbrot að okkar mati,“ segir Gylfi. Undir þetta tekur Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem telur eðlilegra að embættismennirnir hefðu rétt til að semja sjálfir. „Ég held að það sé langeðlilegast og á að vera meginreglan. Það er í algjörum undantekningum sem gripið er til annarra ráðstafana sem þessara og þar hefur, hvað kjararáð varðar, verið horft til þjóðkjörinna fulltrúa og einhverra lykilstarfsmanna stjórnarráðsins,“ segir Þorsteinn. Með því að fækka þeim sem heyri undir kjararáð megi auka jafnræði á milli hópa. „Það að það komi eitthvert svona ráð fimm manna sem fjalli um réttmætar launabreytingar. Það er ekki það sem fólk fær almennt, segir Gylfi. „Það þarf bara að hafa fyrir því að berjast fyrir sínum réttindum. Þar fær nú ekkert endilega réttlætið ráðið.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent