Taka vel í breytingar á kjararáði Ingvar Haraldsson skrifar 5. júlí 2016 07:00 Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Aðilum vinnumarkaðarins hugnast vel að fækka þeim sem fá laun ákveðin af kjararáði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi að því er fram kom í fréttum RÚV. Kjararáð hækkaði laun þeirra sem heyra undir ráðið um 7,15 prósent í síðasta mánuði. Laun ráðuneytisstjóra hækka um tæplega þriðjung eftir að skrifstofustjórar stjórnarráðsins og ráðuneytisstjórar fengu sérstaka launahækkun hjá kjararáði. „Við höfum lengi haldið því fram að það væri fullkominn óþarfi að hafa allan þennan fjölda sem heyrir undir kjararáð. Erlendis, eins og í Svíþjóð til dæmis, þar semja héraðsdómarar og dómarar bara við sína viðsemjendur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi segist ekki hafa séð umrætt frumvarp en hann fagni því að gera eigi breytingar á kjararáði. Hann ítrekar, það sem fram kom í Fréttablaðinu um helgina, að hann vilji að Alþingi komi saman til að afturkalla nýlegar launahækkanir kjararáðs. Undir kjararáð heyra meðal annars þjóðkjörnir fulltrúar, dómarar, forstöðumenn ríkisstofnana, framkvæmdastjórar hlutafélaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkisins, saksóknarar, prestar, sýslumenn og sendiherrar. „Að hafa svona stóra hópa sem fá alltaf einhverja réttmæta leiðréttingafasa, gjarnan með einhverja tilvísun langt aftur í tímann virðist vera, er algjört stílbrot að okkar mati,“ segir Gylfi. Undir þetta tekur Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem telur eðlilegra að embættismennirnir hefðu rétt til að semja sjálfir. „Ég held að það sé langeðlilegast og á að vera meginreglan. Það er í algjörum undantekningum sem gripið er til annarra ráðstafana sem þessara og þar hefur, hvað kjararáð varðar, verið horft til þjóðkjörinna fulltrúa og einhverra lykilstarfsmanna stjórnarráðsins,“ segir Þorsteinn. Með því að fækka þeim sem heyri undir kjararáð megi auka jafnræði á milli hópa. „Það að það komi eitthvert svona ráð fimm manna sem fjalli um réttmætar launabreytingar. Það er ekki það sem fólk fær almennt, segir Gylfi. „Það þarf bara að hafa fyrir því að berjast fyrir sínum réttindum. Þar fær nú ekkert endilega réttlætið ráðið.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Aðilum vinnumarkaðarins hugnast vel að fækka þeim sem fá laun ákveðin af kjararáði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi að því er fram kom í fréttum RÚV. Kjararáð hækkaði laun þeirra sem heyra undir ráðið um 7,15 prósent í síðasta mánuði. Laun ráðuneytisstjóra hækka um tæplega þriðjung eftir að skrifstofustjórar stjórnarráðsins og ráðuneytisstjórar fengu sérstaka launahækkun hjá kjararáði. „Við höfum lengi haldið því fram að það væri fullkominn óþarfi að hafa allan þennan fjölda sem heyrir undir kjararáð. Erlendis, eins og í Svíþjóð til dæmis, þar semja héraðsdómarar og dómarar bara við sína viðsemjendur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi segist ekki hafa séð umrætt frumvarp en hann fagni því að gera eigi breytingar á kjararáði. Hann ítrekar, það sem fram kom í Fréttablaðinu um helgina, að hann vilji að Alþingi komi saman til að afturkalla nýlegar launahækkanir kjararáðs. Undir kjararáð heyra meðal annars þjóðkjörnir fulltrúar, dómarar, forstöðumenn ríkisstofnana, framkvæmdastjórar hlutafélaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkisins, saksóknarar, prestar, sýslumenn og sendiherrar. „Að hafa svona stóra hópa sem fá alltaf einhverja réttmæta leiðréttingafasa, gjarnan með einhverja tilvísun langt aftur í tímann virðist vera, er algjört stílbrot að okkar mati,“ segir Gylfi. Undir þetta tekur Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem telur eðlilegra að embættismennirnir hefðu rétt til að semja sjálfir. „Ég held að það sé langeðlilegast og á að vera meginreglan. Það er í algjörum undantekningum sem gripið er til annarra ráðstafana sem þessara og þar hefur, hvað kjararáð varðar, verið horft til þjóðkjörinna fulltrúa og einhverra lykilstarfsmanna stjórnarráðsins,“ segir Þorsteinn. Með því að fækka þeim sem heyri undir kjararáð megi auka jafnræði á milli hópa. „Það að það komi eitthvert svona ráð fimm manna sem fjalli um réttmætar launabreytingar. Það er ekki það sem fólk fær almennt, segir Gylfi. „Það þarf bara að hafa fyrir því að berjast fyrir sínum réttindum. Þar fær nú ekkert endilega réttlætið ráðið.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira