Grettisgötubruninn: Brennuvargurinn metinn ósakhæfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júlí 2016 13:45 Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi eldsvoðans. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag tvo bræður á fertugsaldri vegna bruna á iðnaðarhúsi á Grettisgötu í mars á þessu ári. Annar þeirra var metinn ósakhæfur. Hafði hann játað á sig brot sitt og var hann sakfelldur fyrir íkveikju en var metinn ósakhæfur og því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu. Hinn var sakfelldur fyrir að láta hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu.Bróðir mannsins sem játað hefur íkveikjuna segist ekki hafa gert tilraun að slökkva eldinn, en hvorki eldvarnarteppi né slökkvitæki hafi verið í herbergi þeirra.Vísir/EgillKveikt í slæðu á stól og skyldi brennandi dýnu eftir Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað til er mikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu 87 og gjöreyðilagðist það í eldinum. Í húsinu voru tvö bifreiðaverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara, auk bifreiðageymslu í kjallara. Meðal þess sem glataðist var mikið safn málverka eftir Halldór Ragnarsson myndlistarmann. Maðurinn sem metinn var ósakhæfur kveikti í slæðu á stól í herbergi sínu, henti stólnum á dýnu og skildi brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Hinn maðurinn var í herberginu þegar eldurinn kom upp en hvorki hann né bróðir hans hringdu á lögreglu eða slökkvilið. Bræðurnir tveir hafa báðir glímt við andleg veikindi og dvalið á götunni.Sjá einnig:Húsið metið á 200 milljónirFyrir dómi kom fram að sá sem kveikti í sé haldinn geðklofa og fylgi miklar ranghugmyndir sjúkdómi hans. Þá glími hann við amfetamínfíkn, sem hamli sjúkdómsmeðferð hans. Hafi hann tvívegis orðið uppvís að íkveikju og er sú hegðun rakin til ranghugmynda sem hann hafi verið haldinn á verknaðarstundu. Telur matsmaður mjög líklegt að ákærði sýni áfram af sér íkveikjuhegðun fái hann ekki viðeigandi meðferð í því skyni að vinna bug á geðrofseinkennum og ranghugmyndum. Bruninn við Grettisgötu olli miklu tjóni og meðal annars brann fjöldi verka myndlistarmannsins Halldór Ragnarssonar sem var með stúdíó í húsinu.Vísir/StefánÓfær um að stjórna gerðum sínum Var það mat dómsins að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Brotið sé þó alvarlegt og því verði honum gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.Sjá einnig:Sýnist öll mín verk síðustu ár farinBróðir hans neitaði sök en játaði þó að hafa ekkert aðhafst til þess að reyna að slökkva eldinn eða gera viðvart um hann. Geðlæknir sem bar vitni fyrir dómi taldi að samband bræðranna hafi fyrst og fremst gert það að verkum að hann hafi ekki aðhafst neitt. Var því annar bróðirinn metinn sakhæfur og hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm. Auk sex mánaða fangelsisdóms var honum gert að greiða Tryggingamiðstöðinni 12.596.852 krónur, ásamt vöxtum, og 200.000 krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms hér. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag tvo bræður á fertugsaldri vegna bruna á iðnaðarhúsi á Grettisgötu í mars á þessu ári. Annar þeirra var metinn ósakhæfur. Hafði hann játað á sig brot sitt og var hann sakfelldur fyrir íkveikju en var metinn ósakhæfur og því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu. Hinn var sakfelldur fyrir að láta hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu.Bróðir mannsins sem játað hefur íkveikjuna segist ekki hafa gert tilraun að slökkva eldinn, en hvorki eldvarnarteppi né slökkvitæki hafi verið í herbergi þeirra.Vísir/EgillKveikt í slæðu á stól og skyldi brennandi dýnu eftir Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað til er mikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu 87 og gjöreyðilagðist það í eldinum. Í húsinu voru tvö bifreiðaverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara, auk bifreiðageymslu í kjallara. Meðal þess sem glataðist var mikið safn málverka eftir Halldór Ragnarsson myndlistarmann. Maðurinn sem metinn var ósakhæfur kveikti í slæðu á stól í herbergi sínu, henti stólnum á dýnu og skildi brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Hinn maðurinn var í herberginu þegar eldurinn kom upp en hvorki hann né bróðir hans hringdu á lögreglu eða slökkvilið. Bræðurnir tveir hafa báðir glímt við andleg veikindi og dvalið á götunni.Sjá einnig:Húsið metið á 200 milljónirFyrir dómi kom fram að sá sem kveikti í sé haldinn geðklofa og fylgi miklar ranghugmyndir sjúkdómi hans. Þá glími hann við amfetamínfíkn, sem hamli sjúkdómsmeðferð hans. Hafi hann tvívegis orðið uppvís að íkveikju og er sú hegðun rakin til ranghugmynda sem hann hafi verið haldinn á verknaðarstundu. Telur matsmaður mjög líklegt að ákærði sýni áfram af sér íkveikjuhegðun fái hann ekki viðeigandi meðferð í því skyni að vinna bug á geðrofseinkennum og ranghugmyndum. Bruninn við Grettisgötu olli miklu tjóni og meðal annars brann fjöldi verka myndlistarmannsins Halldór Ragnarssonar sem var með stúdíó í húsinu.Vísir/StefánÓfær um að stjórna gerðum sínum Var það mat dómsins að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Brotið sé þó alvarlegt og því verði honum gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.Sjá einnig:Sýnist öll mín verk síðustu ár farinBróðir hans neitaði sök en játaði þó að hafa ekkert aðhafst til þess að reyna að slökkva eldinn eða gera viðvart um hann. Geðlæknir sem bar vitni fyrir dómi taldi að samband bræðranna hafi fyrst og fremst gert það að verkum að hann hafi ekki aðhafst neitt. Var því annar bróðirinn metinn sakhæfur og hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm. Auk sex mánaða fangelsisdóms var honum gert að greiða Tryggingamiðstöðinni 12.596.852 krónur, ásamt vöxtum, og 200.000 krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms hér.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24