Sjúkraflutningamaður tók á móti þremur börnum á rétt rúmum mánuði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2016 21:00 Valdimar er hér til hægri ásamt vinnufélaga sínum Stefni Snorrasyni. mynd/valdimar „Ég hef ekkert spáð í að skipta um starfsvettvang. Ég kann ágætlega við mig í þessu starfi,“ segir sjúkraflutningamaðurinn Valdimar Gunnarsson í samtali við Vísi þegar hann er spurður að því hvort hann hafi hugsað sér að verða ljósmóðir. Valdirmar hefur starfað sem sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2005. Á þeim tíma hefur hann tekið á móti fjórum börnum, þar af þremur nú á rétt rúmum mánuði. „Þegar ég var búinn að vera hérna í nokkrar vikur, svona búðingur eins og við köllum nýliðana, þá var ég viðstaddur fæðingu. Síðan þá hefur þetta ekki gerst fyrr en nú,“ segir Valdimar.Vinnufélagarnir reyna að kalla hann ljósmóður Hann segir að það gerist öðru hvoru að sjúkraflutningamenn taki á móti börnum og að dæmi séu um að sami maður hafi tekið á móti allt að tuttugu börnum. Það er hins vegar afar sjaldgæft það komi svona mörg á svo stuttum tíma. „Við flytjum konur margoft á fæðingadeildina og það hentar okkur í raun best,“ segir hann kíminn. „Þetta gerist síðan öðru hverju. Þá hefur fólk verið að hafa sig til og séð að það myndi ekki ná í tíma. En auðvitað þá er öll vinnan náttúrulega hjá konunum sem eru að eiga og þær eru hetjurnar í þessu öllu.“ Börnin þrjú núna komu öll í heiminn um borð í sjúkrabíl á leið á spítala. Að auki séu þeir undir það búnir að taka á móti börnum í heimahúsi sjái þeir að það verði basl að komast í tíð á sjúkrahús. Valdimar segir að vinnufélagar hans séu líklegir til að klína einhverju gælunafni á hann vegna þessa. „Þeir eru byrjaðir að reyna að kalla mig „ljósmóðurina“ en ég mun ekki leyfa það. Það er lögverndað starfsheiti sem tengist mér ekkert,“ segir hann að lokum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
„Ég hef ekkert spáð í að skipta um starfsvettvang. Ég kann ágætlega við mig í þessu starfi,“ segir sjúkraflutningamaðurinn Valdimar Gunnarsson í samtali við Vísi þegar hann er spurður að því hvort hann hafi hugsað sér að verða ljósmóðir. Valdirmar hefur starfað sem sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2005. Á þeim tíma hefur hann tekið á móti fjórum börnum, þar af þremur nú á rétt rúmum mánuði. „Þegar ég var búinn að vera hérna í nokkrar vikur, svona búðingur eins og við köllum nýliðana, þá var ég viðstaddur fæðingu. Síðan þá hefur þetta ekki gerst fyrr en nú,“ segir Valdimar.Vinnufélagarnir reyna að kalla hann ljósmóður Hann segir að það gerist öðru hvoru að sjúkraflutningamenn taki á móti börnum og að dæmi séu um að sami maður hafi tekið á móti allt að tuttugu börnum. Það er hins vegar afar sjaldgæft það komi svona mörg á svo stuttum tíma. „Við flytjum konur margoft á fæðingadeildina og það hentar okkur í raun best,“ segir hann kíminn. „Þetta gerist síðan öðru hverju. Þá hefur fólk verið að hafa sig til og séð að það myndi ekki ná í tíma. En auðvitað þá er öll vinnan náttúrulega hjá konunum sem eru að eiga og þær eru hetjurnar í þessu öllu.“ Börnin þrjú núna komu öll í heiminn um borð í sjúkrabíl á leið á spítala. Að auki séu þeir undir það búnir að taka á móti börnum í heimahúsi sjái þeir að það verði basl að komast í tíð á sjúkrahús. Valdimar segir að vinnufélagar hans séu líklegir til að klína einhverju gælunafni á hann vegna þessa. „Þeir eru byrjaðir að reyna að kalla mig „ljósmóðurina“ en ég mun ekki leyfa það. Það er lögverndað starfsheiti sem tengist mér ekkert,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira