Sigríður Ingibjörg: Einkarekstur heilsugæslustöðva slæm og misheppnuð hugmynd sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2016 12:01 „Þetta útboð er algjörlega misheppnað. Það barst bara eitt tilboð í hverja stöð og svo á að fara að semja þegar allir vita að bæði er þetta vond hugmynd og samningsgrundvöllurinn er ekki góður." vísir/gva Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýnir ákvörðun stjórnvalda um að ganga til samninga um rekstur einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiskerfið sé algjörlega fjársvelt og því sé þetta skref í ranga átt. Fyrst og fremst þurfi að auka fjármagn í heilsugæslustöðvarnar sjálfar.Greint var frá því í gær að Ríkiskaup hyggjast ganga til samninga um tvær nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Önnur er við Bíldshöfða í Reykjavík og hin er við Urriðahvarf í Kópavogi. Aðeins þrjú tilboð bárust í þrjár heilsugæslustöðvar en einu tilboðinu var hafnað.Hugmyndafræðilegur áhugi heilbrigðisráðherra „Ég hef ekki farið dult með það að ég er mjög ósátt við það að það eigi að auka einkarekstur í heilsugæslunni og tel þetta skref í ranga átt. Og nú sýnir sig líka að þetta útboð er algjörlega misheppnað. Það barst bara eitt tilboð í hverja stöð og svo á að fara að semja þegar allir vita að bæði er þetta vond hugmynd og samningsgrundvöllurinn er ekki góður," segir Sigríður. „Við erum með heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið fjársvelt, ekki bara frá hruni heldur mun lengri tíma en það. Það þarf að veita frekari fjármunum þar inn. Þetta er bara skref í ranga átt sem hefur bara með hugmyndafræðilegan áhuga ráðherra að gera en ekki verið að líta á það sem er best fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi," bætir hún við. Sigríður segir þessar hugmyndir ekki til þess fallnar að auka aðgengi þeirra sem mest þurfa á að halda. „Það hefur sýnt sig til dæmis í Svíþjóð þar sem það hefur verið gengið ansi langt í þessum efnum. Þetta dregur í raun og veru úr aðgengi þeirra sem helst þurfa á þjónustunni að halda. Það er efnaðra fólk sem fær betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu en það er líka hópurinn sem þarf minnst á því að halda."Galið að Alþingi hafi ekki fjallað um málið Sigríður gagnrýnir það að Alþingi hafi ekki tekið þessi mál til umræðu. Hún vísar í frumvarp sem þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram í mars þar sem lagt er til að óheimilt verði að semja við einkaaðila um rekstur heilsugæslu eða á heilbrigðisstofnun nema með samþykkt Alþingis og bann verði lagt við lögum um sjúkratryggingar. „Frumvarpið hefur ekki náð eyrum ríkisstjórnarinnar þar sem við segjum að við viljum ekki að það sé heimilt að setja grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar í einkarekstur nema að undangenginni samþykkt Alþingis. Alþingi hefur ekkert fjallað um þessa stefnubreytingu. Það er algjörlega galið, þegar verið er að fjalla um mikilvægan þátt í heilbrigðisþjónustunni eins og heilsugæsluna. Svo segir ráðherra að það eigi að vera bann við útgreiðslu á arði, en í frumvarpinu okkar erum við einmitt að skrifa það skýrt inn í lögin því það er ekkert í lögunum í dag sem kemur í veg fyrir það, eins og við vitum, að heilbrigðisþjónusta í einkarekstri geti verið rekin með hagnaðarsjónarmiðum," segir Sigríður Ingibjörg. Tengdar fréttir Læknar úr opinberum störfum á einkastöðvar Nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar virðast ekki skila mörgum nýjum læknum á höfuðborgarsvæðið frá öðrum löndum. 7. júlí 2016 07:00 Ganga til samninga um heilsugæslur Ríkiskaup ganga til samningum um rekstur tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu . Tilboð í þriðju stöðina var hafnað. Aðeins eitt tilboð barst í hverja stöð. Lágu framlagi frá ríkinu er kennt um. 6. júlí 2016 07:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýnir ákvörðun stjórnvalda um að ganga til samninga um rekstur einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiskerfið sé algjörlega fjársvelt og því sé þetta skref í ranga átt. Fyrst og fremst þurfi að auka fjármagn í heilsugæslustöðvarnar sjálfar.Greint var frá því í gær að Ríkiskaup hyggjast ganga til samninga um tvær nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Önnur er við Bíldshöfða í Reykjavík og hin er við Urriðahvarf í Kópavogi. Aðeins þrjú tilboð bárust í þrjár heilsugæslustöðvar en einu tilboðinu var hafnað.Hugmyndafræðilegur áhugi heilbrigðisráðherra „Ég hef ekki farið dult með það að ég er mjög ósátt við það að það eigi að auka einkarekstur í heilsugæslunni og tel þetta skref í ranga átt. Og nú sýnir sig líka að þetta útboð er algjörlega misheppnað. Það barst bara eitt tilboð í hverja stöð og svo á að fara að semja þegar allir vita að bæði er þetta vond hugmynd og samningsgrundvöllurinn er ekki góður," segir Sigríður. „Við erum með heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið fjársvelt, ekki bara frá hruni heldur mun lengri tíma en það. Það þarf að veita frekari fjármunum þar inn. Þetta er bara skref í ranga átt sem hefur bara með hugmyndafræðilegan áhuga ráðherra að gera en ekki verið að líta á það sem er best fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi," bætir hún við. Sigríður segir þessar hugmyndir ekki til þess fallnar að auka aðgengi þeirra sem mest þurfa á að halda. „Það hefur sýnt sig til dæmis í Svíþjóð þar sem það hefur verið gengið ansi langt í þessum efnum. Þetta dregur í raun og veru úr aðgengi þeirra sem helst þurfa á þjónustunni að halda. Það er efnaðra fólk sem fær betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu en það er líka hópurinn sem þarf minnst á því að halda."Galið að Alþingi hafi ekki fjallað um málið Sigríður gagnrýnir það að Alþingi hafi ekki tekið þessi mál til umræðu. Hún vísar í frumvarp sem þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram í mars þar sem lagt er til að óheimilt verði að semja við einkaaðila um rekstur heilsugæslu eða á heilbrigðisstofnun nema með samþykkt Alþingis og bann verði lagt við lögum um sjúkratryggingar. „Frumvarpið hefur ekki náð eyrum ríkisstjórnarinnar þar sem við segjum að við viljum ekki að það sé heimilt að setja grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar í einkarekstur nema að undangenginni samþykkt Alþingis. Alþingi hefur ekkert fjallað um þessa stefnubreytingu. Það er algjörlega galið, þegar verið er að fjalla um mikilvægan þátt í heilbrigðisþjónustunni eins og heilsugæsluna. Svo segir ráðherra að það eigi að vera bann við útgreiðslu á arði, en í frumvarpinu okkar erum við einmitt að skrifa það skýrt inn í lögin því það er ekkert í lögunum í dag sem kemur í veg fyrir það, eins og við vitum, að heilbrigðisþjónusta í einkarekstri geti verið rekin með hagnaðarsjónarmiðum," segir Sigríður Ingibjörg.
Tengdar fréttir Læknar úr opinberum störfum á einkastöðvar Nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar virðast ekki skila mörgum nýjum læknum á höfuðborgarsvæðið frá öðrum löndum. 7. júlí 2016 07:00 Ganga til samninga um heilsugæslur Ríkiskaup ganga til samningum um rekstur tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu . Tilboð í þriðju stöðina var hafnað. Aðeins eitt tilboð barst í hverja stöð. Lágu framlagi frá ríkinu er kennt um. 6. júlí 2016 07:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Læknar úr opinberum störfum á einkastöðvar Nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar virðast ekki skila mörgum nýjum læknum á höfuðborgarsvæðið frá öðrum löndum. 7. júlí 2016 07:00
Ganga til samninga um heilsugæslur Ríkiskaup ganga til samningum um rekstur tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu . Tilboð í þriðju stöðina var hafnað. Aðeins eitt tilboð barst í hverja stöð. Lágu framlagi frá ríkinu er kennt um. 6. júlí 2016 07:00