Innlent

Skaut Nadezdu með byssu úr dánarbúi föður síns

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi er lokið.
Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi er lokið. Vísir/gva
Nadezda Edda Tarasova var sofandi þegar eiginmaður hennar, Guðmundur Valur Óskarsson, skaut hana í hnakkann í íbúð þeirra á Akranesi aðfaranótt miðvikudagsins 13. apríl.

Lá hún sofandi í hjónarúmi en eftir verknaðinn skaut Guðmundur sjálfan sig þar sem hann sat á rúmstokknum.

Byssan sem Guðmundur Valur notaði var í eigu dánarbús föður hans en við húsleit fundust þrjú skotvopn. Hafði Guðmundur leyfi fyrir hinum tveimur.

Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á málinu er lokið en þar sem sakborningurinn er látinn er enginn til þess að saksækja.

Komið hefur fram að Nadezda hafi reynt að skilja við Guðmund þremur vikum áður en að hún var myrt.

Nadezda Edda fæddist í Rússlandi árið 1961, og var 54 ára þegar hún lést. Hún lætur eftir sig uppkomna dóttur í heimalandinu. Þau Guðmundur höfðu verið gift í um áratug og áttu engin börn saman.

Guðmundur Valur var fæddur árið 1952. Hann lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. Einnig átti hann son sem hann missti í umferðarslysi á Akranesi árið 2008, sem þá var á nítjánda aldursári. Hafði Guðmundur glímt við langvarandi veikindi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×