Efnt til samkeppni um nýtt þinghús Ingvar Haraldsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Alþingisgarðurinn verður í óbreyttri mynd enda hið nýja þinghús við hlið Alþingishússins. fréttablaðið/gva Auglýst hefur verið eftir tillögum að hönnun nýrrar byggingar fyrir Alþingi á Alþingisreitnum. Gert er ráð fyrir 4.500 fermetra byggingu með 1.200 fermetra kjallara. 75 milljónum var ráðstafað á fjárlögum þessa árs til undirbúnings verkefninu. Byggingin verður nærri núverandi Alþingishúsi, á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. „Þetta byggir á mjög ítarlegri þarfagreiningu sem upphaflega var unnin á árinu 2008 sem við höfum svo yfirfarið og endurnýjað,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Það hafi sýnt sig að mun hagkvæmara væri fyrir Alþingi að byggja eigið hús í stað þess að leigja húsnæði í námunda við Alþingishúsið. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, bendir á að Alþingi leigi nú rými í öllum húsum við norðurhluta Austurvallar.Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis„Okkar hugmynd er sú að byggja hús sem myndi hýsa meira og minna alla þjónustustarfsemi við þingið. Þarna verða skrifstofur þingmanna, nefndarsvið Alþingis, fundarsalir og eitt og annað slíkt,“ segir Einar. Ekki er stefnt að því að byggja á þingsályktunartillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin afgreiddi á síðasta ári, um að byggingin yrði unnin eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar frá árinu 1916. „Það hafa ýmsir verið með ágætar hugmyndir. Kjarninn í hugmyndum hans hefur auðvitað verið að byggja þarna hús sem væri í samræmi við það sem fyrir er og væri í eðlilegum tengslum við þinghúsið. Alveg eins og skálinn, viðbótin sem tekin var í notkun árið 2002, hún er eins og sjá má í afar nánum og góðum tengslum við þinghúsið,“ segir Helgi. Sigmundur geti því sent inn sína tillögu eins og aðrir. Skilafrestur er til 25. október en sjö milljónir króna verða veittar fyrir vinningstillöguna og heildarverðlaunafé nemur 14 milljónum króna. Vonast er til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og byggingin verði tekin í notkun um áramótin 2019/2020. Miðað hefur verið við að kostnaður við framkvæmdirnar nemi um 2,3 milljörðum. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Auglýst hefur verið eftir tillögum að hönnun nýrrar byggingar fyrir Alþingi á Alþingisreitnum. Gert er ráð fyrir 4.500 fermetra byggingu með 1.200 fermetra kjallara. 75 milljónum var ráðstafað á fjárlögum þessa árs til undirbúnings verkefninu. Byggingin verður nærri núverandi Alþingishúsi, á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. „Þetta byggir á mjög ítarlegri þarfagreiningu sem upphaflega var unnin á árinu 2008 sem við höfum svo yfirfarið og endurnýjað,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Það hafi sýnt sig að mun hagkvæmara væri fyrir Alþingi að byggja eigið hús í stað þess að leigja húsnæði í námunda við Alþingishúsið. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, bendir á að Alþingi leigi nú rými í öllum húsum við norðurhluta Austurvallar.Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis„Okkar hugmynd er sú að byggja hús sem myndi hýsa meira og minna alla þjónustustarfsemi við þingið. Þarna verða skrifstofur þingmanna, nefndarsvið Alþingis, fundarsalir og eitt og annað slíkt,“ segir Einar. Ekki er stefnt að því að byggja á þingsályktunartillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin afgreiddi á síðasta ári, um að byggingin yrði unnin eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar frá árinu 1916. „Það hafa ýmsir verið með ágætar hugmyndir. Kjarninn í hugmyndum hans hefur auðvitað verið að byggja þarna hús sem væri í samræmi við það sem fyrir er og væri í eðlilegum tengslum við þinghúsið. Alveg eins og skálinn, viðbótin sem tekin var í notkun árið 2002, hún er eins og sjá má í afar nánum og góðum tengslum við þinghúsið,“ segir Helgi. Sigmundur geti því sent inn sína tillögu eins og aðrir. Skilafrestur er til 25. október en sjö milljónir króna verða veittar fyrir vinningstillöguna og heildarverðlaunafé nemur 14 milljónum króna. Vonast er til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og byggingin verði tekin í notkun um áramótin 2019/2020. Miðað hefur verið við að kostnaður við framkvæmdirnar nemi um 2,3 milljörðum.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira