Efnt til samkeppni um nýtt þinghús Ingvar Haraldsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Alþingisgarðurinn verður í óbreyttri mynd enda hið nýja þinghús við hlið Alþingishússins. fréttablaðið/gva Auglýst hefur verið eftir tillögum að hönnun nýrrar byggingar fyrir Alþingi á Alþingisreitnum. Gert er ráð fyrir 4.500 fermetra byggingu með 1.200 fermetra kjallara. 75 milljónum var ráðstafað á fjárlögum þessa árs til undirbúnings verkefninu. Byggingin verður nærri núverandi Alþingishúsi, á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. „Þetta byggir á mjög ítarlegri þarfagreiningu sem upphaflega var unnin á árinu 2008 sem við höfum svo yfirfarið og endurnýjað,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Það hafi sýnt sig að mun hagkvæmara væri fyrir Alþingi að byggja eigið hús í stað þess að leigja húsnæði í námunda við Alþingishúsið. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, bendir á að Alþingi leigi nú rými í öllum húsum við norðurhluta Austurvallar.Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis„Okkar hugmynd er sú að byggja hús sem myndi hýsa meira og minna alla þjónustustarfsemi við þingið. Þarna verða skrifstofur þingmanna, nefndarsvið Alþingis, fundarsalir og eitt og annað slíkt,“ segir Einar. Ekki er stefnt að því að byggja á þingsályktunartillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin afgreiddi á síðasta ári, um að byggingin yrði unnin eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar frá árinu 1916. „Það hafa ýmsir verið með ágætar hugmyndir. Kjarninn í hugmyndum hans hefur auðvitað verið að byggja þarna hús sem væri í samræmi við það sem fyrir er og væri í eðlilegum tengslum við þinghúsið. Alveg eins og skálinn, viðbótin sem tekin var í notkun árið 2002, hún er eins og sjá má í afar nánum og góðum tengslum við þinghúsið,“ segir Helgi. Sigmundur geti því sent inn sína tillögu eins og aðrir. Skilafrestur er til 25. október en sjö milljónir króna verða veittar fyrir vinningstillöguna og heildarverðlaunafé nemur 14 milljónum króna. Vonast er til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og byggingin verði tekin í notkun um áramótin 2019/2020. Miðað hefur verið við að kostnaður við framkvæmdirnar nemi um 2,3 milljörðum. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Auglýst hefur verið eftir tillögum að hönnun nýrrar byggingar fyrir Alþingi á Alþingisreitnum. Gert er ráð fyrir 4.500 fermetra byggingu með 1.200 fermetra kjallara. 75 milljónum var ráðstafað á fjárlögum þessa árs til undirbúnings verkefninu. Byggingin verður nærri núverandi Alþingishúsi, á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. „Þetta byggir á mjög ítarlegri þarfagreiningu sem upphaflega var unnin á árinu 2008 sem við höfum svo yfirfarið og endurnýjað,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Það hafi sýnt sig að mun hagkvæmara væri fyrir Alþingi að byggja eigið hús í stað þess að leigja húsnæði í námunda við Alþingishúsið. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, bendir á að Alþingi leigi nú rými í öllum húsum við norðurhluta Austurvallar.Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis„Okkar hugmynd er sú að byggja hús sem myndi hýsa meira og minna alla þjónustustarfsemi við þingið. Þarna verða skrifstofur þingmanna, nefndarsvið Alþingis, fundarsalir og eitt og annað slíkt,“ segir Einar. Ekki er stefnt að því að byggja á þingsályktunartillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin afgreiddi á síðasta ári, um að byggingin yrði unnin eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar frá árinu 1916. „Það hafa ýmsir verið með ágætar hugmyndir. Kjarninn í hugmyndum hans hefur auðvitað verið að byggja þarna hús sem væri í samræmi við það sem fyrir er og væri í eðlilegum tengslum við þinghúsið. Alveg eins og skálinn, viðbótin sem tekin var í notkun árið 2002, hún er eins og sjá má í afar nánum og góðum tengslum við þinghúsið,“ segir Helgi. Sigmundur geti því sent inn sína tillögu eins og aðrir. Skilafrestur er til 25. október en sjö milljónir króna verða veittar fyrir vinningstillöguna og heildarverðlaunafé nemur 14 milljónum króna. Vonast er til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og byggingin verði tekin í notkun um áramótin 2019/2020. Miðað hefur verið við að kostnaður við framkvæmdirnar nemi um 2,3 milljörðum.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira