Hækkandi aldur þjóðarinnar þrýstir á frjálst flæði vinnuafls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Hröð öldrun þjóðarinnar næstu áratugi kallar á breytingar á vinnumarkaði með aðstoð stjórnvalda að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/daníel Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu áratugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjölmennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleiðingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönnunarkerfið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnumarkaði.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatryggingafrumvarps húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn innflutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafnvel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heilbrigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlandamet í lögverndun starfa, en lögverndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heilbrigðisgreinum,“ segir Björn. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu áratugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjölmennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleiðingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönnunarkerfið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnumarkaði.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatryggingafrumvarps húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn innflutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafnvel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heilbrigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlandamet í lögverndun starfa, en lögverndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heilbrigðisgreinum,“ segir Björn.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira