Telur rafmagnsbílinn vera raunhæfan kost fyrir fólk í dreifbýli Sveinn Arnarsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Hraðhleðslustöðvum á Akureyri hefur fjölgað á síðustu misserum og gerir rafbílaeigendum auðveldara um vik. Mynd/Óskar Þór Vilhjálmsson „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig fyrsta útilegan verður og hvort ég nái að komast í Varmahlíð með börnin,“ segir Óskar Þór Vilhjálmsson, íbúi í Eyjafirði sem var á leið í sína fyrstu útilegu á rafmagnsbílnum sínum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég fullhleð hann á Akureyri og ég ætti að ná í Varmahlíð í útileguna.“ Óskar Þór býr í Melgerði í Eyjafjarðarsveit, sem er staðsett 32 km sunnan Akureyrar. Hann segir það mjög hagkvæmt fyrir bíleigendur sem þurfa að aka 30-50 kílómetra á dag til vinnu að eiga rafmagnsbíl. Það sé því ekki rétt nálgun að rafmagnsbílar séu aðeins fyrir þá sem búa í þéttbýli og vinni í þéttbýli.Óskar Þór Vilhjálmsson, eigandi rafmagnsbíls í Eyjafirði„Bíllinn er fullhlaðinn þegar ég sest í hann að morgni. Stundum hleð ég hann í vinnunni en ég þarf þess ekki alltaf. Síðan, þegar vinnudegi lýkur, keyri ég heim og ég veit að rafmagnið er nægjanlegt fyrir bónusferð og svo að komast heim,“ segir Óskar Þór. Hann segir einnig mikinn sparnað fólginn í þessu fyrirkomulagi „Við vorum að eyða um hálfri milljón á ári í bensínkostnað en með þessum hætti erum við aðeins að nota brot af því fjármagni í rafmagn. Því hentar þetta gríðarlega vel fyrir fólk sem þarf að keyra nokkra vegalengd til vinnu á hverjum degi.“ Óskar segir það hafa komið sér á óvart hversu gott hafi verið að eiga rafmagnsbílinn að vetri til í Eyjafirði. Veður geta verið válynd og snjóþyngsli oft mikil. „Til að mynda þurfti ég aldrei að skafa af bílnum síðasta vetur. Ég set bílinn í hleðslu við heimkomu og stilli bílinn á að ég þurfi að fara inn í hann um hálf átta að morgni. Þegar ég kem út hefur hann hitað sig, hreinsað af sér snjó og krap og þegar ég sest inn í hann eru sætin heit, stýrið einnig og þetta er í raun allt annað líf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
„Ég er mjög spenntur að sjá hvernig fyrsta útilegan verður og hvort ég nái að komast í Varmahlíð með börnin,“ segir Óskar Þór Vilhjálmsson, íbúi í Eyjafirði sem var á leið í sína fyrstu útilegu á rafmagnsbílnum sínum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég fullhleð hann á Akureyri og ég ætti að ná í Varmahlíð í útileguna.“ Óskar Þór býr í Melgerði í Eyjafjarðarsveit, sem er staðsett 32 km sunnan Akureyrar. Hann segir það mjög hagkvæmt fyrir bíleigendur sem þurfa að aka 30-50 kílómetra á dag til vinnu að eiga rafmagnsbíl. Það sé því ekki rétt nálgun að rafmagnsbílar séu aðeins fyrir þá sem búa í þéttbýli og vinni í þéttbýli.Óskar Þór Vilhjálmsson, eigandi rafmagnsbíls í Eyjafirði„Bíllinn er fullhlaðinn þegar ég sest í hann að morgni. Stundum hleð ég hann í vinnunni en ég þarf þess ekki alltaf. Síðan, þegar vinnudegi lýkur, keyri ég heim og ég veit að rafmagnið er nægjanlegt fyrir bónusferð og svo að komast heim,“ segir Óskar Þór. Hann segir einnig mikinn sparnað fólginn í þessu fyrirkomulagi „Við vorum að eyða um hálfri milljón á ári í bensínkostnað en með þessum hætti erum við aðeins að nota brot af því fjármagni í rafmagn. Því hentar þetta gríðarlega vel fyrir fólk sem þarf að keyra nokkra vegalengd til vinnu á hverjum degi.“ Óskar segir það hafa komið sér á óvart hversu gott hafi verið að eiga rafmagnsbílinn að vetri til í Eyjafirði. Veður geta verið válynd og snjóþyngsli oft mikil. „Til að mynda þurfti ég aldrei að skafa af bílnum síðasta vetur. Ég set bílinn í hleðslu við heimkomu og stilli bílinn á að ég þurfi að fara inn í hann um hálf átta að morgni. Þegar ég kem út hefur hann hitað sig, hreinsað af sér snjó og krap og þegar ég sest inn í hann eru sætin heit, stýrið einnig og þetta er í raun allt annað líf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira