Við viljum öll hjálpa – hjálpum þá! Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 20. júní 2016 07:00 Í dag er Alþjóðlegur dagur flóttafólks, 20. júní. Aldrei í mannkynssögunni hefur fjöldi flóttafólks verið meiri en einmitt nú. Samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna teljast um 60 milljónir einstaklinga til flóttafólks. Þar af eru um 20 milljónir sem hafa neyðst til að yfirgefa heimaland sitt vegna vopnaðra átaka eða ofsókna en 10 milljónir þeirra eru börn. Þetta eru tölur sem þú, lesandi góður, hefur líklega heyrt áður. En á bak við þessar sláandi tölur er fólk, venjulegt fólk eins og ég og þú, fólk sem þráir ekkert annað en friðsamlegt og öruggt umhverfi til að vaxa og dafna, finna hæfileikum sínum farveg og að tryggja börnum sínum eins farsæla framtíð og kostur er á. Venjulegt fólk, í óvenjulegum aðstæðum. En þetta vitum við öll. Í síðasta mánuði birti Amnesty International niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var í 27 löndum. Í ljós kom að um 80% almennings, um allan heim, er hlynntur því að taka á móti flóttafólki. Þetta er yfirgnæfandi meirihluti og engin ástæða til að ætla annað en að afstaða Íslendinga sé á sama veg, þótt við höfum látið lítið að okkur kveða í móttöku flóttafólks (jafnvel miðað við hina frægu höfðatölu). Rétt er þó að fagna því sem vel er gert. Móttaka sýrlensks flóttafólks sem hingað kom í boði stjórnvalda í byrjun árs hefur gengið framar vonum. Fjölskyldurnar, og börnin sérstaklega, vaxa og dafna í því framandi umhverfi sem eyja í Norður-Atlantshafi vafalaust er. Þetta hefur þó ekki gerst af sjálfu sér, heldur hefur kostað mikla og óeigingjarna vinnu margra sjálfboðaliða og sérfræðinga. En betur má ef duga skal og verkefnin framundan eru stór og mikil. Næsta markmið, sem stefna þarf að og ná sem fyrst, er að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks annars vegar og hælisleitenda hins vegar. Fjöldi fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur aldrei verið meiri. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, geta gert miklu betur í málum þeirra sem fá slíka vernd. Margt af því fólki lendir í miklum vanda á vinnu- og húsnæðismarkaði og þarf að líða miklar þrautir við að aðlagast lífinu á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Allir sem búa á Íslandi eiga að hafa jafna möguleika hvaðan sem þeir koma og hver svo sem þeirra staða er. Á því sviði getum við verið öðrum ríkjum fyrirmynd. Fyrir rúmum 30 árum lét ungur tónlistarmaður hafa eftir sér ummæli sem hafa orðið langlíf, sem eiga ef til vill vel við: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Það leikur enginn vafi á því hvað við getum. En nú ættum við að hefjast handa við að gera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegur dagur flóttafólks, 20. júní. Aldrei í mannkynssögunni hefur fjöldi flóttafólks verið meiri en einmitt nú. Samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna teljast um 60 milljónir einstaklinga til flóttafólks. Þar af eru um 20 milljónir sem hafa neyðst til að yfirgefa heimaland sitt vegna vopnaðra átaka eða ofsókna en 10 milljónir þeirra eru börn. Þetta eru tölur sem þú, lesandi góður, hefur líklega heyrt áður. En á bak við þessar sláandi tölur er fólk, venjulegt fólk eins og ég og þú, fólk sem þráir ekkert annað en friðsamlegt og öruggt umhverfi til að vaxa og dafna, finna hæfileikum sínum farveg og að tryggja börnum sínum eins farsæla framtíð og kostur er á. Venjulegt fólk, í óvenjulegum aðstæðum. En þetta vitum við öll. Í síðasta mánuði birti Amnesty International niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var í 27 löndum. Í ljós kom að um 80% almennings, um allan heim, er hlynntur því að taka á móti flóttafólki. Þetta er yfirgnæfandi meirihluti og engin ástæða til að ætla annað en að afstaða Íslendinga sé á sama veg, þótt við höfum látið lítið að okkur kveða í móttöku flóttafólks (jafnvel miðað við hina frægu höfðatölu). Rétt er þó að fagna því sem vel er gert. Móttaka sýrlensks flóttafólks sem hingað kom í boði stjórnvalda í byrjun árs hefur gengið framar vonum. Fjölskyldurnar, og börnin sérstaklega, vaxa og dafna í því framandi umhverfi sem eyja í Norður-Atlantshafi vafalaust er. Þetta hefur þó ekki gerst af sjálfu sér, heldur hefur kostað mikla og óeigingjarna vinnu margra sjálfboðaliða og sérfræðinga. En betur má ef duga skal og verkefnin framundan eru stór og mikil. Næsta markmið, sem stefna þarf að og ná sem fyrst, er að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks annars vegar og hælisleitenda hins vegar. Fjöldi fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur aldrei verið meiri. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, geta gert miklu betur í málum þeirra sem fá slíka vernd. Margt af því fólki lendir í miklum vanda á vinnu- og húsnæðismarkaði og þarf að líða miklar þrautir við að aðlagast lífinu á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Allir sem búa á Íslandi eiga að hafa jafna möguleika hvaðan sem þeir koma og hver svo sem þeirra staða er. Á því sviði getum við verið öðrum ríkjum fyrirmynd. Fyrir rúmum 30 árum lét ungur tónlistarmaður hafa eftir sér ummæli sem hafa orðið langlíf, sem eiga ef til vill vel við: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Það leikur enginn vafi á því hvað við getum. En nú ættum við að hefjast handa við að gera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar