339 atvik um ofbeldi gegn starfsfólki Landspítalans í fyrra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:47 Starfsfólk Landspítalans varð fyrir ofbeldi á næstum því hverjum degi í fyrra. Þriðjungur atvika kom upp á bráðageðdeild spítalans en deildarstjóri segir aukið álag á starfsfólk undanfarin ár geta lækkað þröskuld fyrir því að atvik komi upp. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um fjölda atvika sem skráð væru árlega yfir átök eða ofbeldi sem starfsmenn verða fyrir. Í svari spítalans kemur fram að árið 2008 voru 290 atvik skráð en 317 árið eftir. Næstu ár voru tilkynnt undir 300 atvik en árið 2014 voru þau orðin 319 og svo 339 í fyrra, sem gerir rétt tæplega eitt atvik á dag að meðaltali. Atvikin sem falla hér undir eru mjög ólík, geta verið líkamlegt ofbeldi en einnig að sjúklingur sýni af sér ógnandi hegðun. Þriðjungur atvika á bráðageðdeild Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum verða flest atvikin á bráðamóttöku og geðdeildum spítalans. Á bráðageðdeild voru til að mynda tilkynnt 116 atvik í fyrra, sem er rúmlega þriðjungur allra atvika á spítalanum. Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að þessi fjöldi atvika sé að mestu leyti eðlilegur miðað við þá starfsemi sem þar fer fram. Þó sé hægt að grípa til aðgerða til að fækka þeim, meðal annars að fjölga plássum en nýtingarhlutfall á deildinni hefur farið yfir 100 prósent þegar mest lætur. „Þetta náttúrulega er aukið álag á alla, bæði finna sjúklingarnir fyrir þessu að þeir fá eflaust minni tíma hvers starfsmanns. Þeir fá eðlilega minni þjónustu fyrir vikið. Þetta er álag á starfsfólkið, það er meiri hraði, það er meiri pressa,” segir Eyrún Thorstensen, deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans. Starfsmenn deildarinnar hafi undanfarin ár þurft að hlaupa hraðar til að sinna öllum sjúklingum en spítalinn hafi þó unnið vel úr því fjármagni sem hann hefur. „Við vitum það náttúrulega bara að aukið álag getur auðvitað lækkað þröskuld fyrir því að það verði atvik,” segir Eyrún. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Starfsfólk Landspítalans varð fyrir ofbeldi á næstum því hverjum degi í fyrra. Þriðjungur atvika kom upp á bráðageðdeild spítalans en deildarstjóri segir aukið álag á starfsfólk undanfarin ár geta lækkað þröskuld fyrir því að atvik komi upp. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um fjölda atvika sem skráð væru árlega yfir átök eða ofbeldi sem starfsmenn verða fyrir. Í svari spítalans kemur fram að árið 2008 voru 290 atvik skráð en 317 árið eftir. Næstu ár voru tilkynnt undir 300 atvik en árið 2014 voru þau orðin 319 og svo 339 í fyrra, sem gerir rétt tæplega eitt atvik á dag að meðaltali. Atvikin sem falla hér undir eru mjög ólík, geta verið líkamlegt ofbeldi en einnig að sjúklingur sýni af sér ógnandi hegðun. Þriðjungur atvika á bráðageðdeild Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum verða flest atvikin á bráðamóttöku og geðdeildum spítalans. Á bráðageðdeild voru til að mynda tilkynnt 116 atvik í fyrra, sem er rúmlega þriðjungur allra atvika á spítalanum. Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að þessi fjöldi atvika sé að mestu leyti eðlilegur miðað við þá starfsemi sem þar fer fram. Þó sé hægt að grípa til aðgerða til að fækka þeim, meðal annars að fjölga plássum en nýtingarhlutfall á deildinni hefur farið yfir 100 prósent þegar mest lætur. „Þetta náttúrulega er aukið álag á alla, bæði finna sjúklingarnir fyrir þessu að þeir fá eflaust minni tíma hvers starfsmanns. Þeir fá eðlilega minni þjónustu fyrir vikið. Þetta er álag á starfsfólkið, það er meiri hraði, það er meiri pressa,” segir Eyrún Thorstensen, deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans. Starfsmenn deildarinnar hafi undanfarin ár þurft að hlaupa hraðar til að sinna öllum sjúklingum en spítalinn hafi þó unnið vel úr því fjármagni sem hann hefur. „Við vitum það náttúrulega bara að aukið álag getur auðvitað lækkað þröskuld fyrir því að það verði atvik,” segir Eyrún.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira