Íslendingar þurfa að borga meira fyrir að gera númer tvö en útlendingar Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2016 15:31 Ófremdarástand ríkir í salernismálum í ferðaþjónustunni og skal engan undra, því það er meira en að segja það að reka eins og eina salernisaðstöðu. Magdalena Jónsdóttir hefur yfirumsjá með tjaldstæðinu á Skógum. Hún segir bullandi taprekstur á rekstri salernisaðstöðunnar þar – hún kaupir klósettpappír fyrir 30 þúsund krónur á viku, en það kemur ekki nema tíu þúsund krónur inn uppí þann reikning.Ódýrast fyrir BandaríkjamanninnMynd læðist nú um Facebook þar sem sýnir tilkynningu, hvar kveðið er á um gjald fyrir afnot af salernisaðstöðunni á tjaldstæðinu á Skógum. Þar kostar aðgangur 200 krónur íslenskar, einn bandaríkjadal og eina evru. Ekki þarf annað en fara á forsíðu Vísis, neðarlega er gengi gjaldmiðla og ef settur er inn einn dollari segir sú reiknivél til um að hann sé á genginu 123 krónur, og ein evra er 138 krónur. Þannig er ódýrast fyrir Bandaríkjamanninn að athafna sig á klósettinu, eilítið dýrara fyrir Evrópumanninn en dýrast er það fyrir Íslendinginn.Flestir hlaupa frá klósettgjaldinuMagdalena gefur nú ekki mikið fyrir þessar reiknikúnstir í tengslum við klósettgjaldið, hún kímir og bendir á að það sé nú svo að Kaninn og Evrópubúinn sé líka með íslenskar krónur. „Það er ekkert svoleiðis,“ segir hún spurð um hvort það megi vera að það sé dýrara fyrir innfædda að kúka, en erlenda ferðamenn?Það skiptir kannski ekki öllu máli hvað kostar, það borga hvort sem er fæstir.„Ég hækkaði þetta úr 100 í 200 kall en þetta eru svona þúsund manns sem fara þarna um á dag, þrjú til fjögur hundruð á hvort klósett um sig á dag. Ég er að fá í þessa bauka svona 2000 kall á dag, sem kemur í hvorn bauk. Ef allir, bæði Íslendingar og útlendingar, borguðu þó ekki væri nema hundrað krónur kæmi meira út úr þessu,“ segir Magdalena sem leiðir blaðamann Vísis í allan sannleika um rekstur á almenningssalerni.Bullandi taprekstur á salernisaðstöðunniÞannig er að um frjáls framlög er að ræða, ekki er þarna manneskja sem rukkar. Og grátlega fáir sjá sér fært að borga gjaldið. „Það fara svona fimm til sex stórar klósettrúllur á dag. Ég kaupi klósettpappír fyrir svona 30 þúsund á viku. Það eru svona 10 þúsund krónur sem koma inn á viku.“Lena á Skógum. Hún stjórnar tjaldsvæðinu þar og í mörg horn er að líta.Er þá bara bullandi taprekstur á klósettinu? „Já, eða, ég er náttúrlega að reka tjaldsvæði þarna líka. En, ég fæ ekki inn fyrir pappírnum.“ Þetta virðist þannig ekkert sérstaklega góður „bisness“ en Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri stjórnstöðvar ferðmála sér reyndar viðskiptatækifæri þarna, eins og fram kemur í Viðskiptablaðinu.Þar stendur hnífurinn í kúnniVísir hefur fjallað oft og ítarlega um ófremdarástand í ferðamálaþjónustunni víða um land; fyrir liggur skýrsla þar sem kemur fram að víða sé engri salernisaðstöðu til að dreifa. Og þarna stendur líkast til hnífurinn í kúnni. Fremur vanþakklátt er að bjóða uppá slíka þjónustu. „Mér finnst sjálfsagt að hafa þetta opið,“ segir Magdalena og vísar til þjónustu almennt við ferðamenn. Og hún er að gera sitt besta. Hún fer reglulega á staðinn til að bæta við pappír, það kemur fyrir að hann klárist. „En, ég geri mitt besta. Reyni að hafa þetta eins þokkalegt og hægt er, klósettin þrifin og svoleiðis, en ég get náttúrlega ekki verið þarna allan sólarhringinn.“ Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Túristar einatt frá siðaðari þjóðum en við getum talist Eigandi KúKú Campers segir ýmsa stimpla sig inn sem rasista sem halda því fram á grundvelli þjóðernis að fólk sé skítandi um allar koppagrundir. 14. júní 2016 11:09 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Magdalena Jónsdóttir hefur yfirumsjá með tjaldstæðinu á Skógum. Hún segir bullandi taprekstur á rekstri salernisaðstöðunnar þar – hún kaupir klósettpappír fyrir 30 þúsund krónur á viku, en það kemur ekki nema tíu þúsund krónur inn uppí þann reikning.Ódýrast fyrir BandaríkjamanninnMynd læðist nú um Facebook þar sem sýnir tilkynningu, hvar kveðið er á um gjald fyrir afnot af salernisaðstöðunni á tjaldstæðinu á Skógum. Þar kostar aðgangur 200 krónur íslenskar, einn bandaríkjadal og eina evru. Ekki þarf annað en fara á forsíðu Vísis, neðarlega er gengi gjaldmiðla og ef settur er inn einn dollari segir sú reiknivél til um að hann sé á genginu 123 krónur, og ein evra er 138 krónur. Þannig er ódýrast fyrir Bandaríkjamanninn að athafna sig á klósettinu, eilítið dýrara fyrir Evrópumanninn en dýrast er það fyrir Íslendinginn.Flestir hlaupa frá klósettgjaldinuMagdalena gefur nú ekki mikið fyrir þessar reiknikúnstir í tengslum við klósettgjaldið, hún kímir og bendir á að það sé nú svo að Kaninn og Evrópubúinn sé líka með íslenskar krónur. „Það er ekkert svoleiðis,“ segir hún spurð um hvort það megi vera að það sé dýrara fyrir innfædda að kúka, en erlenda ferðamenn?Það skiptir kannski ekki öllu máli hvað kostar, það borga hvort sem er fæstir.„Ég hækkaði þetta úr 100 í 200 kall en þetta eru svona þúsund manns sem fara þarna um á dag, þrjú til fjögur hundruð á hvort klósett um sig á dag. Ég er að fá í þessa bauka svona 2000 kall á dag, sem kemur í hvorn bauk. Ef allir, bæði Íslendingar og útlendingar, borguðu þó ekki væri nema hundrað krónur kæmi meira út úr þessu,“ segir Magdalena sem leiðir blaðamann Vísis í allan sannleika um rekstur á almenningssalerni.Bullandi taprekstur á salernisaðstöðunniÞannig er að um frjáls framlög er að ræða, ekki er þarna manneskja sem rukkar. Og grátlega fáir sjá sér fært að borga gjaldið. „Það fara svona fimm til sex stórar klósettrúllur á dag. Ég kaupi klósettpappír fyrir svona 30 þúsund á viku. Það eru svona 10 þúsund krónur sem koma inn á viku.“Lena á Skógum. Hún stjórnar tjaldsvæðinu þar og í mörg horn er að líta.Er þá bara bullandi taprekstur á klósettinu? „Já, eða, ég er náttúrlega að reka tjaldsvæði þarna líka. En, ég fæ ekki inn fyrir pappírnum.“ Þetta virðist þannig ekkert sérstaklega góður „bisness“ en Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri stjórnstöðvar ferðmála sér reyndar viðskiptatækifæri þarna, eins og fram kemur í Viðskiptablaðinu.Þar stendur hnífurinn í kúnniVísir hefur fjallað oft og ítarlega um ófremdarástand í ferðamálaþjónustunni víða um land; fyrir liggur skýrsla þar sem kemur fram að víða sé engri salernisaðstöðu til að dreifa. Og þarna stendur líkast til hnífurinn í kúnni. Fremur vanþakklátt er að bjóða uppá slíka þjónustu. „Mér finnst sjálfsagt að hafa þetta opið,“ segir Magdalena og vísar til þjónustu almennt við ferðamenn. Og hún er að gera sitt besta. Hún fer reglulega á staðinn til að bæta við pappír, það kemur fyrir að hann klárist. „En, ég geri mitt besta. Reyni að hafa þetta eins þokkalegt og hægt er, klósettin þrifin og svoleiðis, en ég get náttúrlega ekki verið þarna allan sólarhringinn.“
Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Túristar einatt frá siðaðari þjóðum en við getum talist Eigandi KúKú Campers segir ýmsa stimpla sig inn sem rasista sem halda því fram á grundvelli þjóðernis að fólk sé skítandi um allar koppagrundir. 14. júní 2016 11:09 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34
Túristar einatt frá siðaðari þjóðum en við getum talist Eigandi KúKú Campers segir ýmsa stimpla sig inn sem rasista sem halda því fram á grundvelli þjóðernis að fólk sé skítandi um allar koppagrundir. 14. júní 2016 11:09