Nauðsynlegt að draga úr losun næringarefna í Mývatn Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2016 21:00 Slæmt ástand vatnsins hefur vakið upp spurningar um hvort mannlegir þættir, svo sem innstreymi fráveituvatns, eigi þar hlut að máli og hvort hægt sé að bæta þar úr. Vísir/GVA Rétt er að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfshóps um málefni Mývatns sem skilað hefur verið til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er að finna ábendingar og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins segir að undanfarin tvö ár hafi verið miklir blómar af blábakteríum í Mývatni, sem hafi varað óvenju lengi og hafa neikvæð áhrif á marga þætti í lífríki vatnsins og Laxár. „Slæmt ástand vatnsins hefur vakið upp spurningar um hvort mannlegir þættir, s.s. innstreymi fráveituvatns, eigi þar hlut að máli og hvort hægt sé að bæta þar úr. Umræða um málið var m.a. á Alþingi í maí sl. og óskaði ráðherra eftir skýrslunni í kjölfar hennar. Í skýrslunni kemur m.a. fram að vísindamenn telja að neikvæðar breytingar í lífríki Mývatns bendi til næringarefnaauðgunar. Þótt ekki teljist sannað að slíkt sé helsta orsök vandans sé engu að síður nauðsynlegt að draga úr losun næringarefna á borð við fosfór og nitur í vatnið. Bent er á að þegar séu kröfur um slíkt á grundvelli laga um vernd Mývatns og Laxár. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur brugðist við þeim kröfum m.a. með því að fá tillögu um hreinsun skólps frá þéttbýlinu í Reykjahlíð, en hefur bent á að slíkar lausnir séu dýrar og að erfitt sé fyrir lítið sveitarfélag að standa undir ströngum kröfum um hreinsun fráveituvatns. Í skýrslunni er bent á að krafa um hreinsun fráveituvatns eigi við um fleiri svæði en Reykjahlíð. Því sé rétt að gera heildstæða áætlun um úrbætur í fráveitumálum sem fyrst og vinna eftir henni,“ segir í fréttinni. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði samstarfshópinn 17. maí síðastliðinn og óskaði eftir því að hann skilaði samantekt um ástand mála í Mývatni, orsakir þess vanda sem þar er nú við að búa og hugsanlegar aðgerðir til að bæta þar úr, meðal annars á sviði fráveitumála. Hópinn skipuðu átta fulltrúar frá stofnunum, hagsmuna- og umhverfisverndarsamtökum, Skútustaðahreppi og ráðuneytinu. Í fréttinni kemur fram að tilgangur samantektarinnar sé að aðstoða stjórnvöld við ákvarðanatöku varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins. Ráðherra mun leggja skýrsluna og hugmyndir starfshópsins fram í ríkisstjórn í framhaldinu.Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Tengdar fréttir Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00 Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00 Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. 28. maí 2016 07:00 Kúluskítur finnst á ný í Mývatni „Kúluskítsbörn í Mývatni! Í stormviðrinu undanfarna daga hefur borist dálítið af þörungaló upp á strönd Mývatns við Vagnbrekku." 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Rétt er að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfshóps um málefni Mývatns sem skilað hefur verið til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er að finna ábendingar og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins segir að undanfarin tvö ár hafi verið miklir blómar af blábakteríum í Mývatni, sem hafi varað óvenju lengi og hafa neikvæð áhrif á marga þætti í lífríki vatnsins og Laxár. „Slæmt ástand vatnsins hefur vakið upp spurningar um hvort mannlegir þættir, s.s. innstreymi fráveituvatns, eigi þar hlut að máli og hvort hægt sé að bæta þar úr. Umræða um málið var m.a. á Alþingi í maí sl. og óskaði ráðherra eftir skýrslunni í kjölfar hennar. Í skýrslunni kemur m.a. fram að vísindamenn telja að neikvæðar breytingar í lífríki Mývatns bendi til næringarefnaauðgunar. Þótt ekki teljist sannað að slíkt sé helsta orsök vandans sé engu að síður nauðsynlegt að draga úr losun næringarefna á borð við fosfór og nitur í vatnið. Bent er á að þegar séu kröfur um slíkt á grundvelli laga um vernd Mývatns og Laxár. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur brugðist við þeim kröfum m.a. með því að fá tillögu um hreinsun skólps frá þéttbýlinu í Reykjahlíð, en hefur bent á að slíkar lausnir séu dýrar og að erfitt sé fyrir lítið sveitarfélag að standa undir ströngum kröfum um hreinsun fráveituvatns. Í skýrslunni er bent á að krafa um hreinsun fráveituvatns eigi við um fleiri svæði en Reykjahlíð. Því sé rétt að gera heildstæða áætlun um úrbætur í fráveitumálum sem fyrst og vinna eftir henni,“ segir í fréttinni. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði samstarfshópinn 17. maí síðastliðinn og óskaði eftir því að hann skilaði samantekt um ástand mála í Mývatni, orsakir þess vanda sem þar er nú við að búa og hugsanlegar aðgerðir til að bæta þar úr, meðal annars á sviði fráveitumála. Hópinn skipuðu átta fulltrúar frá stofnunum, hagsmuna- og umhverfisverndarsamtökum, Skútustaðahreppi og ráðuneytinu. Í fréttinni kemur fram að tilgangur samantektarinnar sé að aðstoða stjórnvöld við ákvarðanatöku varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins. Ráðherra mun leggja skýrsluna og hugmyndir starfshópsins fram í ríkisstjórn í framhaldinu.Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Tengdar fréttir Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00 Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00 Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. 28. maí 2016 07:00 Kúluskítur finnst á ný í Mývatni „Kúluskítsbörn í Mývatni! Í stormviðrinu undanfarna daga hefur borist dálítið af þörungaló upp á strönd Mývatns við Vagnbrekku." 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00
Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00
Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. 28. maí 2016 07:00
Kúluskítur finnst á ný í Mývatni „Kúluskítsbörn í Mývatni! Í stormviðrinu undanfarna daga hefur borist dálítið af þörungaló upp á strönd Mývatns við Vagnbrekku." 3. júní 2016 07:00