Nauðsynlegt að draga úr losun næringarefna í Mývatn Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2016 21:00 Slæmt ástand vatnsins hefur vakið upp spurningar um hvort mannlegir þættir, svo sem innstreymi fráveituvatns, eigi þar hlut að máli og hvort hægt sé að bæta þar úr. Vísir/GVA Rétt er að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfshóps um málefni Mývatns sem skilað hefur verið til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er að finna ábendingar og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins segir að undanfarin tvö ár hafi verið miklir blómar af blábakteríum í Mývatni, sem hafi varað óvenju lengi og hafa neikvæð áhrif á marga þætti í lífríki vatnsins og Laxár. „Slæmt ástand vatnsins hefur vakið upp spurningar um hvort mannlegir þættir, s.s. innstreymi fráveituvatns, eigi þar hlut að máli og hvort hægt sé að bæta þar úr. Umræða um málið var m.a. á Alþingi í maí sl. og óskaði ráðherra eftir skýrslunni í kjölfar hennar. Í skýrslunni kemur m.a. fram að vísindamenn telja að neikvæðar breytingar í lífríki Mývatns bendi til næringarefnaauðgunar. Þótt ekki teljist sannað að slíkt sé helsta orsök vandans sé engu að síður nauðsynlegt að draga úr losun næringarefna á borð við fosfór og nitur í vatnið. Bent er á að þegar séu kröfur um slíkt á grundvelli laga um vernd Mývatns og Laxár. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur brugðist við þeim kröfum m.a. með því að fá tillögu um hreinsun skólps frá þéttbýlinu í Reykjahlíð, en hefur bent á að slíkar lausnir séu dýrar og að erfitt sé fyrir lítið sveitarfélag að standa undir ströngum kröfum um hreinsun fráveituvatns. Í skýrslunni er bent á að krafa um hreinsun fráveituvatns eigi við um fleiri svæði en Reykjahlíð. Því sé rétt að gera heildstæða áætlun um úrbætur í fráveitumálum sem fyrst og vinna eftir henni,“ segir í fréttinni. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði samstarfshópinn 17. maí síðastliðinn og óskaði eftir því að hann skilaði samantekt um ástand mála í Mývatni, orsakir þess vanda sem þar er nú við að búa og hugsanlegar aðgerðir til að bæta þar úr, meðal annars á sviði fráveitumála. Hópinn skipuðu átta fulltrúar frá stofnunum, hagsmuna- og umhverfisverndarsamtökum, Skútustaðahreppi og ráðuneytinu. Í fréttinni kemur fram að tilgangur samantektarinnar sé að aðstoða stjórnvöld við ákvarðanatöku varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins. Ráðherra mun leggja skýrsluna og hugmyndir starfshópsins fram í ríkisstjórn í framhaldinu.Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Tengdar fréttir Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00 Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00 Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. 28. maí 2016 07:00 Kúluskítur finnst á ný í Mývatni „Kúluskítsbörn í Mývatni! Í stormviðrinu undanfarna daga hefur borist dálítið af þörungaló upp á strönd Mývatns við Vagnbrekku." 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rétt er að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfshóps um málefni Mývatns sem skilað hefur verið til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er að finna ábendingar og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins segir að undanfarin tvö ár hafi verið miklir blómar af blábakteríum í Mývatni, sem hafi varað óvenju lengi og hafa neikvæð áhrif á marga þætti í lífríki vatnsins og Laxár. „Slæmt ástand vatnsins hefur vakið upp spurningar um hvort mannlegir þættir, s.s. innstreymi fráveituvatns, eigi þar hlut að máli og hvort hægt sé að bæta þar úr. Umræða um málið var m.a. á Alþingi í maí sl. og óskaði ráðherra eftir skýrslunni í kjölfar hennar. Í skýrslunni kemur m.a. fram að vísindamenn telja að neikvæðar breytingar í lífríki Mývatns bendi til næringarefnaauðgunar. Þótt ekki teljist sannað að slíkt sé helsta orsök vandans sé engu að síður nauðsynlegt að draga úr losun næringarefna á borð við fosfór og nitur í vatnið. Bent er á að þegar séu kröfur um slíkt á grundvelli laga um vernd Mývatns og Laxár. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur brugðist við þeim kröfum m.a. með því að fá tillögu um hreinsun skólps frá þéttbýlinu í Reykjahlíð, en hefur bent á að slíkar lausnir séu dýrar og að erfitt sé fyrir lítið sveitarfélag að standa undir ströngum kröfum um hreinsun fráveituvatns. Í skýrslunni er bent á að krafa um hreinsun fráveituvatns eigi við um fleiri svæði en Reykjahlíð. Því sé rétt að gera heildstæða áætlun um úrbætur í fráveitumálum sem fyrst og vinna eftir henni,“ segir í fréttinni. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði samstarfshópinn 17. maí síðastliðinn og óskaði eftir því að hann skilaði samantekt um ástand mála í Mývatni, orsakir þess vanda sem þar er nú við að búa og hugsanlegar aðgerðir til að bæta þar úr, meðal annars á sviði fráveitumála. Hópinn skipuðu átta fulltrúar frá stofnunum, hagsmuna- og umhverfisverndarsamtökum, Skútustaðahreppi og ráðuneytinu. Í fréttinni kemur fram að tilgangur samantektarinnar sé að aðstoða stjórnvöld við ákvarðanatöku varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins. Ráðherra mun leggja skýrsluna og hugmyndir starfshópsins fram í ríkisstjórn í framhaldinu.Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Tengdar fréttir Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00 Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00 Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. 28. maí 2016 07:00 Kúluskítur finnst á ný í Mývatni „Kúluskítsbörn í Mývatni! Í stormviðrinu undanfarna daga hefur borist dálítið af þörungaló upp á strönd Mývatns við Vagnbrekku." 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00
Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00
Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. 28. maí 2016 07:00
Kúluskítur finnst á ný í Mývatni „Kúluskítsbörn í Mývatni! Í stormviðrinu undanfarna daga hefur borist dálítið af þörungaló upp á strönd Mývatns við Vagnbrekku." 3. júní 2016 07:00