Nauðsynlegt að draga úr losun næringarefna í Mývatn Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2016 21:00 Slæmt ástand vatnsins hefur vakið upp spurningar um hvort mannlegir þættir, svo sem innstreymi fráveituvatns, eigi þar hlut að máli og hvort hægt sé að bæta þar úr. Vísir/GVA Rétt er að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfshóps um málefni Mývatns sem skilað hefur verið til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er að finna ábendingar og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins segir að undanfarin tvö ár hafi verið miklir blómar af blábakteríum í Mývatni, sem hafi varað óvenju lengi og hafa neikvæð áhrif á marga þætti í lífríki vatnsins og Laxár. „Slæmt ástand vatnsins hefur vakið upp spurningar um hvort mannlegir þættir, s.s. innstreymi fráveituvatns, eigi þar hlut að máli og hvort hægt sé að bæta þar úr. Umræða um málið var m.a. á Alþingi í maí sl. og óskaði ráðherra eftir skýrslunni í kjölfar hennar. Í skýrslunni kemur m.a. fram að vísindamenn telja að neikvæðar breytingar í lífríki Mývatns bendi til næringarefnaauðgunar. Þótt ekki teljist sannað að slíkt sé helsta orsök vandans sé engu að síður nauðsynlegt að draga úr losun næringarefna á borð við fosfór og nitur í vatnið. Bent er á að þegar séu kröfur um slíkt á grundvelli laga um vernd Mývatns og Laxár. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur brugðist við þeim kröfum m.a. með því að fá tillögu um hreinsun skólps frá þéttbýlinu í Reykjahlíð, en hefur bent á að slíkar lausnir séu dýrar og að erfitt sé fyrir lítið sveitarfélag að standa undir ströngum kröfum um hreinsun fráveituvatns. Í skýrslunni er bent á að krafa um hreinsun fráveituvatns eigi við um fleiri svæði en Reykjahlíð. Því sé rétt að gera heildstæða áætlun um úrbætur í fráveitumálum sem fyrst og vinna eftir henni,“ segir í fréttinni. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði samstarfshópinn 17. maí síðastliðinn og óskaði eftir því að hann skilaði samantekt um ástand mála í Mývatni, orsakir þess vanda sem þar er nú við að búa og hugsanlegar aðgerðir til að bæta þar úr, meðal annars á sviði fráveitumála. Hópinn skipuðu átta fulltrúar frá stofnunum, hagsmuna- og umhverfisverndarsamtökum, Skútustaðahreppi og ráðuneytinu. Í fréttinni kemur fram að tilgangur samantektarinnar sé að aðstoða stjórnvöld við ákvarðanatöku varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins. Ráðherra mun leggja skýrsluna og hugmyndir starfshópsins fram í ríkisstjórn í framhaldinu.Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Tengdar fréttir Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00 Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00 Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. 28. maí 2016 07:00 Kúluskítur finnst á ný í Mývatni „Kúluskítsbörn í Mývatni! Í stormviðrinu undanfarna daga hefur borist dálítið af þörungaló upp á strönd Mývatns við Vagnbrekku." 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Rétt er að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfshóps um málefni Mývatns sem skilað hefur verið til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er að finna ábendingar og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins segir að undanfarin tvö ár hafi verið miklir blómar af blábakteríum í Mývatni, sem hafi varað óvenju lengi og hafa neikvæð áhrif á marga þætti í lífríki vatnsins og Laxár. „Slæmt ástand vatnsins hefur vakið upp spurningar um hvort mannlegir þættir, s.s. innstreymi fráveituvatns, eigi þar hlut að máli og hvort hægt sé að bæta þar úr. Umræða um málið var m.a. á Alþingi í maí sl. og óskaði ráðherra eftir skýrslunni í kjölfar hennar. Í skýrslunni kemur m.a. fram að vísindamenn telja að neikvæðar breytingar í lífríki Mývatns bendi til næringarefnaauðgunar. Þótt ekki teljist sannað að slíkt sé helsta orsök vandans sé engu að síður nauðsynlegt að draga úr losun næringarefna á borð við fosfór og nitur í vatnið. Bent er á að þegar séu kröfur um slíkt á grundvelli laga um vernd Mývatns og Laxár. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur brugðist við þeim kröfum m.a. með því að fá tillögu um hreinsun skólps frá þéttbýlinu í Reykjahlíð, en hefur bent á að slíkar lausnir séu dýrar og að erfitt sé fyrir lítið sveitarfélag að standa undir ströngum kröfum um hreinsun fráveituvatns. Í skýrslunni er bent á að krafa um hreinsun fráveituvatns eigi við um fleiri svæði en Reykjahlíð. Því sé rétt að gera heildstæða áætlun um úrbætur í fráveitumálum sem fyrst og vinna eftir henni,“ segir í fréttinni. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði samstarfshópinn 17. maí síðastliðinn og óskaði eftir því að hann skilaði samantekt um ástand mála í Mývatni, orsakir þess vanda sem þar er nú við að búa og hugsanlegar aðgerðir til að bæta þar úr, meðal annars á sviði fráveitumála. Hópinn skipuðu átta fulltrúar frá stofnunum, hagsmuna- og umhverfisverndarsamtökum, Skútustaðahreppi og ráðuneytinu. Í fréttinni kemur fram að tilgangur samantektarinnar sé að aðstoða stjórnvöld við ákvarðanatöku varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins. Ráðherra mun leggja skýrsluna og hugmyndir starfshópsins fram í ríkisstjórn í framhaldinu.Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Tengdar fréttir Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00 Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00 Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. 28. maí 2016 07:00 Kúluskítur finnst á ný í Mývatni „Kúluskítsbörn í Mývatni! Í stormviðrinu undanfarna daga hefur borist dálítið af þörungaló upp á strönd Mývatns við Vagnbrekku." 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00
Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00
Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. 28. maí 2016 07:00
Kúluskítur finnst á ný í Mývatni „Kúluskítsbörn í Mývatni! Í stormviðrinu undanfarna daga hefur borist dálítið af þörungaló upp á strönd Mývatns við Vagnbrekku." 3. júní 2016 07:00