Vara við góðgerðarsölu á trjám frá Afríku Sveinn Arnarson skrifar 21. júní 2016 09:25 Skjáskot af heimasíðu globetree.com. Skjáskot/globetree.com Íslensk kona hefur boðið öðrum konum að fjárfesta í trjám í Afríku og fá fjárhæðina greidda margfalt til baka í formi arðgreiðslna á 20 árum. Hún segir ekkert óeðlilegt við fyrirtækið. Býður konum upp á kennslu í fjármálalæsi en í lok fyrirlestrarins býður hún upp á þessi kostakjör. Eigandi fyrirtækisins hefur áður verið viðriðinn pýramídasvindl. Í hópnum Góða systir bauð Þórdís Viðarsdóttir öllum að mæta í kennslu í fjármálalæsi þeim að kostnaðarlausu. Í lok kennslunnar bendir Þórdís á þá lausn að fjárfesta í trjám í Afríku. Það gengur þannig fyrir sig, að í gegnum fyrirtækið Better Globe sem staðsett er í Noregi, kaupir þú tré fyrir 17 evrur. Fyrirtækið tryggir að eigandi trésins fái til baka á næstu 20 árum rúmar 200 evrur eða tólfföldun höfuðstólsins. Fundirnir voru konunum að kostnaðarlausu en í haust verða framhaldsaðalfundir með lögfræðingi og þá munu aðstandendur fundarins rukka inn á fundina. Eigandi fyrirtækisins Better Globe er Rino Solberg, sem var viðriðinn pýramídasvindl fyrirtækisins Green Planet. Hann hefur áður hafnað því að fyrirtækið sé pýramídasvindl en neitað að sýna hvernig fyrirtækið sé uppbyggt. Þórdís Viðarsdóttir hefur stýrt fundunum á Íslandi. „Má ég ekki hafa kennslu heima hjá mér og segja frá og benda fólki á að það eigi möguleika á því að fjárfesta í trjám. Lífeyrissjóðir eru að fjárfesta í trjám,“ segir Þórdís. „Við þurfum að bjarga jörðinni og benda á þetta og byggja upp Afríku.“Teitur Atlason, varaformaður NeytendasamtakannaTeitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart svindlurum. Sé eitthvað boð of gott til að vera satt, er það oftast raunin. „Það eru svindlarar alls staðar, líka á netinu og í hópnum Góða systir. Við verðum að vera á varðbergi gagnvart svindlurum alls staðar. Þarna er verið að blanda saman hjálparstarfi og pýramídasvindli og ómerkilegra verður það varla,“ segir Teitur. Bendir hann fólki á að hafa samband við Neytendasamtökin og leita réttar síns. „Líklegt er að fólk sjái það fjármagn aldrei aftur sem það hefur lagt í svona starfsemi.“ Þórdís segist vera að gera þetta í sjálfboðaliðastarfsemi og af hreinni hugsjón. Þegar hún er spurð að því hvort hún hagnist af því fjárhagslega að fá aðra til að fjárfesta í trjám í gegnum fyrirtækið segir hún það hennar einkamál. „Það kemur þér bara ekkert við. Þeir sem vinna á Fréttablaðinu, Eimskip og hjá ríkinu, þetta eru allt pýramídar svo það er enginn munur á þessu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Íslensk kona hefur boðið öðrum konum að fjárfesta í trjám í Afríku og fá fjárhæðina greidda margfalt til baka í formi arðgreiðslna á 20 árum. Hún segir ekkert óeðlilegt við fyrirtækið. Býður konum upp á kennslu í fjármálalæsi en í lok fyrirlestrarins býður hún upp á þessi kostakjör. Eigandi fyrirtækisins hefur áður verið viðriðinn pýramídasvindl. Í hópnum Góða systir bauð Þórdís Viðarsdóttir öllum að mæta í kennslu í fjármálalæsi þeim að kostnaðarlausu. Í lok kennslunnar bendir Þórdís á þá lausn að fjárfesta í trjám í Afríku. Það gengur þannig fyrir sig, að í gegnum fyrirtækið Better Globe sem staðsett er í Noregi, kaupir þú tré fyrir 17 evrur. Fyrirtækið tryggir að eigandi trésins fái til baka á næstu 20 árum rúmar 200 evrur eða tólfföldun höfuðstólsins. Fundirnir voru konunum að kostnaðarlausu en í haust verða framhaldsaðalfundir með lögfræðingi og þá munu aðstandendur fundarins rukka inn á fundina. Eigandi fyrirtækisins Better Globe er Rino Solberg, sem var viðriðinn pýramídasvindl fyrirtækisins Green Planet. Hann hefur áður hafnað því að fyrirtækið sé pýramídasvindl en neitað að sýna hvernig fyrirtækið sé uppbyggt. Þórdís Viðarsdóttir hefur stýrt fundunum á Íslandi. „Má ég ekki hafa kennslu heima hjá mér og segja frá og benda fólki á að það eigi möguleika á því að fjárfesta í trjám. Lífeyrissjóðir eru að fjárfesta í trjám,“ segir Þórdís. „Við þurfum að bjarga jörðinni og benda á þetta og byggja upp Afríku.“Teitur Atlason, varaformaður NeytendasamtakannaTeitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart svindlurum. Sé eitthvað boð of gott til að vera satt, er það oftast raunin. „Það eru svindlarar alls staðar, líka á netinu og í hópnum Góða systir. Við verðum að vera á varðbergi gagnvart svindlurum alls staðar. Þarna er verið að blanda saman hjálparstarfi og pýramídasvindli og ómerkilegra verður það varla,“ segir Teitur. Bendir hann fólki á að hafa samband við Neytendasamtökin og leita réttar síns. „Líklegt er að fólk sjái það fjármagn aldrei aftur sem það hefur lagt í svona starfsemi.“ Þórdís segist vera að gera þetta í sjálfboðaliðastarfsemi og af hreinni hugsjón. Þegar hún er spurð að því hvort hún hagnist af því fjárhagslega að fá aðra til að fjárfesta í trjám í gegnum fyrirtækið segir hún það hennar einkamál. „Það kemur þér bara ekkert við. Þeir sem vinna á Fréttablaðinu, Eimskip og hjá ríkinu, þetta eru allt pýramídar svo það er enginn munur á þessu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira