Vara við góðgerðarsölu á trjám frá Afríku Sveinn Arnarson skrifar 21. júní 2016 09:25 Skjáskot af heimasíðu globetree.com. Skjáskot/globetree.com Íslensk kona hefur boðið öðrum konum að fjárfesta í trjám í Afríku og fá fjárhæðina greidda margfalt til baka í formi arðgreiðslna á 20 árum. Hún segir ekkert óeðlilegt við fyrirtækið. Býður konum upp á kennslu í fjármálalæsi en í lok fyrirlestrarins býður hún upp á þessi kostakjör. Eigandi fyrirtækisins hefur áður verið viðriðinn pýramídasvindl. Í hópnum Góða systir bauð Þórdís Viðarsdóttir öllum að mæta í kennslu í fjármálalæsi þeim að kostnaðarlausu. Í lok kennslunnar bendir Þórdís á þá lausn að fjárfesta í trjám í Afríku. Það gengur þannig fyrir sig, að í gegnum fyrirtækið Better Globe sem staðsett er í Noregi, kaupir þú tré fyrir 17 evrur. Fyrirtækið tryggir að eigandi trésins fái til baka á næstu 20 árum rúmar 200 evrur eða tólfföldun höfuðstólsins. Fundirnir voru konunum að kostnaðarlausu en í haust verða framhaldsaðalfundir með lögfræðingi og þá munu aðstandendur fundarins rukka inn á fundina. Eigandi fyrirtækisins Better Globe er Rino Solberg, sem var viðriðinn pýramídasvindl fyrirtækisins Green Planet. Hann hefur áður hafnað því að fyrirtækið sé pýramídasvindl en neitað að sýna hvernig fyrirtækið sé uppbyggt. Þórdís Viðarsdóttir hefur stýrt fundunum á Íslandi. „Má ég ekki hafa kennslu heima hjá mér og segja frá og benda fólki á að það eigi möguleika á því að fjárfesta í trjám. Lífeyrissjóðir eru að fjárfesta í trjám,“ segir Þórdís. „Við þurfum að bjarga jörðinni og benda á þetta og byggja upp Afríku.“Teitur Atlason, varaformaður NeytendasamtakannaTeitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart svindlurum. Sé eitthvað boð of gott til að vera satt, er það oftast raunin. „Það eru svindlarar alls staðar, líka á netinu og í hópnum Góða systir. Við verðum að vera á varðbergi gagnvart svindlurum alls staðar. Þarna er verið að blanda saman hjálparstarfi og pýramídasvindli og ómerkilegra verður það varla,“ segir Teitur. Bendir hann fólki á að hafa samband við Neytendasamtökin og leita réttar síns. „Líklegt er að fólk sjái það fjármagn aldrei aftur sem það hefur lagt í svona starfsemi.“ Þórdís segist vera að gera þetta í sjálfboðaliðastarfsemi og af hreinni hugsjón. Þegar hún er spurð að því hvort hún hagnist af því fjárhagslega að fá aðra til að fjárfesta í trjám í gegnum fyrirtækið segir hún það hennar einkamál. „Það kemur þér bara ekkert við. Þeir sem vinna á Fréttablaðinu, Eimskip og hjá ríkinu, þetta eru allt pýramídar svo það er enginn munur á þessu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Íslensk kona hefur boðið öðrum konum að fjárfesta í trjám í Afríku og fá fjárhæðina greidda margfalt til baka í formi arðgreiðslna á 20 árum. Hún segir ekkert óeðlilegt við fyrirtækið. Býður konum upp á kennslu í fjármálalæsi en í lok fyrirlestrarins býður hún upp á þessi kostakjör. Eigandi fyrirtækisins hefur áður verið viðriðinn pýramídasvindl. Í hópnum Góða systir bauð Þórdís Viðarsdóttir öllum að mæta í kennslu í fjármálalæsi þeim að kostnaðarlausu. Í lok kennslunnar bendir Þórdís á þá lausn að fjárfesta í trjám í Afríku. Það gengur þannig fyrir sig, að í gegnum fyrirtækið Better Globe sem staðsett er í Noregi, kaupir þú tré fyrir 17 evrur. Fyrirtækið tryggir að eigandi trésins fái til baka á næstu 20 árum rúmar 200 evrur eða tólfföldun höfuðstólsins. Fundirnir voru konunum að kostnaðarlausu en í haust verða framhaldsaðalfundir með lögfræðingi og þá munu aðstandendur fundarins rukka inn á fundina. Eigandi fyrirtækisins Better Globe er Rino Solberg, sem var viðriðinn pýramídasvindl fyrirtækisins Green Planet. Hann hefur áður hafnað því að fyrirtækið sé pýramídasvindl en neitað að sýna hvernig fyrirtækið sé uppbyggt. Þórdís Viðarsdóttir hefur stýrt fundunum á Íslandi. „Má ég ekki hafa kennslu heima hjá mér og segja frá og benda fólki á að það eigi möguleika á því að fjárfesta í trjám. Lífeyrissjóðir eru að fjárfesta í trjám,“ segir Þórdís. „Við þurfum að bjarga jörðinni og benda á þetta og byggja upp Afríku.“Teitur Atlason, varaformaður NeytendasamtakannaTeitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart svindlurum. Sé eitthvað boð of gott til að vera satt, er það oftast raunin. „Það eru svindlarar alls staðar, líka á netinu og í hópnum Góða systir. Við verðum að vera á varðbergi gagnvart svindlurum alls staðar. Þarna er verið að blanda saman hjálparstarfi og pýramídasvindli og ómerkilegra verður það varla,“ segir Teitur. Bendir hann fólki á að hafa samband við Neytendasamtökin og leita réttar síns. „Líklegt er að fólk sjái það fjármagn aldrei aftur sem það hefur lagt í svona starfsemi.“ Þórdís segist vera að gera þetta í sjálfboðaliðastarfsemi og af hreinni hugsjón. Þegar hún er spurð að því hvort hún hagnist af því fjárhagslega að fá aðra til að fjárfesta í trjám í gegnum fyrirtækið segir hún það hennar einkamál. „Það kemur þér bara ekkert við. Þeir sem vinna á Fréttablaðinu, Eimskip og hjá ríkinu, þetta eru allt pýramídar svo það er enginn munur á þessu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira