Grípa þarf strax til aðgerða við Mývatn til bjargar lífríki Svavar Hávarðsson skrifar 22. júní 2016 06:00 Nægar upplýsingar liggja fyrir til að undirbúa aðgerðir við Mývatn. vísir/vilhelm Nauðsynlegt er að draga úr losun næringarefna í Mývatn, þó ósannað sé að losun þeirra sé helsta orsök þess vanda sem lífríki vatnsins er í. Lög og reglur um vernd Mývatns og Laxár duga til. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu þarf að hreinsa fráveituvatn til að minnka álag á vatnið. Samstarfshópur um málefni Mývatns skilaði skýrslu um liðna helgi með ábendingum og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í skýrslunni segir m.a. að rétt sé að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Þar segir jafnframt að líta þarf til varúðarreglunnar í þessu samhengi, en röksemdin að baki varúðarreglunni er óvissa, í flestum tilvikum vísindaleg óvissa og skortur á upplýsingum, um hvort ákveðnar aðgerðir eða eftir atvikum aðgerðaleysi muni hafa óæskileg áhrif á umhverfið. Í skýrslunni er með ítarlegum hætti fjallað um ástandið sem hefur verið í fréttum bróðurpartinn af þessu ári. Óvissu um losun næringarefna af manna völdum, en jafnframt þá staðreynd að Mývatn er þannig gert af náttúrunnar hendi að lítil röskun á næringarefnasamsetningu getur verið nóg til að valda miklum breytingum. Óháð neikvæðri þróun á lífríki Mývatns þarf að taka fráveitumál Skútustaðahrepps til sérstakrar skoðunar, og vart hjá því komist að þar stígi ríkisvaldið inn í skyldur sveitarfélagsins sem hefur ekki bolmagn til að standa undir breytingum sem bundnar eru í lög. Þá segir að rétt sé að skoða aðrar aðgerðir til að draga úr innstreymi næringarefna, einkum frá landbúnaði og landgræðslu, t.d. með ráðgjöf um áburðargjöf til að tryggja að þau næringarefni berist síður í vatnið. Þá segir: „Brýnt er að víðtæk greining á lausnum í fráveitumálum taki eins skamman tíma og unnt er. Starfshópurinn telur þó að betra sé að skoða vandann og lausnir í stærra samhengi en að hefjast handa við fráveituframkvæmdir í Reykjahlíð strax í sumar. […] Gott er að ná niðurstöðu um fjármögnun átaks í fráveitumálum við Mývatn sem fyrst svo hægt sé að gera ráð fyrir verulegum framkvæmdum í Reykjahlíð á árinu 2017.“ Nauðsynlegt er að efla rannsóknir og vöktun á Mývatni og Laxá, og í skýrslunni er að finna langan lista sem fellur undir þetta atriði. Efla þarf fræðslu til íbúa og ferðamanna, sem talin er skjótvirk leið til að halda áhrifum manna á vatnið í lágmarki. Í framhaldinu mun Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, leggja skýrsluna og hugmyndir starfshópsins fram í ríkisstjórn.Mývatn – flókið og sveiflukenntSíðustu tvö sumur hafa verið miklir blómar af blábakteríum, en þá urðu stórir hlutar Mývatns og Laxár græn- og brúnlitaðir og skyggni í vatninu lítið sem ekkert. Botngróður í meginhluta vatnsins hefur því horfið að mestu á undanförnum árum. Meðal annars hefur vaxtarsvæði kúluskíts rýrnað svo mjög að hann finnst varla lengur í vatninu. Viðkomubrestur hefur verið hjá bleikju í Mývatni frá 2000 svo að hún má teljast í útrýmingarhættu. Vistkerfi Mývatns er flókið, síkvikt og sveiflukennt, sem gerir erfitt um vik að greina frumorsakir breytinganna. Á það bæði við um breytingar sem hafa verið í gangi um langan tíma, s.s. samdrátt í botngróðri og bleikjustofni og þær sem hafa vakið sérstaka athygli á allra síðustu árum, s.s. mikla blábakteríublóma og fækkun hornsíla. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum við að fá of mikið af næringarefnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira
Nauðsynlegt er að draga úr losun næringarefna í Mývatn, þó ósannað sé að losun þeirra sé helsta orsök þess vanda sem lífríki vatnsins er í. Lög og reglur um vernd Mývatns og Laxár duga til. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu þarf að hreinsa fráveituvatn til að minnka álag á vatnið. Samstarfshópur um málefni Mývatns skilaði skýrslu um liðna helgi með ábendingum og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í skýrslunni segir m.a. að rétt sé að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Þar segir jafnframt að líta þarf til varúðarreglunnar í þessu samhengi, en röksemdin að baki varúðarreglunni er óvissa, í flestum tilvikum vísindaleg óvissa og skortur á upplýsingum, um hvort ákveðnar aðgerðir eða eftir atvikum aðgerðaleysi muni hafa óæskileg áhrif á umhverfið. Í skýrslunni er með ítarlegum hætti fjallað um ástandið sem hefur verið í fréttum bróðurpartinn af þessu ári. Óvissu um losun næringarefna af manna völdum, en jafnframt þá staðreynd að Mývatn er þannig gert af náttúrunnar hendi að lítil röskun á næringarefnasamsetningu getur verið nóg til að valda miklum breytingum. Óháð neikvæðri þróun á lífríki Mývatns þarf að taka fráveitumál Skútustaðahrepps til sérstakrar skoðunar, og vart hjá því komist að þar stígi ríkisvaldið inn í skyldur sveitarfélagsins sem hefur ekki bolmagn til að standa undir breytingum sem bundnar eru í lög. Þá segir að rétt sé að skoða aðrar aðgerðir til að draga úr innstreymi næringarefna, einkum frá landbúnaði og landgræðslu, t.d. með ráðgjöf um áburðargjöf til að tryggja að þau næringarefni berist síður í vatnið. Þá segir: „Brýnt er að víðtæk greining á lausnum í fráveitumálum taki eins skamman tíma og unnt er. Starfshópurinn telur þó að betra sé að skoða vandann og lausnir í stærra samhengi en að hefjast handa við fráveituframkvæmdir í Reykjahlíð strax í sumar. […] Gott er að ná niðurstöðu um fjármögnun átaks í fráveitumálum við Mývatn sem fyrst svo hægt sé að gera ráð fyrir verulegum framkvæmdum í Reykjahlíð á árinu 2017.“ Nauðsynlegt er að efla rannsóknir og vöktun á Mývatni og Laxá, og í skýrslunni er að finna langan lista sem fellur undir þetta atriði. Efla þarf fræðslu til íbúa og ferðamanna, sem talin er skjótvirk leið til að halda áhrifum manna á vatnið í lágmarki. Í framhaldinu mun Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, leggja skýrsluna og hugmyndir starfshópsins fram í ríkisstjórn.Mývatn – flókið og sveiflukenntSíðustu tvö sumur hafa verið miklir blómar af blábakteríum, en þá urðu stórir hlutar Mývatns og Laxár græn- og brúnlitaðir og skyggni í vatninu lítið sem ekkert. Botngróður í meginhluta vatnsins hefur því horfið að mestu á undanförnum árum. Meðal annars hefur vaxtarsvæði kúluskíts rýrnað svo mjög að hann finnst varla lengur í vatninu. Viðkomubrestur hefur verið hjá bleikju í Mývatni frá 2000 svo að hún má teljast í útrýmingarhættu. Vistkerfi Mývatns er flókið, síkvikt og sveiflukennt, sem gerir erfitt um vik að greina frumorsakir breytinganna. Á það bæði við um breytingar sem hafa verið í gangi um langan tíma, s.s. samdrátt í botngróðri og bleikjustofni og þær sem hafa vakið sérstaka athygli á allra síðustu árum, s.s. mikla blábakteríublóma og fækkun hornsíla. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum við að fá of mikið af næringarefnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira