Fara eftir reglum eða bjarga mannslífi? Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Jón hefur rétt á að hætta reykköfun og sjúkraflutningum vegna aldurs en gerir það ekki vegna manneklu. vísir/hanna „Já, allur hópurinn finnur fyrir auknu álagi,“ segir Jón Pétursson, formaður fagdeildar slökkviliðsmanna hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hann hefur starfað sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður í 32 ár og segir ástandið hafa verið slæmt um nokkurn tíma en það fari versnandi. „Fjölgun sjúkraflutninga kemur þar inn. Í raun er slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sjúkrabílaþjónusta með slökkviívafi í dag. Það kemur niður á slökkvistarfinu,“ segir hann. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að fækka eigi starfsmönnum slökkviliðsins í sumar til að standast fjárhagsáætlun. Jón segir niðurskurðinn löngu vera kominn yfir öll sársaukamörk. Fáliðun valdi álagi, ekki síst á ögurstundu. „Þegar sjúkrabíll fer út þá erum við tveimur færri á stöðinni þannig að það kemur oft og iðulega fyrir að stöðvar séu mannlausar eða mannaðar einum varðstjóra. Það þýðir að við getum verið illa í stakk búin til að takast á við bráð tilfelli eins og eldsvoða.“Beðið eftir mannskap Jón tekur dæmi um eldsvoða í bílskúr við Snorrabraut í síðustu viku. Þá þurfti að kalla út þrjá dælubíla frá þremur stöðvum, ekki til að ráða við eldinn heldur til að safna nægilegum mannafla fyrir reykköfun.Vísir/Stefán „Tveir slökkviliðsmenn frá Skógarhlíð voru mættir fyrstir á staðinn. Þeir fengu að vita að það væri hugsanlega manneskja inni í bílskúrnum. En þeir gátu ekki farið í reykköfun þar sem þeir voru bara tveir. Það þurfa að lágmarki tveir að fara saman inn og svo þarf mannskapur að vera fyrir utan til að leiðbeina, eiga í samskiptum, passa búnaðinn og tryggja að reykkafarar verði ekki vatnslausir.“ Vegna þessa þurftu mennirnir tveir að bíða eftir fleiri bílum án þess að geta farið inn og athugað með fólk. Jón segir það valda bæði álagi og togstreitu í slökkviliðsmönnum. „Sem betur fer kom í ljós að enginn var inni. En í hvaða aðstöðu er verið að setja menn? Þeir koma vanbúnir í björgun. Segjum að allt sé öskrandi vitlaust fyrir utan og einhver er í hættu inni. Hvað gerir þú, sem björgunarmaður? Þú reynir hugsanlega að fara einn inn. Það þýðir að ef eitthvað kemur fyrir þá berð þú ábyrgðina því þú fórst ekki eftir reglum. Segjum að þú deyir, hvað segir tryggingafélagið? Og hvað með afkomu fjölskyldunnar?“ Jón segir að slökkviliðsmenn vilji ekki standa frammi fyrir svona aðstæðum, að þurfa að velja á milli þess að fara eftir reglunum eða bjarga lífi. „Þetta er ekki þægileg vitneskja, að vita að við erum reglulega mjög vanbúnir til þess að takast á við alvarleg tilfelli sem koma upp, sem er lífsbjörgun. Þetta ástand er tifandi tímasprengja.“Jón segir álagið ekki síst felast í vitneskjunni um að slökkviliðið sé vanbúið.vísir/hannaHelmingi færri í eftirliti Samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum hefur eldvarnaeftirlitsmönnum fækkað um helming síðastliðin tvö ár hjá slökkviliðinu og ekki hægt að ráða menn til starfa á þessu ári sökum þröngrar fjárhagsstöðu. „Eldvarnaeftirlitið er laskað. Það vantar margfalt fleiri í það miðað við það sem gengur og gerist í borgum erlendis,“ segir Jón og bætir við að öflugt eldvarnaeftirlit fækki brunum og minnki tjón. „Þetta er ekki ásættanlegt fyrir okkur en ekki heldur hinn almenna borgara. Það er engin spurning að þetta eykur hættu á eignatjóni en númer eitt þá lýtur þetta að sjálfsögðu að öryggi.“Flótti úr stéttinni Þessar erfiðu aðstæður hafa sett sitt mark á stéttina á undanförnum árum. „Við erum að missa fólk úr stéttinni. Í dag er lítið sem heldur fólki í starfinu. Áður fyrr reyndi fólk að horfa á einhverja góða punkta þegar á móti blés. Nú þarf svo lítið til að fólk fari.“ Ein afleiðing er að stéttin er að eldast hratt. „Það er sannarlega gott að hafa reynsluna en nú er svo komið að margir menn hafa unnið sér inn ákveðin réttindi. Ég er til dæmis 57 ára gamall. Það veitir mér rétt til að hætta reykköfun og hætta sem sjúkraflutningamaður. En ég geri það ekki. Það er ekki hægt út af mönnuninni, ég finn hreinlega til ábyrgðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skorið inn að beini hjá slökkviliðinu Fækkun starfsmanna og fleiri verkefni hafa aukið álag á þá og getur skapað hættu. Dæmi um að of fáir menn séu á hverjum bíl svo bíða þarf eftir næsta bíl til að sinna reykköfun. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
„Já, allur hópurinn finnur fyrir auknu álagi,“ segir Jón Pétursson, formaður fagdeildar slökkviliðsmanna hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hann hefur starfað sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður í 32 ár og segir ástandið hafa verið slæmt um nokkurn tíma en það fari versnandi. „Fjölgun sjúkraflutninga kemur þar inn. Í raun er slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sjúkrabílaþjónusta með slökkviívafi í dag. Það kemur niður á slökkvistarfinu,“ segir hann. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að fækka eigi starfsmönnum slökkviliðsins í sumar til að standast fjárhagsáætlun. Jón segir niðurskurðinn löngu vera kominn yfir öll sársaukamörk. Fáliðun valdi álagi, ekki síst á ögurstundu. „Þegar sjúkrabíll fer út þá erum við tveimur færri á stöðinni þannig að það kemur oft og iðulega fyrir að stöðvar séu mannlausar eða mannaðar einum varðstjóra. Það þýðir að við getum verið illa í stakk búin til að takast á við bráð tilfelli eins og eldsvoða.“Beðið eftir mannskap Jón tekur dæmi um eldsvoða í bílskúr við Snorrabraut í síðustu viku. Þá þurfti að kalla út þrjá dælubíla frá þremur stöðvum, ekki til að ráða við eldinn heldur til að safna nægilegum mannafla fyrir reykköfun.Vísir/Stefán „Tveir slökkviliðsmenn frá Skógarhlíð voru mættir fyrstir á staðinn. Þeir fengu að vita að það væri hugsanlega manneskja inni í bílskúrnum. En þeir gátu ekki farið í reykköfun þar sem þeir voru bara tveir. Það þurfa að lágmarki tveir að fara saman inn og svo þarf mannskapur að vera fyrir utan til að leiðbeina, eiga í samskiptum, passa búnaðinn og tryggja að reykkafarar verði ekki vatnslausir.“ Vegna þessa þurftu mennirnir tveir að bíða eftir fleiri bílum án þess að geta farið inn og athugað með fólk. Jón segir það valda bæði álagi og togstreitu í slökkviliðsmönnum. „Sem betur fer kom í ljós að enginn var inni. En í hvaða aðstöðu er verið að setja menn? Þeir koma vanbúnir í björgun. Segjum að allt sé öskrandi vitlaust fyrir utan og einhver er í hættu inni. Hvað gerir þú, sem björgunarmaður? Þú reynir hugsanlega að fara einn inn. Það þýðir að ef eitthvað kemur fyrir þá berð þú ábyrgðina því þú fórst ekki eftir reglum. Segjum að þú deyir, hvað segir tryggingafélagið? Og hvað með afkomu fjölskyldunnar?“ Jón segir að slökkviliðsmenn vilji ekki standa frammi fyrir svona aðstæðum, að þurfa að velja á milli þess að fara eftir reglunum eða bjarga lífi. „Þetta er ekki þægileg vitneskja, að vita að við erum reglulega mjög vanbúnir til þess að takast á við alvarleg tilfelli sem koma upp, sem er lífsbjörgun. Þetta ástand er tifandi tímasprengja.“Jón segir álagið ekki síst felast í vitneskjunni um að slökkviliðið sé vanbúið.vísir/hannaHelmingi færri í eftirliti Samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum hefur eldvarnaeftirlitsmönnum fækkað um helming síðastliðin tvö ár hjá slökkviliðinu og ekki hægt að ráða menn til starfa á þessu ári sökum þröngrar fjárhagsstöðu. „Eldvarnaeftirlitið er laskað. Það vantar margfalt fleiri í það miðað við það sem gengur og gerist í borgum erlendis,“ segir Jón og bætir við að öflugt eldvarnaeftirlit fækki brunum og minnki tjón. „Þetta er ekki ásættanlegt fyrir okkur en ekki heldur hinn almenna borgara. Það er engin spurning að þetta eykur hættu á eignatjóni en númer eitt þá lýtur þetta að sjálfsögðu að öryggi.“Flótti úr stéttinni Þessar erfiðu aðstæður hafa sett sitt mark á stéttina á undanförnum árum. „Við erum að missa fólk úr stéttinni. Í dag er lítið sem heldur fólki í starfinu. Áður fyrr reyndi fólk að horfa á einhverja góða punkta þegar á móti blés. Nú þarf svo lítið til að fólk fari.“ Ein afleiðing er að stéttin er að eldast hratt. „Það er sannarlega gott að hafa reynsluna en nú er svo komið að margir menn hafa unnið sér inn ákveðin réttindi. Ég er til dæmis 57 ára gamall. Það veitir mér rétt til að hætta reykköfun og hætta sem sjúkraflutningamaður. En ég geri það ekki. Það er ekki hægt út af mönnuninni, ég finn hreinlega til ábyrgðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skorið inn að beini hjá slökkviliðinu Fækkun starfsmanna og fleiri verkefni hafa aukið álag á þá og getur skapað hættu. Dæmi um að of fáir menn séu á hverjum bíl svo bíða þarf eftir næsta bíl til að sinna reykköfun. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Skorið inn að beini hjá slökkviliðinu Fækkun starfsmanna og fleiri verkefni hafa aukið álag á þá og getur skapað hættu. Dæmi um að of fáir menn séu á hverjum bíl svo bíða þarf eftir næsta bíl til að sinna reykköfun. 21. júní 2016 07:00