Auðvitað kýs ég Höllu Karl Sigfússon skrifar 22. júní 2016 11:25 Nú eru forsetakosningar að bresta á og sú ábyrgð er í höndum okkar Íslendinga að velja nýjan forseta á Bessastaði. Þetta eru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar kosningar, en þó helst af þeirri ástæðu að hátt í helmingur þjóðarinnar þekkir ekki til annars raunveruleika en að vera með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta – hann er því í huga margra orðinn samgróinn Bessastöðum eftir 20 ára setu í embætti forseta Íslands. Eftir svo langa samfellda setu í þessu æðsta embætti þjóðarinnar eru skilin milli einstaklingsins og embættisins orðin verulega óljós. Núverandi forseti hefur í 20 ár mótað embættið í samræmi við sína sannfæringu og gert embættið pólitískara en áður. Fyrir þá sem eldri eru og þekkja ólíkar áherslur fyrri forseta þá er þessi túlkun Ólafs á embættinu aðeins tímabundin og mun taka breytingum á ný með tilkomu nýs forseta. Fyrir þá sem yngri eru þá lúta hlutirnir öðrum lögmálum. Ég er sjálfur 39 ára gamall og var því rétt kominn með kosningarétt þegar Ólafur fór fyrst í framboð árið 1996. Ég man því vel eftir forvera Ólafs á Bessastöðum, henni Vigdísi okkar, sem eins og Ólafur mótaði embættið á sinn hátt. Ég hef því dálítinn samanburð á mismunandi áherslum, mótun og túlkun á forsetaembættinu hjá fleirum en núverandi forseta. Það er hins vegar ekki hægt að segja um 40% þeirra sem eru með kosningarétt í dag. Þessi stóri hópur hefur aldrei valið sér nýjan forseta áður – sem er alveg ótrúlega einkennilegt í lýðræðisríkinu Íslandi, svo vægt sé til orða tekið. Þessi langa viðvera Ólafs í forsetaembættinu hefur án efa haft þau áhrif á mörg okkar að við metum það svo að í embættinu geti aðeins setið miðaldra virðulegur karlmaður sem talar spekingslega. Þessi orð mín ber ekki að túlka sem neikvæðni í garð Ólafs Ragnars né miðaldra karlmanna – alls ekki – heldur sem áskorun um að sýna hugrekki og opna augun fyrir öðrum kostum í fari forsetaframbjóðenda en þeim sem falla best að þeirri ímynd sem Ólafur hefur skapað embættinu. Það hefur margt breyst í okkar samfélagi frá árinu 1996. Að mínu mati þarf nýr forseti Íslands því að hafa ríkulegt sjálfstraust, sannfæringu og reynslu til að geta mótað forsetaembættið til móts við þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu síðustu áratugi. Ég vil kjósa forseta sem hefur jákvæða og réttláta framtíðarsýn sem talar fyrir samfélagi þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta menntun, frumkvæði og sköpun. Ég vil kjósa forseta sem mun starfa með skýr grunngildi að leiðarljósi og gera Ísland að enn betra samfélagi en það er í dag. Auðvitað kýs ég Höllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar að bresta á og sú ábyrgð er í höndum okkar Íslendinga að velja nýjan forseta á Bessastaði. Þetta eru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar kosningar, en þó helst af þeirri ástæðu að hátt í helmingur þjóðarinnar þekkir ekki til annars raunveruleika en að vera með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta – hann er því í huga margra orðinn samgróinn Bessastöðum eftir 20 ára setu í embætti forseta Íslands. Eftir svo langa samfellda setu í þessu æðsta embætti þjóðarinnar eru skilin milli einstaklingsins og embættisins orðin verulega óljós. Núverandi forseti hefur í 20 ár mótað embættið í samræmi við sína sannfæringu og gert embættið pólitískara en áður. Fyrir þá sem eldri eru og þekkja ólíkar áherslur fyrri forseta þá er þessi túlkun Ólafs á embættinu aðeins tímabundin og mun taka breytingum á ný með tilkomu nýs forseta. Fyrir þá sem yngri eru þá lúta hlutirnir öðrum lögmálum. Ég er sjálfur 39 ára gamall og var því rétt kominn með kosningarétt þegar Ólafur fór fyrst í framboð árið 1996. Ég man því vel eftir forvera Ólafs á Bessastöðum, henni Vigdísi okkar, sem eins og Ólafur mótaði embættið á sinn hátt. Ég hef því dálítinn samanburð á mismunandi áherslum, mótun og túlkun á forsetaembættinu hjá fleirum en núverandi forseta. Það er hins vegar ekki hægt að segja um 40% þeirra sem eru með kosningarétt í dag. Þessi stóri hópur hefur aldrei valið sér nýjan forseta áður – sem er alveg ótrúlega einkennilegt í lýðræðisríkinu Íslandi, svo vægt sé til orða tekið. Þessi langa viðvera Ólafs í forsetaembættinu hefur án efa haft þau áhrif á mörg okkar að við metum það svo að í embættinu geti aðeins setið miðaldra virðulegur karlmaður sem talar spekingslega. Þessi orð mín ber ekki að túlka sem neikvæðni í garð Ólafs Ragnars né miðaldra karlmanna – alls ekki – heldur sem áskorun um að sýna hugrekki og opna augun fyrir öðrum kostum í fari forsetaframbjóðenda en þeim sem falla best að þeirri ímynd sem Ólafur hefur skapað embættinu. Það hefur margt breyst í okkar samfélagi frá árinu 1996. Að mínu mati þarf nýr forseti Íslands því að hafa ríkulegt sjálfstraust, sannfæringu og reynslu til að geta mótað forsetaembættið til móts við þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu síðustu áratugi. Ég vil kjósa forseta sem hefur jákvæða og réttláta framtíðarsýn sem talar fyrir samfélagi þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta menntun, frumkvæði og sköpun. Ég vil kjósa forseta sem mun starfa með skýr grunngildi að leiðarljósi og gera Ísland að enn betra samfélagi en það er í dag. Auðvitað kýs ég Höllu.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun