Auðvitað kýs ég Höllu Karl Sigfússon skrifar 22. júní 2016 11:25 Nú eru forsetakosningar að bresta á og sú ábyrgð er í höndum okkar Íslendinga að velja nýjan forseta á Bessastaði. Þetta eru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar kosningar, en þó helst af þeirri ástæðu að hátt í helmingur þjóðarinnar þekkir ekki til annars raunveruleika en að vera með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta – hann er því í huga margra orðinn samgróinn Bessastöðum eftir 20 ára setu í embætti forseta Íslands. Eftir svo langa samfellda setu í þessu æðsta embætti þjóðarinnar eru skilin milli einstaklingsins og embættisins orðin verulega óljós. Núverandi forseti hefur í 20 ár mótað embættið í samræmi við sína sannfæringu og gert embættið pólitískara en áður. Fyrir þá sem eldri eru og þekkja ólíkar áherslur fyrri forseta þá er þessi túlkun Ólafs á embættinu aðeins tímabundin og mun taka breytingum á ný með tilkomu nýs forseta. Fyrir þá sem yngri eru þá lúta hlutirnir öðrum lögmálum. Ég er sjálfur 39 ára gamall og var því rétt kominn með kosningarétt þegar Ólafur fór fyrst í framboð árið 1996. Ég man því vel eftir forvera Ólafs á Bessastöðum, henni Vigdísi okkar, sem eins og Ólafur mótaði embættið á sinn hátt. Ég hef því dálítinn samanburð á mismunandi áherslum, mótun og túlkun á forsetaembættinu hjá fleirum en núverandi forseta. Það er hins vegar ekki hægt að segja um 40% þeirra sem eru með kosningarétt í dag. Þessi stóri hópur hefur aldrei valið sér nýjan forseta áður – sem er alveg ótrúlega einkennilegt í lýðræðisríkinu Íslandi, svo vægt sé til orða tekið. Þessi langa viðvera Ólafs í forsetaembættinu hefur án efa haft þau áhrif á mörg okkar að við metum það svo að í embættinu geti aðeins setið miðaldra virðulegur karlmaður sem talar spekingslega. Þessi orð mín ber ekki að túlka sem neikvæðni í garð Ólafs Ragnars né miðaldra karlmanna – alls ekki – heldur sem áskorun um að sýna hugrekki og opna augun fyrir öðrum kostum í fari forsetaframbjóðenda en þeim sem falla best að þeirri ímynd sem Ólafur hefur skapað embættinu. Það hefur margt breyst í okkar samfélagi frá árinu 1996. Að mínu mati þarf nýr forseti Íslands því að hafa ríkulegt sjálfstraust, sannfæringu og reynslu til að geta mótað forsetaembættið til móts við þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu síðustu áratugi. Ég vil kjósa forseta sem hefur jákvæða og réttláta framtíðarsýn sem talar fyrir samfélagi þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta menntun, frumkvæði og sköpun. Ég vil kjósa forseta sem mun starfa með skýr grunngildi að leiðarljósi og gera Ísland að enn betra samfélagi en það er í dag. Auðvitað kýs ég Höllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar að bresta á og sú ábyrgð er í höndum okkar Íslendinga að velja nýjan forseta á Bessastaði. Þetta eru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar kosningar, en þó helst af þeirri ástæðu að hátt í helmingur þjóðarinnar þekkir ekki til annars raunveruleika en að vera með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta – hann er því í huga margra orðinn samgróinn Bessastöðum eftir 20 ára setu í embætti forseta Íslands. Eftir svo langa samfellda setu í þessu æðsta embætti þjóðarinnar eru skilin milli einstaklingsins og embættisins orðin verulega óljós. Núverandi forseti hefur í 20 ár mótað embættið í samræmi við sína sannfæringu og gert embættið pólitískara en áður. Fyrir þá sem eldri eru og þekkja ólíkar áherslur fyrri forseta þá er þessi túlkun Ólafs á embættinu aðeins tímabundin og mun taka breytingum á ný með tilkomu nýs forseta. Fyrir þá sem yngri eru þá lúta hlutirnir öðrum lögmálum. Ég er sjálfur 39 ára gamall og var því rétt kominn með kosningarétt þegar Ólafur fór fyrst í framboð árið 1996. Ég man því vel eftir forvera Ólafs á Bessastöðum, henni Vigdísi okkar, sem eins og Ólafur mótaði embættið á sinn hátt. Ég hef því dálítinn samanburð á mismunandi áherslum, mótun og túlkun á forsetaembættinu hjá fleirum en núverandi forseta. Það er hins vegar ekki hægt að segja um 40% þeirra sem eru með kosningarétt í dag. Þessi stóri hópur hefur aldrei valið sér nýjan forseta áður – sem er alveg ótrúlega einkennilegt í lýðræðisríkinu Íslandi, svo vægt sé til orða tekið. Þessi langa viðvera Ólafs í forsetaembættinu hefur án efa haft þau áhrif á mörg okkar að við metum það svo að í embættinu geti aðeins setið miðaldra virðulegur karlmaður sem talar spekingslega. Þessi orð mín ber ekki að túlka sem neikvæðni í garð Ólafs Ragnars né miðaldra karlmanna – alls ekki – heldur sem áskorun um að sýna hugrekki og opna augun fyrir öðrum kostum í fari forsetaframbjóðenda en þeim sem falla best að þeirri ímynd sem Ólafur hefur skapað embættinu. Það hefur margt breyst í okkar samfélagi frá árinu 1996. Að mínu mati þarf nýr forseti Íslands því að hafa ríkulegt sjálfstraust, sannfæringu og reynslu til að geta mótað forsetaembættið til móts við þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu síðustu áratugi. Ég vil kjósa forseta sem hefur jákvæða og réttláta framtíðarsýn sem talar fyrir samfélagi þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta menntun, frumkvæði og sköpun. Ég vil kjósa forseta sem mun starfa með skýr grunngildi að leiðarljósi og gera Ísland að enn betra samfélagi en það er í dag. Auðvitað kýs ég Höllu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun