Auðvitað kýs ég Höllu Karl Sigfússon skrifar 22. júní 2016 11:25 Nú eru forsetakosningar að bresta á og sú ábyrgð er í höndum okkar Íslendinga að velja nýjan forseta á Bessastaði. Þetta eru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar kosningar, en þó helst af þeirri ástæðu að hátt í helmingur þjóðarinnar þekkir ekki til annars raunveruleika en að vera með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta – hann er því í huga margra orðinn samgróinn Bessastöðum eftir 20 ára setu í embætti forseta Íslands. Eftir svo langa samfellda setu í þessu æðsta embætti þjóðarinnar eru skilin milli einstaklingsins og embættisins orðin verulega óljós. Núverandi forseti hefur í 20 ár mótað embættið í samræmi við sína sannfæringu og gert embættið pólitískara en áður. Fyrir þá sem eldri eru og þekkja ólíkar áherslur fyrri forseta þá er þessi túlkun Ólafs á embættinu aðeins tímabundin og mun taka breytingum á ný með tilkomu nýs forseta. Fyrir þá sem yngri eru þá lúta hlutirnir öðrum lögmálum. Ég er sjálfur 39 ára gamall og var því rétt kominn með kosningarétt þegar Ólafur fór fyrst í framboð árið 1996. Ég man því vel eftir forvera Ólafs á Bessastöðum, henni Vigdísi okkar, sem eins og Ólafur mótaði embættið á sinn hátt. Ég hef því dálítinn samanburð á mismunandi áherslum, mótun og túlkun á forsetaembættinu hjá fleirum en núverandi forseta. Það er hins vegar ekki hægt að segja um 40% þeirra sem eru með kosningarétt í dag. Þessi stóri hópur hefur aldrei valið sér nýjan forseta áður – sem er alveg ótrúlega einkennilegt í lýðræðisríkinu Íslandi, svo vægt sé til orða tekið. Þessi langa viðvera Ólafs í forsetaembættinu hefur án efa haft þau áhrif á mörg okkar að við metum það svo að í embættinu geti aðeins setið miðaldra virðulegur karlmaður sem talar spekingslega. Þessi orð mín ber ekki að túlka sem neikvæðni í garð Ólafs Ragnars né miðaldra karlmanna – alls ekki – heldur sem áskorun um að sýna hugrekki og opna augun fyrir öðrum kostum í fari forsetaframbjóðenda en þeim sem falla best að þeirri ímynd sem Ólafur hefur skapað embættinu. Það hefur margt breyst í okkar samfélagi frá árinu 1996. Að mínu mati þarf nýr forseti Íslands því að hafa ríkulegt sjálfstraust, sannfæringu og reynslu til að geta mótað forsetaembættið til móts við þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu síðustu áratugi. Ég vil kjósa forseta sem hefur jákvæða og réttláta framtíðarsýn sem talar fyrir samfélagi þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta menntun, frumkvæði og sköpun. Ég vil kjósa forseta sem mun starfa með skýr grunngildi að leiðarljósi og gera Ísland að enn betra samfélagi en það er í dag. Auðvitað kýs ég Höllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar að bresta á og sú ábyrgð er í höndum okkar Íslendinga að velja nýjan forseta á Bessastaði. Þetta eru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar kosningar, en þó helst af þeirri ástæðu að hátt í helmingur þjóðarinnar þekkir ekki til annars raunveruleika en að vera með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta – hann er því í huga margra orðinn samgróinn Bessastöðum eftir 20 ára setu í embætti forseta Íslands. Eftir svo langa samfellda setu í þessu æðsta embætti þjóðarinnar eru skilin milli einstaklingsins og embættisins orðin verulega óljós. Núverandi forseti hefur í 20 ár mótað embættið í samræmi við sína sannfæringu og gert embættið pólitískara en áður. Fyrir þá sem eldri eru og þekkja ólíkar áherslur fyrri forseta þá er þessi túlkun Ólafs á embættinu aðeins tímabundin og mun taka breytingum á ný með tilkomu nýs forseta. Fyrir þá sem yngri eru þá lúta hlutirnir öðrum lögmálum. Ég er sjálfur 39 ára gamall og var því rétt kominn með kosningarétt þegar Ólafur fór fyrst í framboð árið 1996. Ég man því vel eftir forvera Ólafs á Bessastöðum, henni Vigdísi okkar, sem eins og Ólafur mótaði embættið á sinn hátt. Ég hef því dálítinn samanburð á mismunandi áherslum, mótun og túlkun á forsetaembættinu hjá fleirum en núverandi forseta. Það er hins vegar ekki hægt að segja um 40% þeirra sem eru með kosningarétt í dag. Þessi stóri hópur hefur aldrei valið sér nýjan forseta áður – sem er alveg ótrúlega einkennilegt í lýðræðisríkinu Íslandi, svo vægt sé til orða tekið. Þessi langa viðvera Ólafs í forsetaembættinu hefur án efa haft þau áhrif á mörg okkar að við metum það svo að í embættinu geti aðeins setið miðaldra virðulegur karlmaður sem talar spekingslega. Þessi orð mín ber ekki að túlka sem neikvæðni í garð Ólafs Ragnars né miðaldra karlmanna – alls ekki – heldur sem áskorun um að sýna hugrekki og opna augun fyrir öðrum kostum í fari forsetaframbjóðenda en þeim sem falla best að þeirri ímynd sem Ólafur hefur skapað embættinu. Það hefur margt breyst í okkar samfélagi frá árinu 1996. Að mínu mati þarf nýr forseti Íslands því að hafa ríkulegt sjálfstraust, sannfæringu og reynslu til að geta mótað forsetaembættið til móts við þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu síðustu áratugi. Ég vil kjósa forseta sem hefur jákvæða og réttláta framtíðarsýn sem talar fyrir samfélagi þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta menntun, frumkvæði og sköpun. Ég vil kjósa forseta sem mun starfa með skýr grunngildi að leiðarljósi og gera Ísland að enn betra samfélagi en það er í dag. Auðvitað kýs ég Höllu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun