Innlent

Borgin bregst við tröllahvönn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Í Reykjavík hafa fundist þrjár tegundir af tröllahvönnum.
Í Reykjavík hafa fundist þrjár tegundir af tröllahvönnum.
Reykjavíkurborg vill draga úr útbreiðslu tröllahvannar og er nú unnið að því að kortleggja útbreiðslu hennar.

Borgin fylgir ráðleggingum umhverfisráðneytisins og Náttúrufræðistofnunar við verkefnið. Af tröllahvönn er slysahætta því safinn í stönglum hennar og blöðum er eitraður. Borgin hyggst fjarlægja plöntur og verða skólalóðir, leiksvæði og vinsæl útivistarsvæði sett í forgang.

Þá er sagt áhyggjuefni að tröllahvönn hafi dreift sér hratt um borgarlandið. Hún sé þekkt erlendis fyrir að vera ágeng og bola öðrum gróðri burt. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní 2016






Fleiri fréttir

Sjá meira


×