Haldlagning lögreglu á tveimur vínflöskum bótalaus Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2016 17:11 Maðurinn hafði haldið upp á afmæli sitt á Gauki á Stöng. vísir/pjetur Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu manns um miskabætur. Maðurinn hafði farið fram á bætur eftir að lögreglumenn gerðu upptækar tvær vínflöskur í hans eigu. Atvik málsins voru þau að maðurinn hafði haldið upp á afmæli sitt á Gauki á Stöng í febrúar 2013. Þangað mætti hann með tvær vínflöskur, sem hann hafði fengið að gjöf, og bað dyraverði um að geyma flöskurnar. Þegar hann fór út af staðnum stöðvuðu lögreglumenn hann og töldu að hann hefði farið með flöskurnar út af staðnum. Hald var lagt á flöskurnar þar sem enginn dyravarða staðarins kannaðist við að hafa geymt flöskurnar. Rannsókn lögreglu á meintu broti á áfengislöggjöf var hætt án ákæru. Maðurinn taldi að engin sérstök ástæða hefði legið að baki því að lögregla hafði afskipti af honum umrætt kvöld. Það hafi margoft gerst að lögregla hafi truflað hann að ástæðulausu og það ætti við í þessu tilfelli. Maðurinn taldi miskabætur að upphæð einni milljón króna vera hóflegar. Í niðurstöðu dómsins sagði að óumdeilt væri að flöskurnar hefðu verið í eigu mannsins en hann fékk þær afhentar rúmri viku eftir að rannsókn var hætt. Dómurinn taldi að aðgerðir lögreglu hefðu valdið manninum ónæði en ekki væri sannað að um nokkurn miska væri að ræða. Því var ekki fallist á bætur. Maðurinn naut gjafsóknar við rekstur málsins. Kostnaður af rekstri þess greiðist því af ríkinu en þar á meðal er 300.000 króna þóknun til lögmanns mannsins. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu manns um miskabætur. Maðurinn hafði farið fram á bætur eftir að lögreglumenn gerðu upptækar tvær vínflöskur í hans eigu. Atvik málsins voru þau að maðurinn hafði haldið upp á afmæli sitt á Gauki á Stöng í febrúar 2013. Þangað mætti hann með tvær vínflöskur, sem hann hafði fengið að gjöf, og bað dyraverði um að geyma flöskurnar. Þegar hann fór út af staðnum stöðvuðu lögreglumenn hann og töldu að hann hefði farið með flöskurnar út af staðnum. Hald var lagt á flöskurnar þar sem enginn dyravarða staðarins kannaðist við að hafa geymt flöskurnar. Rannsókn lögreglu á meintu broti á áfengislöggjöf var hætt án ákæru. Maðurinn taldi að engin sérstök ástæða hefði legið að baki því að lögregla hafði afskipti af honum umrætt kvöld. Það hafi margoft gerst að lögregla hafi truflað hann að ástæðulausu og það ætti við í þessu tilfelli. Maðurinn taldi miskabætur að upphæð einni milljón króna vera hóflegar. Í niðurstöðu dómsins sagði að óumdeilt væri að flöskurnar hefðu verið í eigu mannsins en hann fékk þær afhentar rúmri viku eftir að rannsókn var hætt. Dómurinn taldi að aðgerðir lögreglu hefðu valdið manninum ónæði en ekki væri sannað að um nokkurn miska væri að ræða. Því var ekki fallist á bætur. Maðurinn naut gjafsóknar við rekstur málsins. Kostnaður af rekstri þess greiðist því af ríkinu en þar á meðal er 300.000 króna þóknun til lögmanns mannsins.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira