Hannes segir Davíð skotmark verstu og mestu rógsherferðar Íslandssögunnar Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2016 14:51 Rógtungurnar sem áður voru launaðar tóku það að sér nú í sjálfboðavinnu að rægja Davíð, ef marka má Hannes Hólmstein. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gerir upp forsetakosningarnar í pistli. Þar leitar hann meðal annars svara við spurningunni hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi, fékk ekki meira fylgi en raun bara vitni. Hannesi kom það nokkuð á óvart. Hannes telur skýringarnar einkum vera þær að Davíð Oddsson hefur að hans mati mátt sæta meiri rógi en dæmi eru um í Íslandssögunni. Og þar hafa margir lagst á árar. „Davíð hlaut minna fylgi en ég hafði búist við. En þá ber að minnast þess, að hann var allt frá 2002 skotmark mestu og verstu rógsherferðar, sem háð hefur verið á Íslandi gegn einstaklingi. Í upphafi var þessi herferð skipulögð og kostuð af auðklíku, sem taldi hann andsnúinn sér, en síðan öðlaðist rógurinn eigið líf eins og verða vill og stakk sér niður í sálir manna, sem vissu ekkert um það, af hvaða hvötum hann var settur af stað,“ skrifar Hannes, og ef marka má fyrri orð hans er hér væntanlega um að ræða Baugsveldið og 365 miðlar. Hannes heldur áfram og er nú ósammála Davíð sjálfum, sem lét í það skína í kosningabaráttunni, til að mynda í síðustu kappræðum frambjóðenda í Ríkissjónvarpinu, að hinn meinti rógur væri að undirlagi ónefndra mótframboða sinna; Hannes tekur heimspekilegri afstöðu til þess hvernig þessi mesta rógsvél Íslandssögunar mallar. „Þeir, sem í upphafi voru launaðir til að láta ganga róginn, drógu ekki heldur af sér í þessari kosningabaráttu, þótt nú væru þeir líklega sjálfboðaliðar frekar en málaliðar. (Ég tek fram, að ég tel hæpið, að þessir sjálfboðaliðar hafi starfað á vegum annarra framboða: Þeir létu róginn ganga af sjálfsdáðum, ef til vill sem sjálfsréttlætingu á eigin fortíð.)“ Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gerir upp forsetakosningarnar í pistli. Þar leitar hann meðal annars svara við spurningunni hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi, fékk ekki meira fylgi en raun bara vitni. Hannesi kom það nokkuð á óvart. Hannes telur skýringarnar einkum vera þær að Davíð Oddsson hefur að hans mati mátt sæta meiri rógi en dæmi eru um í Íslandssögunni. Og þar hafa margir lagst á árar. „Davíð hlaut minna fylgi en ég hafði búist við. En þá ber að minnast þess, að hann var allt frá 2002 skotmark mestu og verstu rógsherferðar, sem háð hefur verið á Íslandi gegn einstaklingi. Í upphafi var þessi herferð skipulögð og kostuð af auðklíku, sem taldi hann andsnúinn sér, en síðan öðlaðist rógurinn eigið líf eins og verða vill og stakk sér niður í sálir manna, sem vissu ekkert um það, af hvaða hvötum hann var settur af stað,“ skrifar Hannes, og ef marka má fyrri orð hans er hér væntanlega um að ræða Baugsveldið og 365 miðlar. Hannes heldur áfram og er nú ósammála Davíð sjálfum, sem lét í það skína í kosningabaráttunni, til að mynda í síðustu kappræðum frambjóðenda í Ríkissjónvarpinu, að hinn meinti rógur væri að undirlagi ónefndra mótframboða sinna; Hannes tekur heimspekilegri afstöðu til þess hvernig þessi mesta rógsvél Íslandssögunar mallar. „Þeir, sem í upphafi voru launaðir til að láta ganga róginn, drógu ekki heldur af sér í þessari kosningabaráttu, þótt nú væru þeir líklega sjálfboðaliðar frekar en málaliðar. (Ég tek fram, að ég tel hæpið, að þessir sjálfboðaliðar hafi starfað á vegum annarra framboða: Þeir létu róginn ganga af sjálfsdáðum, ef til vill sem sjálfsréttlætingu á eigin fortíð.)“
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira