Innlent

Réðust á öryggisvörð á nýbyggingasvæði í miðborginni

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynningin barst klukkan 5:43 í morgun.
Tilkynningin barst klukkan 5:43 í morgun. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um að þrír menn hafi ráðist á öryggisvörð sem var að vakta nýbyggingasvæði í miðborginni.

Í dagbók lögreglu segir að mennirnir höfðu veist að öryggisverðinum þar sem þeir voru komnir inn fyrir lokað vinnusvæði og öryggisvörðurinn hugðist ræða við þá.

Segir að öryggisvörðurinn hafi meðal annars fengið högg í andlitið, en mennirnir yfirgáfu vettvang skömmu áður en lögreglan kom á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×