Síbrotapar sakfellt fyrir brot gegn hinum ýmsu lögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2016 15:54 Þrítugur karlmaður, Arnar Ingi Jónsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Arnar Ingi var sakfelldur fyrir margvísleg þjófnaðar-, fíkniefna- og umferðarlagabrot. Brot Arnars áttu flest sér stað árið 2015. Á því tímabili varð hann meðal annars uppvís af því að stela úr skipi sem lá við bryggju, fartölvu úr andyri hótels og skartgripaskríni með fjölda skartgripa. Verðmæti þeirra nam rúmum 750.000 krónum. Í desember 2014 þóttist Arnar vera starfsmaður Sjávarútvegsráðuneytisins og óskaði afhendingar á bílaleigubifreiðar sem skráð er á ráðuneytið. Í tvígang stal hann bílum, annað skiptið í Reykjavík en hið síðara á Hofsósi. Tuttugu sinnum var hann tekinn af lögreglunni þar sem hann ók án þess að hafa ökuréttindi en í ellefu af þeim tilvikum var hann ófær um að stjórna þeim sökum fíkniáhrifa. Í tvígang lenti hann í umferðaróhappi og hljóp í brott af vettvangi.Fjölmörg brot ásamt kærustu sinni Í málinu var kærasta Arnars einnig sakfelld en hún hlaut fjórtán mánaða fangelsi. Refsing hennar fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hún skilorð. Þau voru í sameiningu meðal annars sakfelld fyrir að hafa stolið tjaldvagni, greiðslukortum úr bifreið sem þau brutust inn í og verkfærum, að verðmæti milljón króna, úr skíðaskála í Fjarðarbyggðar. Þá brutust þau í sameiningu inn í bifreið og höfðu meðal annars á brott N1 eldneytiskort. Kortið nýttu þau til að kaupa vörur fyrir 100.000 krónur. Þá var konan, sem er á fimmtugsaldri, sakfelld fyrir að hafa í þrígang verið stöðvuð við akstur af lögreglu án þess að hafa ökuréttindi. Auð auki játaði hún að hafa í tuttugu skipti gefið upp viðskiptareikninga ýmissa aðila, á borð við Reykjanesbæ, HB Granda, Þorbjörns hf. og Vinnslustöðvarinnar, til að kaupa vörur í hinum ýmsu verslunum. Verðmæti þeirra nam tæpum tveimur milljónum króna.Langur brotaferill að baki Sakaferill Arnars Inga nær aftur til ársins 2002 en síðan þá hefur hann verið sakfelldur fyrir ýmis brot. Í október í fyrra hlaut hann til að mynda tíu mánaða dóm fyrir þjófnað, nytjastuld, skjalafals, ölvunarakstur og brot gegn valdstjórninni. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt. Það var gert á nýjan leik í dag. Sakaferill kærustu hans er styttri. Því þótti unnt að skilorðsbinda refsingu hennar. Það sem af er ári hefur hún í tvígang gengist undir sátt vegna brota gegn umferðarlögum. Af þeim sökum var hún svipt ökurétti í tvö ár og tekur sviptingin gildi þann 4. júlí 2019. Ástæðan fyrir því er að hún hefur nú þegar verið svipt ökuréttindum fram til þess dags. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Þrítugur karlmaður, Arnar Ingi Jónsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Arnar Ingi var sakfelldur fyrir margvísleg þjófnaðar-, fíkniefna- og umferðarlagabrot. Brot Arnars áttu flest sér stað árið 2015. Á því tímabili varð hann meðal annars uppvís af því að stela úr skipi sem lá við bryggju, fartölvu úr andyri hótels og skartgripaskríni með fjölda skartgripa. Verðmæti þeirra nam rúmum 750.000 krónum. Í desember 2014 þóttist Arnar vera starfsmaður Sjávarútvegsráðuneytisins og óskaði afhendingar á bílaleigubifreiðar sem skráð er á ráðuneytið. Í tvígang stal hann bílum, annað skiptið í Reykjavík en hið síðara á Hofsósi. Tuttugu sinnum var hann tekinn af lögreglunni þar sem hann ók án þess að hafa ökuréttindi en í ellefu af þeim tilvikum var hann ófær um að stjórna þeim sökum fíkniáhrifa. Í tvígang lenti hann í umferðaróhappi og hljóp í brott af vettvangi.Fjölmörg brot ásamt kærustu sinni Í málinu var kærasta Arnars einnig sakfelld en hún hlaut fjórtán mánaða fangelsi. Refsing hennar fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hún skilorð. Þau voru í sameiningu meðal annars sakfelld fyrir að hafa stolið tjaldvagni, greiðslukortum úr bifreið sem þau brutust inn í og verkfærum, að verðmæti milljón króna, úr skíðaskála í Fjarðarbyggðar. Þá brutust þau í sameiningu inn í bifreið og höfðu meðal annars á brott N1 eldneytiskort. Kortið nýttu þau til að kaupa vörur fyrir 100.000 krónur. Þá var konan, sem er á fimmtugsaldri, sakfelld fyrir að hafa í þrígang verið stöðvuð við akstur af lögreglu án þess að hafa ökuréttindi. Auð auki játaði hún að hafa í tuttugu skipti gefið upp viðskiptareikninga ýmissa aðila, á borð við Reykjanesbæ, HB Granda, Þorbjörns hf. og Vinnslustöðvarinnar, til að kaupa vörur í hinum ýmsu verslunum. Verðmæti þeirra nam tæpum tveimur milljónum króna.Langur brotaferill að baki Sakaferill Arnars Inga nær aftur til ársins 2002 en síðan þá hefur hann verið sakfelldur fyrir ýmis brot. Í október í fyrra hlaut hann til að mynda tíu mánaða dóm fyrir þjófnað, nytjastuld, skjalafals, ölvunarakstur og brot gegn valdstjórninni. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt. Það var gert á nýjan leik í dag. Sakaferill kærustu hans er styttri. Því þótti unnt að skilorðsbinda refsingu hennar. Það sem af er ári hefur hún í tvígang gengist undir sátt vegna brota gegn umferðarlögum. Af þeim sökum var hún svipt ökurétti í tvö ár og tekur sviptingin gildi þann 4. júlí 2019. Ástæðan fyrir því er að hún hefur nú þegar verið svipt ökuréttindum fram til þess dags.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira