Ríkið sýknað af bótakröfu fyrrverandi lögreglumanns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2016 17:55 Málið snýst að nokkru leiti um brjóstvöðva úr hreindýri sem hafði flækst í girðingu. mynd/sigurður guðjónsson Íslenska ríkið var í dag sýknað af bótakröfu fyrrverandi lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hafði farið fram á rúmar tíu milljónir króna í bætur vegna máls gegn honum frá árinu 2012. Forsaga málsins er sú að árið 2010 var maðurinn aðalvarðstjóri hjá lögregluembætti sem heyrði undir Austurland. Maðurinn fékk tilkynningu, þegar hann var á frívakt, um að hreindýr hefði fest sig í girðingu. Maðurinn kom við á lögreglustöð sinni, klæddi sig í einkennisklæðnað, greip vopn og lagði af stað til að aflífa dýrið. Að því loknu tók maðurinn garnasýni og skar brjóstvöðva úr dýrinu til að senda til Náttúrustofu til greiningar. Þegar för mannsins tók lengri tíma en áætlað var skoðuðu félagar hans staðsetningu bifreiðar hans í ferilvöktunarforriti lögreglunnar. Kom þá í ljós að hann hafði komið við í sumarbústað sínum.„Stresskjötið“ hugsað fyrir hundinn Annar lögreglumaður fór á vettvang og kannaði dýrið. Þá kom í ljós að báðir hryggvöðvar þess höfðu verið fjarlægðir. Ábending um málið var sent til ríkissaksóknara og hann rannsakaði málið. Við skýrslutöku hjá lögreglu hafnaði aðalvarðstjórinn því að hafa numið kjötið á brott en játaði því þegar honum var tilkynnt að lögreglan hefði fengið heimild til að gera húsleit hjá honum. Rannsókn ríkissaksóknara endaði með málsókn þar sem aðalvarðstjórinn var ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína í opinberu starfi sér til ávinnings. Bar hann því meðal annars við að hann hefði ætlað að gefa hundi sínum kjötið þar sem dýrið hefði verið svo „veiklulegt“ að það gæti ekki talist mannamatur. Að auki hefði þarna verið á ferðinni „stresskjöt“. Dómur var kveðinn upp í því máli árið 2012 en þar var maðurinn sýknaður. Ekki þótti sannað að hann hefði ætlað að nýta kjötið í eigin þágu. Hafði stuðlað að aðgerðunum sjálfur Í máli því, sem dómur var kveðinn upp í í dag, fór aðalvarðstjórinn fram á bætur auk þess að hann krafðist þess að áminning sem honum var veitt yrði afturkölluð. Bótakröfu sína byggði hann á þeim grundvelli að húsleitin og handtakan hefðu verið óþarfar í málinu og brotið gegn mannréttindum hans. Að auki fór hann fram á að fá ferða- og matarkostnað, sem af málinu hlaust, endurgreiddan. Þá taldi hann að áminning sú sem lögreglustjórinn á Eskifirði veitti honum hafi falið í sér ólögmæta meingerð. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi ekki, á nokkru stigi málsins, verið handtekinn. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á með því að hafa ekki sagt satt við skýrslutökur. Sú háttsemi hans, að taka kjötið með sér heim, var „óásættanleg og ósæmileg“ að mati dómsins og áminningin því réttlætanleg. Að endingu taldi dómurinn að sú kvöð hvíldi á sakborningi að koma sér á þingstað og því ekki fallist á endurgreiðslu þess kostnaðar. Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag sýknað af bótakröfu fyrrverandi lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hafði farið fram á rúmar tíu milljónir króna í bætur vegna máls gegn honum frá árinu 2012. Forsaga málsins er sú að árið 2010 var maðurinn aðalvarðstjóri hjá lögregluembætti sem heyrði undir Austurland. Maðurinn fékk tilkynningu, þegar hann var á frívakt, um að hreindýr hefði fest sig í girðingu. Maðurinn kom við á lögreglustöð sinni, klæddi sig í einkennisklæðnað, greip vopn og lagði af stað til að aflífa dýrið. Að því loknu tók maðurinn garnasýni og skar brjóstvöðva úr dýrinu til að senda til Náttúrustofu til greiningar. Þegar för mannsins tók lengri tíma en áætlað var skoðuðu félagar hans staðsetningu bifreiðar hans í ferilvöktunarforriti lögreglunnar. Kom þá í ljós að hann hafði komið við í sumarbústað sínum.„Stresskjötið“ hugsað fyrir hundinn Annar lögreglumaður fór á vettvang og kannaði dýrið. Þá kom í ljós að báðir hryggvöðvar þess höfðu verið fjarlægðir. Ábending um málið var sent til ríkissaksóknara og hann rannsakaði málið. Við skýrslutöku hjá lögreglu hafnaði aðalvarðstjórinn því að hafa numið kjötið á brott en játaði því þegar honum var tilkynnt að lögreglan hefði fengið heimild til að gera húsleit hjá honum. Rannsókn ríkissaksóknara endaði með málsókn þar sem aðalvarðstjórinn var ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína í opinberu starfi sér til ávinnings. Bar hann því meðal annars við að hann hefði ætlað að gefa hundi sínum kjötið þar sem dýrið hefði verið svo „veiklulegt“ að það gæti ekki talist mannamatur. Að auki hefði þarna verið á ferðinni „stresskjöt“. Dómur var kveðinn upp í því máli árið 2012 en þar var maðurinn sýknaður. Ekki þótti sannað að hann hefði ætlað að nýta kjötið í eigin þágu. Hafði stuðlað að aðgerðunum sjálfur Í máli því, sem dómur var kveðinn upp í í dag, fór aðalvarðstjórinn fram á bætur auk þess að hann krafðist þess að áminning sem honum var veitt yrði afturkölluð. Bótakröfu sína byggði hann á þeim grundvelli að húsleitin og handtakan hefðu verið óþarfar í málinu og brotið gegn mannréttindum hans. Að auki fór hann fram á að fá ferða- og matarkostnað, sem af málinu hlaust, endurgreiddan. Þá taldi hann að áminning sú sem lögreglustjórinn á Eskifirði veitti honum hafi falið í sér ólögmæta meingerð. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi ekki, á nokkru stigi málsins, verið handtekinn. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á með því að hafa ekki sagt satt við skýrslutökur. Sú háttsemi hans, að taka kjötið með sér heim, var „óásættanleg og ósæmileg“ að mati dómsins og áminningin því réttlætanleg. Að endingu taldi dómurinn að sú kvöð hvíldi á sakborningi að koma sér á þingstað og því ekki fallist á endurgreiðslu þess kostnaðar. Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira