Börn ein í barnavagni kannski barn síns tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. júní 2016 11:55 Skjáskot af Instagramsíðu Jessie Rowe, þáttastjórnanda. „Þetta hefur verið hluti af okkar menningu. Okkur finnst Ísland alltaf vera svo öruggt en hvort það sé að breytast að þessu leyti má alveg skoða,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, um þá staðreynd að margir foreldrar á Íslandi láta börn sín sofa úti í vögnum, ýmist úti í garði eða fyrir utan kaffihús eða verslanir. „Við höfum búið í öruggu samfélagi almennt og höfum notið góðs af því. Auðvitað vill maður samt ekki að eitthvað þurfi að koma upp á til þess að fara að skoða þetta,“ segir Margrét. Á dögunum birtust fréttir í erlendum miðlum þar sem umfjöllunarefnið var barnavagn sem skilinn var eftir fyrir utan Laundromat Café við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur en í honum svaf lítill drengur. Tilefni fréttanna var mynd sem þáttastjórnandinn Jessica Rowe birti á samfélagsmiðlum og skrifar hún við myndina að henni hafi brugðið við að sjá að í Reykjavík skilji foreldrar börn eftir fyrir utan kaffihús. „Mér fannst frekar óþægilegt að lesa athugasemdir fólks við færsluna en það voru margir að hneykslast á því að ég skildi barnið eftir í vagninum,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir en hún er móðir drengsins sem svaf í vagninum á umræddri mynd. Hafrún bætir við að einnig hafi margir skrifað athugasemdir við myndina og útskýrt að þetta tíðkist hér á landi. „Mér brá auðvitað mjög mikið þegar ég sá að erlendir fjölmiðlar væru með myndir af barnavagni barnsins míns í umfjöllun um kæruleysi íslenskra foreldra. Ég er alin upp við þessa siði og hef ekki talið ástæðu til að taka barnið með mér inn þegar það sefur í vagninum. Að sjálfsögðu sit ég upp við rúðuna þar sem ég sé vagninn mjög vel,“ segir Hafrún. Margrét segir að það séu foreldrar sem beri ábyrgð á velferð og öryggi barna sinna en vonar að í langflestum tilvikum fylgist þeir með vögnum. „Við höfum ekki fengið neinar ábendingar um að barnavagnar séu skildir eftir án þess að fylgst sé með en þá gæti það verið barnaverndarmál.“ Í þriðju útgáfu af leiðbeiningum um heilsuvernd 0-5 ára barna sem Landlæknir og Heilsugæslan gáfu út árið 2013 kemur fram að sterk hefð sé fyrir útisvefni barna á Íslandi sem þróaðist út frá lélegum og þröngum húsakynnum. Þar segir líka að börn búi við aðrar aðstæður í dag og þurfi ekki að sofa úti. „Ekki er mælt með því að börn sofi úti í frosti eða roki. Þegar hitastig fer niður fyrir frostmark þarf að taka tillit til hitastigs, vindhraða, rakastigs og lengdar útiverunnar. Ekki er mælt með útiveru eða útisvefni þegar svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Heilsuverndarmörk á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra,“ segir í leiðbeiningunum. Þá kemur fram að forðast skuli fjölmenna staði, s.s. verslunarmiðstöðvar. Ónæmiskerfi nýbura sé óþroskað og áreitið of mikið fyrir barnið. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Þetta hefur verið hluti af okkar menningu. Okkur finnst Ísland alltaf vera svo öruggt en hvort það sé að breytast að þessu leyti má alveg skoða,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, um þá staðreynd að margir foreldrar á Íslandi láta börn sín sofa úti í vögnum, ýmist úti í garði eða fyrir utan kaffihús eða verslanir. „Við höfum búið í öruggu samfélagi almennt og höfum notið góðs af því. Auðvitað vill maður samt ekki að eitthvað þurfi að koma upp á til þess að fara að skoða þetta,“ segir Margrét. Á dögunum birtust fréttir í erlendum miðlum þar sem umfjöllunarefnið var barnavagn sem skilinn var eftir fyrir utan Laundromat Café við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur en í honum svaf lítill drengur. Tilefni fréttanna var mynd sem þáttastjórnandinn Jessica Rowe birti á samfélagsmiðlum og skrifar hún við myndina að henni hafi brugðið við að sjá að í Reykjavík skilji foreldrar börn eftir fyrir utan kaffihús. „Mér fannst frekar óþægilegt að lesa athugasemdir fólks við færsluna en það voru margir að hneykslast á því að ég skildi barnið eftir í vagninum,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir en hún er móðir drengsins sem svaf í vagninum á umræddri mynd. Hafrún bætir við að einnig hafi margir skrifað athugasemdir við myndina og útskýrt að þetta tíðkist hér á landi. „Mér brá auðvitað mjög mikið þegar ég sá að erlendir fjölmiðlar væru með myndir af barnavagni barnsins míns í umfjöllun um kæruleysi íslenskra foreldra. Ég er alin upp við þessa siði og hef ekki talið ástæðu til að taka barnið með mér inn þegar það sefur í vagninum. Að sjálfsögðu sit ég upp við rúðuna þar sem ég sé vagninn mjög vel,“ segir Hafrún. Margrét segir að það séu foreldrar sem beri ábyrgð á velferð og öryggi barna sinna en vonar að í langflestum tilvikum fylgist þeir með vögnum. „Við höfum ekki fengið neinar ábendingar um að barnavagnar séu skildir eftir án þess að fylgst sé með en þá gæti það verið barnaverndarmál.“ Í þriðju útgáfu af leiðbeiningum um heilsuvernd 0-5 ára barna sem Landlæknir og Heilsugæslan gáfu út árið 2013 kemur fram að sterk hefð sé fyrir útisvefni barna á Íslandi sem þróaðist út frá lélegum og þröngum húsakynnum. Þar segir líka að börn búi við aðrar aðstæður í dag og þurfi ekki að sofa úti. „Ekki er mælt með því að börn sofi úti í frosti eða roki. Þegar hitastig fer niður fyrir frostmark þarf að taka tillit til hitastigs, vindhraða, rakastigs og lengdar útiverunnar. Ekki er mælt með útiveru eða útisvefni þegar svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Heilsuverndarmörk á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra,“ segir í leiðbeiningunum. Þá kemur fram að forðast skuli fjölmenna staði, s.s. verslunarmiðstöðvar. Ónæmiskerfi nýbura sé óþroskað og áreitið of mikið fyrir barnið.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira