Börn ein í barnavagni kannski barn síns tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. júní 2016 11:55 Skjáskot af Instagramsíðu Jessie Rowe, þáttastjórnanda. „Þetta hefur verið hluti af okkar menningu. Okkur finnst Ísland alltaf vera svo öruggt en hvort það sé að breytast að þessu leyti má alveg skoða,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, um þá staðreynd að margir foreldrar á Íslandi láta börn sín sofa úti í vögnum, ýmist úti í garði eða fyrir utan kaffihús eða verslanir. „Við höfum búið í öruggu samfélagi almennt og höfum notið góðs af því. Auðvitað vill maður samt ekki að eitthvað þurfi að koma upp á til þess að fara að skoða þetta,“ segir Margrét. Á dögunum birtust fréttir í erlendum miðlum þar sem umfjöllunarefnið var barnavagn sem skilinn var eftir fyrir utan Laundromat Café við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur en í honum svaf lítill drengur. Tilefni fréttanna var mynd sem þáttastjórnandinn Jessica Rowe birti á samfélagsmiðlum og skrifar hún við myndina að henni hafi brugðið við að sjá að í Reykjavík skilji foreldrar börn eftir fyrir utan kaffihús. „Mér fannst frekar óþægilegt að lesa athugasemdir fólks við færsluna en það voru margir að hneykslast á því að ég skildi barnið eftir í vagninum,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir en hún er móðir drengsins sem svaf í vagninum á umræddri mynd. Hafrún bætir við að einnig hafi margir skrifað athugasemdir við myndina og útskýrt að þetta tíðkist hér á landi. „Mér brá auðvitað mjög mikið þegar ég sá að erlendir fjölmiðlar væru með myndir af barnavagni barnsins míns í umfjöllun um kæruleysi íslenskra foreldra. Ég er alin upp við þessa siði og hef ekki talið ástæðu til að taka barnið með mér inn þegar það sefur í vagninum. Að sjálfsögðu sit ég upp við rúðuna þar sem ég sé vagninn mjög vel,“ segir Hafrún. Margrét segir að það séu foreldrar sem beri ábyrgð á velferð og öryggi barna sinna en vonar að í langflestum tilvikum fylgist þeir með vögnum. „Við höfum ekki fengið neinar ábendingar um að barnavagnar séu skildir eftir án þess að fylgst sé með en þá gæti það verið barnaverndarmál.“ Í þriðju útgáfu af leiðbeiningum um heilsuvernd 0-5 ára barna sem Landlæknir og Heilsugæslan gáfu út árið 2013 kemur fram að sterk hefð sé fyrir útisvefni barna á Íslandi sem þróaðist út frá lélegum og þröngum húsakynnum. Þar segir líka að börn búi við aðrar aðstæður í dag og þurfi ekki að sofa úti. „Ekki er mælt með því að börn sofi úti í frosti eða roki. Þegar hitastig fer niður fyrir frostmark þarf að taka tillit til hitastigs, vindhraða, rakastigs og lengdar útiverunnar. Ekki er mælt með útiveru eða útisvefni þegar svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Heilsuverndarmörk á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra,“ segir í leiðbeiningunum. Þá kemur fram að forðast skuli fjölmenna staði, s.s. verslunarmiðstöðvar. Ónæmiskerfi nýbura sé óþroskað og áreitið of mikið fyrir barnið. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
„Þetta hefur verið hluti af okkar menningu. Okkur finnst Ísland alltaf vera svo öruggt en hvort það sé að breytast að þessu leyti má alveg skoða,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, um þá staðreynd að margir foreldrar á Íslandi láta börn sín sofa úti í vögnum, ýmist úti í garði eða fyrir utan kaffihús eða verslanir. „Við höfum búið í öruggu samfélagi almennt og höfum notið góðs af því. Auðvitað vill maður samt ekki að eitthvað þurfi að koma upp á til þess að fara að skoða þetta,“ segir Margrét. Á dögunum birtust fréttir í erlendum miðlum þar sem umfjöllunarefnið var barnavagn sem skilinn var eftir fyrir utan Laundromat Café við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur en í honum svaf lítill drengur. Tilefni fréttanna var mynd sem þáttastjórnandinn Jessica Rowe birti á samfélagsmiðlum og skrifar hún við myndina að henni hafi brugðið við að sjá að í Reykjavík skilji foreldrar börn eftir fyrir utan kaffihús. „Mér fannst frekar óþægilegt að lesa athugasemdir fólks við færsluna en það voru margir að hneykslast á því að ég skildi barnið eftir í vagninum,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir en hún er móðir drengsins sem svaf í vagninum á umræddri mynd. Hafrún bætir við að einnig hafi margir skrifað athugasemdir við myndina og útskýrt að þetta tíðkist hér á landi. „Mér brá auðvitað mjög mikið þegar ég sá að erlendir fjölmiðlar væru með myndir af barnavagni barnsins míns í umfjöllun um kæruleysi íslenskra foreldra. Ég er alin upp við þessa siði og hef ekki talið ástæðu til að taka barnið með mér inn þegar það sefur í vagninum. Að sjálfsögðu sit ég upp við rúðuna þar sem ég sé vagninn mjög vel,“ segir Hafrún. Margrét segir að það séu foreldrar sem beri ábyrgð á velferð og öryggi barna sinna en vonar að í langflestum tilvikum fylgist þeir með vögnum. „Við höfum ekki fengið neinar ábendingar um að barnavagnar séu skildir eftir án þess að fylgst sé með en þá gæti það verið barnaverndarmál.“ Í þriðju útgáfu af leiðbeiningum um heilsuvernd 0-5 ára barna sem Landlæknir og Heilsugæslan gáfu út árið 2013 kemur fram að sterk hefð sé fyrir útisvefni barna á Íslandi sem þróaðist út frá lélegum og þröngum húsakynnum. Þar segir líka að börn búi við aðrar aðstæður í dag og þurfi ekki að sofa úti. „Ekki er mælt með því að börn sofi úti í frosti eða roki. Þegar hitastig fer niður fyrir frostmark þarf að taka tillit til hitastigs, vindhraða, rakastigs og lengdar útiverunnar. Ekki er mælt með útiveru eða útisvefni þegar svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Heilsuverndarmörk á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra,“ segir í leiðbeiningunum. Þá kemur fram að forðast skuli fjölmenna staði, s.s. verslunarmiðstöðvar. Ónæmiskerfi nýbura sé óþroskað og áreitið of mikið fyrir barnið.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira