Innlent

Tólf þúsund manns baðaðir í öllum regnbogans litum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Uppselt var í hið árlega Color Run sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur í gær. Uppselt var í hlaupið en um tólf þúsund manns hlupu í hlaupinu sem er líklega það litríkasta þótt víða væri leitið enda hlaupið farið sigurför um heiminn.

Svo vinsælt varð í hlaupið þetta árið að það seldist upp en þátttakendur hlupu fimm kílómetra í miðbænum eftir að hafa safnast saman í Hljómskálagarðinum. Hlaupið fer þannig fram að á vissum stöðum á leiðinni hlaupa þátttakendur í gegnum litapúðurssprengju.

Svipmyndir frá hlaupinu má sjá í fréttinni að ofan en víðar var hlaupið í höfuðborginni í gær. Fréttin hefst eftir 15:45 mín í klippunni.

Að neðan má svo sjá nánari útskýringu á The Color Run frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. 

 


Tengdar fréttir

Miðum fjölgað í The Color Run

Miðum í The Color Run by Alvogen litahlaupið í næstu viku hefur verið fjölgað en að óbreyttu hefðu upphaflegir miðar klárast í dag.

Litabombuðu forstjórann - Myndband

Starfsmenn Nýherja eru greinilega komnir í mikinn Color Run gír og ákváðu þeir að hrekkja forstjórann sinn í vikunni.

Aðeins 300 miðar eftir í The Color Run

Það stefnir í að uppselt verði í The Color Run by Alvogen litahlaupið sem fram fer í Hljómskálagarðinum um komandi helgi. Aðeins 300 miðar eru nú eftir af þeim 1.000 miðum sem bætt var við hlaupið á dögunum og því nokkuð ljóst að uppselt verður í hlaupið annað árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×