Innlent

Ekið á ljósmyndara á torfærukeppni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Keppnisbíl var ekið á ljósmyndara á torfærukeppni í Akrafjalli í gær. Ljósmyndarinn féll fram fyrir sig og skall með andlitið í jörðina. Meðlimir flugbjörgunarsveita sinntu bráðagæslu og var konan flutt á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar.

Í tilkynningu á vef Akstursíþróttasambands Íslands segir að kinnbein konunnar hafi brotnað og gert hafi verið að því. Líðan hennar er sögð góð eftir atvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×