Innlent

Bíll endaði inn í garði og á hvolfi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Kolbeinn Tumi
Skömmu eftir klukkan eitt í nótt barst lögreglunni tilkynningu um að bíl hefði verið ekið inn í garð. Þar endaði bíllinn á hvolfi en fjögur ungmenni voru í honum. Þau sluppu á teljandi meiðsla.

Í dagbók lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi verið 17 ára stúlka sem grunuð sé um ölvunarakstur.

Lögreglan hafði skömmu áður afskipti af manni sem var sofandi í bíl og í mjög annarlegu ástandi. Hann gat ómögulega gert grein fyrir því hver ætti bílinn og hvernig hann endaði í honum. Við leit fundust meint fíkniefni á manninum.

Frá klukkan ellefu til hálf sex í nótt sinnti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfir 50 málum. Átta aðilar gistu fangageymslur, ýmist vegna brota eða ölvunarástands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×