Innlent

Þrenn hópslagsmál í miðbænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Hari
Tilkynningar bárust lögreglunni á nánast sama tíma í nótt um þrenn mismunandi fjöldaslagsmál í miðbænum. Nokkrir eru sagðir særðir eftir átökin en flytja þurfti tvo á slysadeild með sjúkrabíl.

Tilkynningarnar bárust skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Samkvæmt Dagbók lögreglunnar er í einhverjum tilvikum vitað hverjir árásaraðilarnir eru.

Þá voru nokkrir gómaðir við að keyra undir áhrifum áfengis og fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×