Innlent

Vilja aukið fé í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/ERnir
Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík vill að litið verði til höfuðborgarsvæðins í þeim auknu fjárframlögum til samgöngumála sem hafa verið boðuð. Samgönguáætlun stjórnvalda verði að taka mið af þeirri aukningu sem hafi átt sér stað í notkun almenningssamgangna á undanförnum árum.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin samþykkti í gær.

„Á álagstímum eru stærstu leiðir á höfuðborgarsvæðinu sprungnar og mikilvægt að ríkið komi að borðinu til fjármögnunar á næsta skrefi almenningssamgangna sem eru afkastameiri í öllum skilningi. Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll sammála um þörfina á nýbreytni  og  meiri afköstum í almenningssamgöngum sem og mikilvægi aðgerða í loftslagsmálum.“

Þar að auki þurfi samgönguáætlunin að tala tillit til stóraukins fjölda ferðamanna sem heimsæki Íslands.

„Meira en 90% erlendra ferðamanna gista í Reykjavík og veldur fjöldinn miklu álagi á gatnakerfi og innviði höfuðborgarsvæðisins. Ríkið þarf að koma að viðhaldi sem tilheyrir Vegagerðinni og að uppbyggingu líkt og kallað hefur verið eftir enda rennur hagnaður af komu ferðamanna til Íslands nær allur í ríkissjóð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×