Innlent

Vagnstjórar Strætó norðurlandameistarar í ökuleikni

Samúel Karl Ólason skrifar
Íslenska liðið. Efri röð frá vinstri.  Einar Árnason, Bjarni Tryggvason, Pétur G.Þ Árnason, Andrés B Bergsson og Kristján Kjartansson. Neðri röð frá vinstri: Jóhann Gunnarsson, Sigurjón Guðnason, Þórarinn Söebech og Hörður Tómasson.
Íslenska liðið. Efri röð frá vinstri. Einar Árnason, Bjarni Tryggvason, Pétur G.Þ Árnason, Andrés B Bergsson og Kristján Kjartansson. Neðri röð frá vinstri: Jóhann Gunnarsson, Sigurjón Guðnason, Þórarinn Söebech og Hörður Tómasson. Mynd/Áslaug Kristinsdóttir
Vagnstjórar Strætó bs. urðu í gær norðulandameistarar í ökuleikni annað árið í röð. Sex manna lið vagnstjóra sigraði lið frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku á starfssvæði Strætó að Hesthálsi í gær. Finnar hlutu silfurverðlaun og Norðmenn brons.

Keppt er á akstursbraut þar sem samanlagður villutími og aksturstími hvers vagnstjóra telja til úrslita.

Í tilkynningu segir að norðurlandameistari einstaklinga hafi verið Timo Kettunen frá Finnlandi. Sigurjón Guðnason var í öðru og Þárarinn Söebech í því þriðja.

„Félagsskapurinn, Nordiskt Rattmästerskap, fagnaði 40 ára afmæli hér í Reykjavík að þessu sinni. Finnar hafa unnið oftast frá upphafi eða 18 sinnum, en vagnstjórar frá SVR og síðar Strætó, hófu þátttöku 1983 og hafa síðan 1993, er fyrsti sigur íslenskra vagnstjóra vannst,  unnið keppnina 12 sinnum auk þess sem íslenskir vagnstjórar hafa unnið einstaklingskeppnina fjórum sinnum,“ segir í tilkynningunni.

Íslenska liðið sigraði með nokkrum yfirburðum í gær, þar sem allir vagnstjórarnir sex voru á topp tíu listanum. Alls aka 30 vagnstjórar í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×