Sakaður um glæpi í starfi sínu sem túlkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2016 07:00 „Þetta hefur skaðað mannorð mitt, fjölskyldu mína, efnahagslegt ástand mitt og mig andlega,” segir Ómar Samir, kennari og túlkur, en hann hefur verið sakaður um alvarlega glæpi í starfi sínu sem túlkur. Ómar er frá Egyptalandi en hefur búið á Íslandi síðan árið 1980. Hann hefur starfað fyrir Reykjavíkurborg sem kennari í tugi ára og sinnt túlkaþjónustu fyrir ýmsa aðila hér á landi í 27 ár. „Ég er ranglega sakaður en fæ ekkert að vita af hverju eða hvaðan það kemur.“Omar SamirÓmar hefur starfað sem verktaki hjá Alþjóðasetri sem túlkur í um fjögur ár. Í lok mars síðastliðinn var Ómar boðaður á fund hjá Alþjóðasetri. Þar var honum sagt frá því að borgin hafi sett sig í samband við Alþjóðasetur með alvarlegar ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar voru þær að Ómar hafi ekki túlkað rétt, hótað skjólstæðingum Reykjavíkurborgar, sagt þeim hvernig þeir ættu að svara og haga sér og að hann hafi þegið peninga beint frá þeim fyrir túlkaþjónustu sína. Ómar segir borgina ekki hafa lagt fram neinar sannanir né útskýringar á ásökununum, hvorki til Alþjóðaseturs né til hans sjálfs. „Ég er ítrekað búinn að senda borginni fyrirspurnir en fæ engin svör. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og þetta er óréttlátt. Ég trúi ekki öðru en að Reykjavíkurborg sé að brjóta reglur og að það stangist á við mannréttindi að ég fái ekki útskýringar.“ Í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að Alþjóðasetur hafi ákveðið að halda áfram samstarfi sínu við Ómar þar sem engar sannanir hafi borist varðandi ásakanirnar. Alþjóðasetur geti hins vegar ekki úthlutað honum verkefnum sem falla undir Reykjavíkurborg þar sem fulltrúar borgarinnar hafi beðið sérstaklega um að svo verði ekki gert. Ómari grunar hverjir það eru sem saki hann um glæpina. Hann segir það líklega vera menn sem réðust á hann í lok síðasta árs vegna þess að hann hafi neitað að hjálpa þeim við að svíkja fé út úr ríkinu. Hann segir mennina hafa mútað sér til að hjálpa þeim en hann hafi þá farið til lögreglunnar með málið. „Ég var beðinn um að hjálpa þeim að gera óheiðarlega hluti því þeir tala ekki íslensku. Ég sagði lögreglunni frá og var laminn,” segir Ómar og bætir við að hann gæti þá allavega fengið að útskýra sína hlið á málinu. Alexander Dungal, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, segist ekki geta tjáð sig um málið vegna þagnarskyldu. „Ég hef ekkert slæmt um Ómar að segja. Reykjavíkurborg er mikilvægur viðskiptavinur okkar og við höfum einnig átt gott samband við Ómar.” Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, vegna málsins en fram kemur í tölvupóstsamskiptum að hún hafi staðfesti skriflega við Alþjóðasetur að borgin myndi ekki falla frá ásökununum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Þetta hefur skaðað mannorð mitt, fjölskyldu mína, efnahagslegt ástand mitt og mig andlega,” segir Ómar Samir, kennari og túlkur, en hann hefur verið sakaður um alvarlega glæpi í starfi sínu sem túlkur. Ómar er frá Egyptalandi en hefur búið á Íslandi síðan árið 1980. Hann hefur starfað fyrir Reykjavíkurborg sem kennari í tugi ára og sinnt túlkaþjónustu fyrir ýmsa aðila hér á landi í 27 ár. „Ég er ranglega sakaður en fæ ekkert að vita af hverju eða hvaðan það kemur.“Omar SamirÓmar hefur starfað sem verktaki hjá Alþjóðasetri sem túlkur í um fjögur ár. Í lok mars síðastliðinn var Ómar boðaður á fund hjá Alþjóðasetri. Þar var honum sagt frá því að borgin hafi sett sig í samband við Alþjóðasetur með alvarlegar ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar voru þær að Ómar hafi ekki túlkað rétt, hótað skjólstæðingum Reykjavíkurborgar, sagt þeim hvernig þeir ættu að svara og haga sér og að hann hafi þegið peninga beint frá þeim fyrir túlkaþjónustu sína. Ómar segir borgina ekki hafa lagt fram neinar sannanir né útskýringar á ásökununum, hvorki til Alþjóðaseturs né til hans sjálfs. „Ég er ítrekað búinn að senda borginni fyrirspurnir en fæ engin svör. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og þetta er óréttlátt. Ég trúi ekki öðru en að Reykjavíkurborg sé að brjóta reglur og að það stangist á við mannréttindi að ég fái ekki útskýringar.“ Í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að Alþjóðasetur hafi ákveðið að halda áfram samstarfi sínu við Ómar þar sem engar sannanir hafi borist varðandi ásakanirnar. Alþjóðasetur geti hins vegar ekki úthlutað honum verkefnum sem falla undir Reykjavíkurborg þar sem fulltrúar borgarinnar hafi beðið sérstaklega um að svo verði ekki gert. Ómari grunar hverjir það eru sem saki hann um glæpina. Hann segir það líklega vera menn sem réðust á hann í lok síðasta árs vegna þess að hann hafi neitað að hjálpa þeim við að svíkja fé út úr ríkinu. Hann segir mennina hafa mútað sér til að hjálpa þeim en hann hafi þá farið til lögreglunnar með málið. „Ég var beðinn um að hjálpa þeim að gera óheiðarlega hluti því þeir tala ekki íslensku. Ég sagði lögreglunni frá og var laminn,” segir Ómar og bætir við að hann gæti þá allavega fengið að útskýra sína hlið á málinu. Alexander Dungal, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, segist ekki geta tjáð sig um málið vegna þagnarskyldu. „Ég hef ekkert slæmt um Ómar að segja. Reykjavíkurborg er mikilvægur viðskiptavinur okkar og við höfum einnig átt gott samband við Ómar.” Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, vegna málsins en fram kemur í tölvupóstsamskiptum að hún hafi staðfesti skriflega við Alþjóðasetur að borgin myndi ekki falla frá ásökununum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira