Sakaður um glæpi í starfi sínu sem túlkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2016 07:00 „Þetta hefur skaðað mannorð mitt, fjölskyldu mína, efnahagslegt ástand mitt og mig andlega,” segir Ómar Samir, kennari og túlkur, en hann hefur verið sakaður um alvarlega glæpi í starfi sínu sem túlkur. Ómar er frá Egyptalandi en hefur búið á Íslandi síðan árið 1980. Hann hefur starfað fyrir Reykjavíkurborg sem kennari í tugi ára og sinnt túlkaþjónustu fyrir ýmsa aðila hér á landi í 27 ár. „Ég er ranglega sakaður en fæ ekkert að vita af hverju eða hvaðan það kemur.“Omar SamirÓmar hefur starfað sem verktaki hjá Alþjóðasetri sem túlkur í um fjögur ár. Í lok mars síðastliðinn var Ómar boðaður á fund hjá Alþjóðasetri. Þar var honum sagt frá því að borgin hafi sett sig í samband við Alþjóðasetur með alvarlegar ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar voru þær að Ómar hafi ekki túlkað rétt, hótað skjólstæðingum Reykjavíkurborgar, sagt þeim hvernig þeir ættu að svara og haga sér og að hann hafi þegið peninga beint frá þeim fyrir túlkaþjónustu sína. Ómar segir borgina ekki hafa lagt fram neinar sannanir né útskýringar á ásökununum, hvorki til Alþjóðaseturs né til hans sjálfs. „Ég er ítrekað búinn að senda borginni fyrirspurnir en fæ engin svör. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og þetta er óréttlátt. Ég trúi ekki öðru en að Reykjavíkurborg sé að brjóta reglur og að það stangist á við mannréttindi að ég fái ekki útskýringar.“ Í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að Alþjóðasetur hafi ákveðið að halda áfram samstarfi sínu við Ómar þar sem engar sannanir hafi borist varðandi ásakanirnar. Alþjóðasetur geti hins vegar ekki úthlutað honum verkefnum sem falla undir Reykjavíkurborg þar sem fulltrúar borgarinnar hafi beðið sérstaklega um að svo verði ekki gert. Ómari grunar hverjir það eru sem saki hann um glæpina. Hann segir það líklega vera menn sem réðust á hann í lok síðasta árs vegna þess að hann hafi neitað að hjálpa þeim við að svíkja fé út úr ríkinu. Hann segir mennina hafa mútað sér til að hjálpa þeim en hann hafi þá farið til lögreglunnar með málið. „Ég var beðinn um að hjálpa þeim að gera óheiðarlega hluti því þeir tala ekki íslensku. Ég sagði lögreglunni frá og var laminn,” segir Ómar og bætir við að hann gæti þá allavega fengið að útskýra sína hlið á málinu. Alexander Dungal, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, segist ekki geta tjáð sig um málið vegna þagnarskyldu. „Ég hef ekkert slæmt um Ómar að segja. Reykjavíkurborg er mikilvægur viðskiptavinur okkar og við höfum einnig átt gott samband við Ómar.” Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, vegna málsins en fram kemur í tölvupóstsamskiptum að hún hafi staðfesti skriflega við Alþjóðasetur að borgin myndi ekki falla frá ásökununum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
„Þetta hefur skaðað mannorð mitt, fjölskyldu mína, efnahagslegt ástand mitt og mig andlega,” segir Ómar Samir, kennari og túlkur, en hann hefur verið sakaður um alvarlega glæpi í starfi sínu sem túlkur. Ómar er frá Egyptalandi en hefur búið á Íslandi síðan árið 1980. Hann hefur starfað fyrir Reykjavíkurborg sem kennari í tugi ára og sinnt túlkaþjónustu fyrir ýmsa aðila hér á landi í 27 ár. „Ég er ranglega sakaður en fæ ekkert að vita af hverju eða hvaðan það kemur.“Omar SamirÓmar hefur starfað sem verktaki hjá Alþjóðasetri sem túlkur í um fjögur ár. Í lok mars síðastliðinn var Ómar boðaður á fund hjá Alþjóðasetri. Þar var honum sagt frá því að borgin hafi sett sig í samband við Alþjóðasetur með alvarlegar ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar voru þær að Ómar hafi ekki túlkað rétt, hótað skjólstæðingum Reykjavíkurborgar, sagt þeim hvernig þeir ættu að svara og haga sér og að hann hafi þegið peninga beint frá þeim fyrir túlkaþjónustu sína. Ómar segir borgina ekki hafa lagt fram neinar sannanir né útskýringar á ásökununum, hvorki til Alþjóðaseturs né til hans sjálfs. „Ég er ítrekað búinn að senda borginni fyrirspurnir en fæ engin svör. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og þetta er óréttlátt. Ég trúi ekki öðru en að Reykjavíkurborg sé að brjóta reglur og að það stangist á við mannréttindi að ég fái ekki útskýringar.“ Í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að Alþjóðasetur hafi ákveðið að halda áfram samstarfi sínu við Ómar þar sem engar sannanir hafi borist varðandi ásakanirnar. Alþjóðasetur geti hins vegar ekki úthlutað honum verkefnum sem falla undir Reykjavíkurborg þar sem fulltrúar borgarinnar hafi beðið sérstaklega um að svo verði ekki gert. Ómari grunar hverjir það eru sem saki hann um glæpina. Hann segir það líklega vera menn sem réðust á hann í lok síðasta árs vegna þess að hann hafi neitað að hjálpa þeim við að svíkja fé út úr ríkinu. Hann segir mennina hafa mútað sér til að hjálpa þeim en hann hafi þá farið til lögreglunnar með málið. „Ég var beðinn um að hjálpa þeim að gera óheiðarlega hluti því þeir tala ekki íslensku. Ég sagði lögreglunni frá og var laminn,” segir Ómar og bætir við að hann gæti þá allavega fengið að útskýra sína hlið á málinu. Alexander Dungal, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, segist ekki geta tjáð sig um málið vegna þagnarskyldu. „Ég hef ekkert slæmt um Ómar að segja. Reykjavíkurborg er mikilvægur viðskiptavinur okkar og við höfum einnig átt gott samband við Ómar.” Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, vegna málsins en fram kemur í tölvupóstsamskiptum að hún hafi staðfesti skriflega við Alþjóðasetur að borgin myndi ekki falla frá ásökununum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira