Sakaður um glæpi í starfi sínu sem túlkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2016 07:00 „Þetta hefur skaðað mannorð mitt, fjölskyldu mína, efnahagslegt ástand mitt og mig andlega,” segir Ómar Samir, kennari og túlkur, en hann hefur verið sakaður um alvarlega glæpi í starfi sínu sem túlkur. Ómar er frá Egyptalandi en hefur búið á Íslandi síðan árið 1980. Hann hefur starfað fyrir Reykjavíkurborg sem kennari í tugi ára og sinnt túlkaþjónustu fyrir ýmsa aðila hér á landi í 27 ár. „Ég er ranglega sakaður en fæ ekkert að vita af hverju eða hvaðan það kemur.“Omar SamirÓmar hefur starfað sem verktaki hjá Alþjóðasetri sem túlkur í um fjögur ár. Í lok mars síðastliðinn var Ómar boðaður á fund hjá Alþjóðasetri. Þar var honum sagt frá því að borgin hafi sett sig í samband við Alþjóðasetur með alvarlegar ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar voru þær að Ómar hafi ekki túlkað rétt, hótað skjólstæðingum Reykjavíkurborgar, sagt þeim hvernig þeir ættu að svara og haga sér og að hann hafi þegið peninga beint frá þeim fyrir túlkaþjónustu sína. Ómar segir borgina ekki hafa lagt fram neinar sannanir né útskýringar á ásökununum, hvorki til Alþjóðaseturs né til hans sjálfs. „Ég er ítrekað búinn að senda borginni fyrirspurnir en fæ engin svör. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og þetta er óréttlátt. Ég trúi ekki öðru en að Reykjavíkurborg sé að brjóta reglur og að það stangist á við mannréttindi að ég fái ekki útskýringar.“ Í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að Alþjóðasetur hafi ákveðið að halda áfram samstarfi sínu við Ómar þar sem engar sannanir hafi borist varðandi ásakanirnar. Alþjóðasetur geti hins vegar ekki úthlutað honum verkefnum sem falla undir Reykjavíkurborg þar sem fulltrúar borgarinnar hafi beðið sérstaklega um að svo verði ekki gert. Ómari grunar hverjir það eru sem saki hann um glæpina. Hann segir það líklega vera menn sem réðust á hann í lok síðasta árs vegna þess að hann hafi neitað að hjálpa þeim við að svíkja fé út úr ríkinu. Hann segir mennina hafa mútað sér til að hjálpa þeim en hann hafi þá farið til lögreglunnar með málið. „Ég var beðinn um að hjálpa þeim að gera óheiðarlega hluti því þeir tala ekki íslensku. Ég sagði lögreglunni frá og var laminn,” segir Ómar og bætir við að hann gæti þá allavega fengið að útskýra sína hlið á málinu. Alexander Dungal, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, segist ekki geta tjáð sig um málið vegna þagnarskyldu. „Ég hef ekkert slæmt um Ómar að segja. Reykjavíkurborg er mikilvægur viðskiptavinur okkar og við höfum einnig átt gott samband við Ómar.” Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, vegna málsins en fram kemur í tölvupóstsamskiptum að hún hafi staðfesti skriflega við Alþjóðasetur að borgin myndi ekki falla frá ásökununum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
„Þetta hefur skaðað mannorð mitt, fjölskyldu mína, efnahagslegt ástand mitt og mig andlega,” segir Ómar Samir, kennari og túlkur, en hann hefur verið sakaður um alvarlega glæpi í starfi sínu sem túlkur. Ómar er frá Egyptalandi en hefur búið á Íslandi síðan árið 1980. Hann hefur starfað fyrir Reykjavíkurborg sem kennari í tugi ára og sinnt túlkaþjónustu fyrir ýmsa aðila hér á landi í 27 ár. „Ég er ranglega sakaður en fæ ekkert að vita af hverju eða hvaðan það kemur.“Omar SamirÓmar hefur starfað sem verktaki hjá Alþjóðasetri sem túlkur í um fjögur ár. Í lok mars síðastliðinn var Ómar boðaður á fund hjá Alþjóðasetri. Þar var honum sagt frá því að borgin hafi sett sig í samband við Alþjóðasetur með alvarlegar ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar voru þær að Ómar hafi ekki túlkað rétt, hótað skjólstæðingum Reykjavíkurborgar, sagt þeim hvernig þeir ættu að svara og haga sér og að hann hafi þegið peninga beint frá þeim fyrir túlkaþjónustu sína. Ómar segir borgina ekki hafa lagt fram neinar sannanir né útskýringar á ásökununum, hvorki til Alþjóðaseturs né til hans sjálfs. „Ég er ítrekað búinn að senda borginni fyrirspurnir en fæ engin svör. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og þetta er óréttlátt. Ég trúi ekki öðru en að Reykjavíkurborg sé að brjóta reglur og að það stangist á við mannréttindi að ég fái ekki útskýringar.“ Í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur undir höndum kemur fram að Alþjóðasetur hafi ákveðið að halda áfram samstarfi sínu við Ómar þar sem engar sannanir hafi borist varðandi ásakanirnar. Alþjóðasetur geti hins vegar ekki úthlutað honum verkefnum sem falla undir Reykjavíkurborg þar sem fulltrúar borgarinnar hafi beðið sérstaklega um að svo verði ekki gert. Ómari grunar hverjir það eru sem saki hann um glæpina. Hann segir það líklega vera menn sem réðust á hann í lok síðasta árs vegna þess að hann hafi neitað að hjálpa þeim við að svíkja fé út úr ríkinu. Hann segir mennina hafa mútað sér til að hjálpa þeim en hann hafi þá farið til lögreglunnar með málið. „Ég var beðinn um að hjálpa þeim að gera óheiðarlega hluti því þeir tala ekki íslensku. Ég sagði lögreglunni frá og var laminn,” segir Ómar og bætir við að hann gæti þá allavega fengið að útskýra sína hlið á málinu. Alexander Dungal, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, segist ekki geta tjáð sig um málið vegna þagnarskyldu. „Ég hef ekkert slæmt um Ómar að segja. Reykjavíkurborg er mikilvægur viðskiptavinur okkar og við höfum einnig átt gott samband við Ómar.” Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, vegna málsins en fram kemur í tölvupóstsamskiptum að hún hafi staðfesti skriflega við Alþjóðasetur að borgin myndi ekki falla frá ásökununum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira