Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvu Brá Þorsteinsdóttur sem er fædd 1990. Ekkert er vitað um ferðir Elvu frá því um miðjan dag á þriðjudag, 14. júní síðastliðinn.
Elva er grannvaxinn, 167 cm á hæð og er með dökkt sítt hár. Elva var klædd í svarta úlpu, svartar buxur, svarta rennda peysu og svarta strigaskó þegar hún sást síðast.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Elvu eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í s. 444-1000.

