Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á Stöð 2 fjöllum við um mikla öryggisgæslu sem var þegar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra flutti hátíðarræðu sína í dag. Gæslan var efld eftir að mótmælendur yfirgnæfðu ræðu forvera hans í fyrra. Engir mótmælendur voru þó sjáanlegir í dag.

Við verðum í beinni útsendingu frá Marseille í Frakklandi þar sem þúsundir Íslendinga halda 17. júní hátíðlegan. Við hittum einnig Ragnar Kjartansson nýjan borgarlistamann Reykjavíkur sem óttast að viðurkenningin geri hann óþolandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×