Innlent

Fjölmennt og litskrúðugt í miðborginni

Jóhann K Jóhannsson skrifar
Það var fjölmennt og litskrúðugt mannlífið í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni af afmæli íslenska lýðveldisins.

Hátíðardagskráin í dag var með hefðbundnu sniði en boðið var upp á ýmsa afþreyingu í miðborginni og meðal annars tóku kraftajötnar á því við tjörnina. Leiktæki voru víðs vegar fyrir börnin og það var að sjálfsögðu til siðs að mæta í skrúðgöngu undir styrkri stjórn skátanna og Lúðrasveitar verkalýðsins en í ár var gengið frá Hlemmi og sömuleiðis frá Hagatorgi og endaði svo í Hljómskálagarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×