WOW og Icelandair losa eins og álverin Sveinn Arnarsson skrifar 18. júní 2016 07:00 Flugfloti íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair losar jafn mikið magn gróðurhúsalofttegunda í ár og álverin hér á landi. Með sívaxandi straumi ferðamanna hingað til lands er líklegt að fyrirtækin tvö muni losa meira en álverin í komandi framtíð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, spurði umhverfisráðherra út í magn útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum flugfélögum. Þar kemur fram að samkvæmt gögnum frá Eurocontrol losa íslensk flugfélög 0,0154 tonn af koldíoxiði á hvern floginn kílómetra. Íslensku flugfélögin tvö fljúga um 85 milljón kílómetra á þessu ári og því eru um háar tölur að ræða.Bjarkey Olsen ?Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænnaFram kemur í svari umhverfisráðherra að samkvæmt Kýótó-bókuninni bera einstök ríki ábyrgð á losun frá innanlandsflugi, en ekki frá millilandaflugi eða millilandasiglingum. Einnig segir að í losunarbókhaldi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er millilandaflug ekki undir skuldbindingum einstakra ríkja. Bjarkey segir það mikilvægt í ljósi stöðunnar að skoða hvað íslensk stjórnvöld geta gert til að minnka vistspor sitt og því þurfi líka að huga að samgöngum til og frá landinu. „Þetta helst svo í hendur við annað sem við erum að skoða, í sambandi við nýgerða búvörusamninga og innflutning hingað til lands. Það er keppikefli okkar að minnka útblástur okkar og ýta undir umhverfisvænni leiðir. Árif gróðurhúsalofttegunda eru að koma fram núna og það hefur mikil áhrif bæði hér á landi og annars staðar,“ segir Bjarkey. Sigrún Magnúsdóttir tekur ágætlega í hugmyndir þess efnis að kolefnisjafna flug til og frá landinu með einhverjum hætti. „Kolefnisjöfnun vegna flugferða sérstaklega gæti verið útfærð í samvinnu við flugfélög sem mörg bjóða upp á kolefnisjöfnun gegn aukalegri greiðslu. Fjölmargir erlendir aðilar bjóða upp á kolefnisjöfnun, en einungis einn íslenskur aðili að því er ráðuneytið veit best, þar sem kaupendum býðst að fjárfesta í skógrækt sem bindur jafn mikið magn koldíoxíðs úr andrúmslofti og nemur losuninni,“ segir í svari hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18 júni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Flugfloti íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair losar jafn mikið magn gróðurhúsalofttegunda í ár og álverin hér á landi. Með sívaxandi straumi ferðamanna hingað til lands er líklegt að fyrirtækin tvö muni losa meira en álverin í komandi framtíð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, spurði umhverfisráðherra út í magn útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum flugfélögum. Þar kemur fram að samkvæmt gögnum frá Eurocontrol losa íslensk flugfélög 0,0154 tonn af koldíoxiði á hvern floginn kílómetra. Íslensku flugfélögin tvö fljúga um 85 milljón kílómetra á þessu ári og því eru um háar tölur að ræða.Bjarkey Olsen ?Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænnaFram kemur í svari umhverfisráðherra að samkvæmt Kýótó-bókuninni bera einstök ríki ábyrgð á losun frá innanlandsflugi, en ekki frá millilandaflugi eða millilandasiglingum. Einnig segir að í losunarbókhaldi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er millilandaflug ekki undir skuldbindingum einstakra ríkja. Bjarkey segir það mikilvægt í ljósi stöðunnar að skoða hvað íslensk stjórnvöld geta gert til að minnka vistspor sitt og því þurfi líka að huga að samgöngum til og frá landinu. „Þetta helst svo í hendur við annað sem við erum að skoða, í sambandi við nýgerða búvörusamninga og innflutning hingað til lands. Það er keppikefli okkar að minnka útblástur okkar og ýta undir umhverfisvænni leiðir. Árif gróðurhúsalofttegunda eru að koma fram núna og það hefur mikil áhrif bæði hér á landi og annars staðar,“ segir Bjarkey. Sigrún Magnúsdóttir tekur ágætlega í hugmyndir þess efnis að kolefnisjafna flug til og frá landinu með einhverjum hætti. „Kolefnisjöfnun vegna flugferða sérstaklega gæti verið útfærð í samvinnu við flugfélög sem mörg bjóða upp á kolefnisjöfnun gegn aukalegri greiðslu. Fjölmargir erlendir aðilar bjóða upp á kolefnisjöfnun, en einungis einn íslenskur aðili að því er ráðuneytið veit best, þar sem kaupendum býðst að fjárfesta í skógrækt sem bindur jafn mikið magn koldíoxíðs úr andrúmslofti og nemur losuninni,“ segir í svari hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18 júni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira