Innlent

Jón Hákon dreginn á land í dag

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Varðskipið Þór hefur í vikunni unnið að því að koma Jóni Hákoni til Ísafjarðar.
Varðskipið Þór hefur í vikunni unnið að því að koma Jóni Hákoni til Ísafjarðar. Vísir/Hafþór
Báturinn Jón Hákon verður dreginn á þurrt land á Ísafirði síðar í dag. Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir aðgerðirnar hafa gengið vonum framar.

Báturinn sökk í júlí í fyrra og fórst einn úr áhöfn hans. Varðskipið Þór hefur í vikunni unnið að því að koma bátnum til Ísafjarðar.

Sjá einnig: „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“

Jón Arelíus Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir síðasta sólarhringinn hafa verið strembinn.

„En þetta hefur nú gengið vonum framar, að okkar mati, og klukkan hálfníu í gærkvöldi flaut báturinn upp,“ segir Jón Arelíus. „Við náðum að dæla úr honum en hann er það laskaður að það þurfti að þétta hann með sérstökum dúkum og það er samt leki í honum. Þannig að nú erum við að undirbúa að færa hann inn á Poll og taka hann upp í fjöru þar.“

Rannsókn rannsóknarnefndar tekur svo við. Jón segir ekki tímabært að segja til um hvað olli slysinu að svo stöddu.

Vísir/Hafþór
Vísir/Hafþór
Vísir/Hafþór

Tengdar fréttir

Jón Hákon á þurrt um næstu helgi

Aðgerðir við að sækja Jón Hákon BA 60 af hafsbotni eru í fullum gangi. Reiknað er með að báturinn komist á flot um næstu helgi takist allt vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×