Göngumaðurinn týndur í sólarhring: Skyggni slæmt og vísbendingar fáar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 21:10 Ekkert bólar á göngumanni sem varð viðskila við samferðafólk sitt í gærdag við Sveifluháls norðan Kleifarvatns. Rúmlega hundrað manna hópur leitar að manninum og er leitin umfangsmikil. Notast er við dróna, þyrlu og fjórhjól meðal annars. Þó er skyggni ansi slæmt en mikil þoka liggur yfir svæðinu auk þess sem rignir á mannskapinn. „Það liggur mikið við. Veðrið hefur verið vont undanfarið,“ útskýrir Frímann Grímsson, sem er einn leitaraðila á svæðinu. Viðtal við Frímann má sjá hér að ofan.Sjá einnig: Leita göngumanns á SuðurnesjumMaðurinn heitir Colin Smith og er 58 ára gamall.Vísir/Lögreglan„Þegar maðurinn yfirgefur hópinn, þau eru þrjú saman, þá er hann um fjörutíu mínútum á undan, eitthvað svoleiðis og ætlaði að labba að Djúpavatni. Félagarnir komu á eftir honum. Þau finna hann ekki, sjá hann hvergi og þau ákveða því að gista hjá Djúpavatni um nóttina. Hann kemur ekki fram, þau gista á áberandi stað en hann lætur ekki sjá sig.“ Sjá einnig: Lögregla lýsir eftir göngumanninum Leitarsvæðið er erfitt en þar er móberg, fjöll og mikið um vötn og tjarnir. Þá er víða bratt. Jónas Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að leitað verði þar til annað verður ákveðið. Ein vísbending hefur borist leitarteymi en annars verður teymið að leita á ansi stóru svæði. Jónas segir einn gönguhóp hafa snúið við í dag vegna slæms veðurs. Þá tekur þyrla þátt í björgunaraðgerðum en sem fyrr segir er skyggni slæmt og erfitt að greina nokkuð á jörðu niðri.Uppfært kl. 21.45:Lögregla lýsti í kvöld eftir manninum en hann heitir Colin Smith og er 58 ára gamall. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Ekkert bólar á göngumanni sem varð viðskila við samferðafólk sitt í gærdag við Sveifluháls norðan Kleifarvatns. Rúmlega hundrað manna hópur leitar að manninum og er leitin umfangsmikil. Notast er við dróna, þyrlu og fjórhjól meðal annars. Þó er skyggni ansi slæmt en mikil þoka liggur yfir svæðinu auk þess sem rignir á mannskapinn. „Það liggur mikið við. Veðrið hefur verið vont undanfarið,“ útskýrir Frímann Grímsson, sem er einn leitaraðila á svæðinu. Viðtal við Frímann má sjá hér að ofan.Sjá einnig: Leita göngumanns á SuðurnesjumMaðurinn heitir Colin Smith og er 58 ára gamall.Vísir/Lögreglan„Þegar maðurinn yfirgefur hópinn, þau eru þrjú saman, þá er hann um fjörutíu mínútum á undan, eitthvað svoleiðis og ætlaði að labba að Djúpavatni. Félagarnir komu á eftir honum. Þau finna hann ekki, sjá hann hvergi og þau ákveða því að gista hjá Djúpavatni um nóttina. Hann kemur ekki fram, þau gista á áberandi stað en hann lætur ekki sjá sig.“ Sjá einnig: Lögregla lýsir eftir göngumanninum Leitarsvæðið er erfitt en þar er móberg, fjöll og mikið um vötn og tjarnir. Þá er víða bratt. Jónas Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að leitað verði þar til annað verður ákveðið. Ein vísbending hefur borist leitarteymi en annars verður teymið að leita á ansi stóru svæði. Jónas segir einn gönguhóp hafa snúið við í dag vegna slæms veðurs. Þá tekur þyrla þátt í björgunaraðgerðum en sem fyrr segir er skyggni slæmt og erfitt að greina nokkuð á jörðu niðri.Uppfært kl. 21.45:Lögregla lýsti í kvöld eftir manninum en hann heitir Colin Smith og er 58 ára gamall.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira