Reykjavíkurmódelið virkar Magnús Már Guðmundsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Reykjavíkurborg hefur náð ótrúlegum árangri að undanförnu í að fækka í hópi þeirra Reykvíkinga sem þurfa á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda. Notendum í janúar til mars 2016 fækkaði um 23,6% miðað við sama tímabil árið 2015. Um er að ræða 455 einstaklinga sem er sambærilegur fjöldi og býr í Vík í Mýrdal og öllum í Mýrdalshreppi. Stærð hópsins er sömuleiðis sambærileg á við 7-8% stöðugilda hjá Reykjavíkurborg. Þannig að um umtalsverðan fjölda er að ræða og árangurinn augljós. Eins og oft hefur komið fram þá er fjárhagsaðstoð neyðaraðstoð og samfélagslegt öryggisnet. Þeir sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum eða eru óvinnufærir fá aðstoð. Það er mjög mikilvægt að fólk festist ekki á fjárhagastoð og brýnt að veita því góðan stuðning svo aðstæður hópsins versni ekki. Þetta er hverjum og einum einstaklingi mikilvægt og samfélaginu í heild sömuleiðis, meðal annars fjárhagslega. Á síðasta ári sparaðist hjá borginni tæplega hálfur milljarður kóna vegna góðs árangurs hvað fjárhagsaðstoð varðar. Reykjavíkurmódelið byggir á samræmdu verklagi við móttöku og meðferð umsókna um fjárhagsaðstoð þar sem áhersla er lögð á inngrip snemma í ferlinu og að notendur finni styrkleika sína, meti starfsgetu og setji sér valdeflandi markmið. Um leið þarf að muna að um afar fjölbreyttan hóp er að ræða og að þarfirnar eru breytilegar. Árangurinn að undanförnu er frábær. Hann hefur ekki náðst sjálfkrafa því ásamt betra atvinnuástandi í landinu skipta þar mestu fjölbreytt úrræði, manneskjulegt viðhorf og öflugir virkni- og þjónusturáðgjafar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Enda var það ekki að ástæðulausu að virkniráðgjöfum var fjölgað á árunum eftir hrun. Það var gert til að ná betur utan um málaflokkinn og hjálpa fólki að komast aftur í virkni, öllum til gagns. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram á sömu braut enda öllum vonandi orðið ljóst að Reykjavíkurmódelið virkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur náð ótrúlegum árangri að undanförnu í að fækka í hópi þeirra Reykvíkinga sem þurfa á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda. Notendum í janúar til mars 2016 fækkaði um 23,6% miðað við sama tímabil árið 2015. Um er að ræða 455 einstaklinga sem er sambærilegur fjöldi og býr í Vík í Mýrdal og öllum í Mýrdalshreppi. Stærð hópsins er sömuleiðis sambærileg á við 7-8% stöðugilda hjá Reykjavíkurborg. Þannig að um umtalsverðan fjölda er að ræða og árangurinn augljós. Eins og oft hefur komið fram þá er fjárhagsaðstoð neyðaraðstoð og samfélagslegt öryggisnet. Þeir sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum eða eru óvinnufærir fá aðstoð. Það er mjög mikilvægt að fólk festist ekki á fjárhagastoð og brýnt að veita því góðan stuðning svo aðstæður hópsins versni ekki. Þetta er hverjum og einum einstaklingi mikilvægt og samfélaginu í heild sömuleiðis, meðal annars fjárhagslega. Á síðasta ári sparaðist hjá borginni tæplega hálfur milljarður kóna vegna góðs árangurs hvað fjárhagsaðstoð varðar. Reykjavíkurmódelið byggir á samræmdu verklagi við móttöku og meðferð umsókna um fjárhagsaðstoð þar sem áhersla er lögð á inngrip snemma í ferlinu og að notendur finni styrkleika sína, meti starfsgetu og setji sér valdeflandi markmið. Um leið þarf að muna að um afar fjölbreyttan hóp er að ræða og að þarfirnar eru breytilegar. Árangurinn að undanförnu er frábær. Hann hefur ekki náðst sjálfkrafa því ásamt betra atvinnuástandi í landinu skipta þar mestu fjölbreytt úrræði, manneskjulegt viðhorf og öflugir virkni- og þjónusturáðgjafar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Enda var það ekki að ástæðulausu að virkniráðgjöfum var fjölgað á árunum eftir hrun. Það var gert til að ná betur utan um málaflokkinn og hjálpa fólki að komast aftur í virkni, öllum til gagns. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram á sömu braut enda öllum vonandi orðið ljóst að Reykjavíkurmódelið virkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar