Hættulegir veðurfræðingar Þórlindur Kjartansson skrifar 3. júní 2016 07:00 Öðru hverju hljóta veðurfræðingar umtalsverða frægð. Þegar sérstaklega hættulegar lægðir nálgast landið fellur það gjarnan í hlut einhvers veðurfræðingsins að gerast talsmaður óveðursins. Veðurfræðingurinn er í löngum viðtölum í upphafi fréttatíma á öllum stöðvum og er kallaður til í aukafréttir ef veðurofsinn nær umtalsverðum styrk. Þessi veðurfræðingur útskýrir fyrir hönd veðursins allar þær djöfullegu fyrirætlanir sem það hefur í hyggju. „Veðrið mitt ætlar að skemma trampólínin ykkar,“ segir hann við börnin. „Veðrið mitt ætlar að feykja gasgrillinu ykkar út af svölunum og inn um gluggann hjá nágrönnunum,“ segir hann við foreldrana. „Veðrið mitt ætlar að fella þig úti á miðri götu og mjaðmagrindarbrjóta þig,“ segir talsmaðurinn við eldri borgarana. Ef margar hættulegar lægðir berast hingað á skömmum tíma, og sami veðurfræðingur gerist talsmaður þeirra allra, þá er hætt við því að veðurfræðingurinn verði smám saman samsamaður illviðrunum í hugum fólks. Það eitt að sjá mynd af þessum ólánsama veðurfræðingi getur sett af stað efnaskipti í heilanum sem framkalla ótta og kvíða. Tilfinningarnar taka völdin.Flókinn og einfaldur heili Mannsheilinn er nefnilega magnað og flókið líffæri. En heilinn er líka einfaldur þegar það hentar. Ef manneskja lendir í raunverulegu hættuástandi þá bregst heilinn við með því að einfalda slíka aðstöðu til mikilla muna. Þegar manni er ógnað með hnífi þá veltir hann ekki fyrir sér á þeirri stundu hvort árásarmanninum líði eitthvað illa, eða hvort rekja megi ofbeldishneigð hans til flókinna félagslegra þátta. Heilinn segir bara: „Flýja“ eða „Berjast!“. Þessi einfalda forskrift heilans við slíkar aðstæður er ómetanleg í harðri lífsbaráttu villtra dýra, en getur leitt okkur á rökfræðilega refilstigu í daglegu lífi. Frumstæðustu hlutar heilans eiga nefnilega erfitt með að gera greinarmun á orsök og afleiðingu. Það er of flókið. Eðlisávísunin skilur miklu betur merki og viðvaranir. Hún talar beint inn í tilfinningar okkar og þess vegna finnum við oft ónot gagnvart hlutum sem á einhvern hátt tengjast því sem við skynjum sem hættu eða ógn; hvort sem það er rökrétt eða ekki.Skjótum sendiboðann Veðurfræðingarnir sem tala fyrir hönd hættulegs veðurs eru vitaskuld ekki persónulega ábyrgir fyrir illviðrinu, en heilinn í okkur gerir ekki alltaf þennan greinarmun. Einhver hluti af okkur lærir af reynslunni að tilteknir veðurfræðingar séu hættulegir. Þeir boða illviðri og þar með valda þeir illviðri. Við þurfum ekki að leita langt til þess að finna kunnugleg dæmi um þessi áhrif. Alls staðar keppast menn við að fá að vera fyrstir til þess að segja góðar fréttir, en vilja síður vera að segja þær slæmu. Þetta er oft hlægilega áberandi í fyrirtækjakúltúr þar sem menn hlaupa hver um annan þveran til þess að bera forstjóranum góðar fréttir, en forðast það sem heitan eldinn að lenda í því hlutverki að segja henni frá einhverju sem miður fór. Gildir þá einu hvort boðberinn ber nokkra einustu ábyrgð á innihaldi fréttanna. Innst inni segir eðlisávísun okkar allra að enn eimi eitthvað eftir af þeim forna sið konunga að aflífa boðbera vondra tíðinda.Órökréttar hættur Heilinn les úr umhverfi sínu margs kyns vísbendingar og þar sem flest okkar búa blessunarlega við fremur fábreytilega og örugga hversdagstilveru þá sækjum við áhættumat okkar í fjölmiðla og afþreyingu. Eðli málsins samkvæmt er ætíð nóg af hörmungum og lífshættu í fjölmiðlum, og jafnvel nú, þegar allir vísar sýna að við lifum á friðsælasta skeiði mannkynssögunnar, er lítið mál að fylla blöð og fréttatíma af hörmungarfregnum. Foreldrar eru til dæmis gjarnan afskaplega hræddir um að börnunum þeirra verði rænt—einkum í útlöndum, þótt það séu nánast engar líkur á að það gerist í raunveruleikanum. Það gerist hins vegar oft í bíómyndum og þar með skýtur rótum í okkur ástæðulaus ótti. Frumstæður heili okkar ályktar líka sem svo að úr því fjallað er mikið um hryðjuverk í fjölmiðlum þá hljóti hryðjuverk að vera mikil ógn. Þó er það svo að jafnvel þeir sem voru svo ólánssamir að vera staddir í New York daginn sem árásin var gerð á Tvíburaturnana áttu 99,99% líkur á því að sleppa algjörlega óskaddaðir. Og þeir sem voru í París þegar árásirnar þar voru gerðar voru jafnvel ennþá ólíklegri til þess að skaðast. Raunverulega hættan er mun minni en sú sem við skynjum. Mjög stór hluti af þeim fréttum sem fylla fréttatíma okkar af hörmungum tengjast Mið-Austurlöndum. Við fáum líka mikið af fréttum sem tengjast vandamálum innflytjenda frá þeim svæðum. Hinn frumstæði þáttur heilans fer því óhjákvæmilega að setja samasemmerki á milli fólks sem lítur einhvern veginn út og svo þeirra vandamála sem stöðugt er fjallað um.Slagsmál við Ýmishúsið Í fyrradag varð sá atburður að átök urðu vegna útburðar félags úr Ýmishúsinu. Lögreglumaðurinn skynsami, Biggi lögga, sagðist í DV í gær hafa komið að ótal útburðarmálum þar sem til átaka hefði komið milli Íslendinga en þetta væri hins vegar í fyrsta sinn sem það væri ljósmyndað í bak og fyrir. Og í gær birtist einmitt slík mynd á forsíðu þessa blaðs þar sem múslímskur karlmaður réðst á annan. Myndin var dramatísk og sönn, en samt orkar það tvímælis að veita henni það vægi sem gert var. Atburðurinn var vissulega fréttnæmur en það er vandasamt að fjalla um hann þannig að sanngjarnt sé. Það sem sumir myndu kalla „þöggun“ gæti við nánari athugun reynst vera skynsamleg tillitssemi við hóp sem býr við þann veruleika að vera eins og veðurfræðingurinn óheppni; sífellt tengdur við atburði sem eru gjörsamlega fyrir utan hans eigið áhrifavald. Vonandi hefur hinn þróaðri og rökréttari hluti heilans betur þegar fólk leggur mat á það sem gerðist við Ýmishúsið í fyrradag og aðrar fréttir sem sýna hina ýmsu hópa í neikvæðu ljósi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öðru hverju hljóta veðurfræðingar umtalsverða frægð. Þegar sérstaklega hættulegar lægðir nálgast landið fellur það gjarnan í hlut einhvers veðurfræðingsins að gerast talsmaður óveðursins. Veðurfræðingurinn er í löngum viðtölum í upphafi fréttatíma á öllum stöðvum og er kallaður til í aukafréttir ef veðurofsinn nær umtalsverðum styrk. Þessi veðurfræðingur útskýrir fyrir hönd veðursins allar þær djöfullegu fyrirætlanir sem það hefur í hyggju. „Veðrið mitt ætlar að skemma trampólínin ykkar,“ segir hann við börnin. „Veðrið mitt ætlar að feykja gasgrillinu ykkar út af svölunum og inn um gluggann hjá nágrönnunum,“ segir hann við foreldrana. „Veðrið mitt ætlar að fella þig úti á miðri götu og mjaðmagrindarbrjóta þig,“ segir talsmaðurinn við eldri borgarana. Ef margar hættulegar lægðir berast hingað á skömmum tíma, og sami veðurfræðingur gerist talsmaður þeirra allra, þá er hætt við því að veðurfræðingurinn verði smám saman samsamaður illviðrunum í hugum fólks. Það eitt að sjá mynd af þessum ólánsama veðurfræðingi getur sett af stað efnaskipti í heilanum sem framkalla ótta og kvíða. Tilfinningarnar taka völdin.Flókinn og einfaldur heili Mannsheilinn er nefnilega magnað og flókið líffæri. En heilinn er líka einfaldur þegar það hentar. Ef manneskja lendir í raunverulegu hættuástandi þá bregst heilinn við með því að einfalda slíka aðstöðu til mikilla muna. Þegar manni er ógnað með hnífi þá veltir hann ekki fyrir sér á þeirri stundu hvort árásarmanninum líði eitthvað illa, eða hvort rekja megi ofbeldishneigð hans til flókinna félagslegra þátta. Heilinn segir bara: „Flýja“ eða „Berjast!“. Þessi einfalda forskrift heilans við slíkar aðstæður er ómetanleg í harðri lífsbaráttu villtra dýra, en getur leitt okkur á rökfræðilega refilstigu í daglegu lífi. Frumstæðustu hlutar heilans eiga nefnilega erfitt með að gera greinarmun á orsök og afleiðingu. Það er of flókið. Eðlisávísunin skilur miklu betur merki og viðvaranir. Hún talar beint inn í tilfinningar okkar og þess vegna finnum við oft ónot gagnvart hlutum sem á einhvern hátt tengjast því sem við skynjum sem hættu eða ógn; hvort sem það er rökrétt eða ekki.Skjótum sendiboðann Veðurfræðingarnir sem tala fyrir hönd hættulegs veðurs eru vitaskuld ekki persónulega ábyrgir fyrir illviðrinu, en heilinn í okkur gerir ekki alltaf þennan greinarmun. Einhver hluti af okkur lærir af reynslunni að tilteknir veðurfræðingar séu hættulegir. Þeir boða illviðri og þar með valda þeir illviðri. Við þurfum ekki að leita langt til þess að finna kunnugleg dæmi um þessi áhrif. Alls staðar keppast menn við að fá að vera fyrstir til þess að segja góðar fréttir, en vilja síður vera að segja þær slæmu. Þetta er oft hlægilega áberandi í fyrirtækjakúltúr þar sem menn hlaupa hver um annan þveran til þess að bera forstjóranum góðar fréttir, en forðast það sem heitan eldinn að lenda í því hlutverki að segja henni frá einhverju sem miður fór. Gildir þá einu hvort boðberinn ber nokkra einustu ábyrgð á innihaldi fréttanna. Innst inni segir eðlisávísun okkar allra að enn eimi eitthvað eftir af þeim forna sið konunga að aflífa boðbera vondra tíðinda.Órökréttar hættur Heilinn les úr umhverfi sínu margs kyns vísbendingar og þar sem flest okkar búa blessunarlega við fremur fábreytilega og örugga hversdagstilveru þá sækjum við áhættumat okkar í fjölmiðla og afþreyingu. Eðli málsins samkvæmt er ætíð nóg af hörmungum og lífshættu í fjölmiðlum, og jafnvel nú, þegar allir vísar sýna að við lifum á friðsælasta skeiði mannkynssögunnar, er lítið mál að fylla blöð og fréttatíma af hörmungarfregnum. Foreldrar eru til dæmis gjarnan afskaplega hræddir um að börnunum þeirra verði rænt—einkum í útlöndum, þótt það séu nánast engar líkur á að það gerist í raunveruleikanum. Það gerist hins vegar oft í bíómyndum og þar með skýtur rótum í okkur ástæðulaus ótti. Frumstæður heili okkar ályktar líka sem svo að úr því fjallað er mikið um hryðjuverk í fjölmiðlum þá hljóti hryðjuverk að vera mikil ógn. Þó er það svo að jafnvel þeir sem voru svo ólánssamir að vera staddir í New York daginn sem árásin var gerð á Tvíburaturnana áttu 99,99% líkur á því að sleppa algjörlega óskaddaðir. Og þeir sem voru í París þegar árásirnar þar voru gerðar voru jafnvel ennþá ólíklegri til þess að skaðast. Raunverulega hættan er mun minni en sú sem við skynjum. Mjög stór hluti af þeim fréttum sem fylla fréttatíma okkar af hörmungum tengjast Mið-Austurlöndum. Við fáum líka mikið af fréttum sem tengjast vandamálum innflytjenda frá þeim svæðum. Hinn frumstæði þáttur heilans fer því óhjákvæmilega að setja samasemmerki á milli fólks sem lítur einhvern veginn út og svo þeirra vandamála sem stöðugt er fjallað um.Slagsmál við Ýmishúsið Í fyrradag varð sá atburður að átök urðu vegna útburðar félags úr Ýmishúsinu. Lögreglumaðurinn skynsami, Biggi lögga, sagðist í DV í gær hafa komið að ótal útburðarmálum þar sem til átaka hefði komið milli Íslendinga en þetta væri hins vegar í fyrsta sinn sem það væri ljósmyndað í bak og fyrir. Og í gær birtist einmitt slík mynd á forsíðu þessa blaðs þar sem múslímskur karlmaður réðst á annan. Myndin var dramatísk og sönn, en samt orkar það tvímælis að veita henni það vægi sem gert var. Atburðurinn var vissulega fréttnæmur en það er vandasamt að fjalla um hann þannig að sanngjarnt sé. Það sem sumir myndu kalla „þöggun“ gæti við nánari athugun reynst vera skynsamleg tillitssemi við hóp sem býr við þann veruleika að vera eins og veðurfræðingurinn óheppni; sífellt tengdur við atburði sem eru gjörsamlega fyrir utan hans eigið áhrifavald. Vonandi hefur hinn þróaðri og rökréttari hluti heilans betur þegar fólk leggur mat á það sem gerðist við Ýmishúsið í fyrradag og aðrar fréttir sem sýna hina ýmsu hópa í neikvæðu ljósi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar