Innlent

Flugumferð raskast á Keflavíkurflugvelli í nótt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flugumferð á Keflavíkurflugvelli mun raskast í fyrramálið vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra.
Flugumferð á Keflavíkurflugvelli mun raskast í fyrramálið vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Vísir/GVA
Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá 02:00 í nótt til 07:00 í fyrramálið, samkvæmt tilkynningu frá Isavia.

Ástæðan er sú að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og vegna yfirvinnubanns fást ekki flugumferðarstjórar til afleysinga. Á meðan á takmörkuninni stendur eru 16 farþegaflugvélar áætlaðar til komu frá Norður-Ameríku og átta til brottfarar til Evrópu.

Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir. Þeir settu á yfirvinnubann í byrjun apríl til að knýja á um lausn deilunnar. Síðan þá hefur ekki verið hægt að kalla út fólk til vinnu ef veikindi hafa orðið.

Því hefur það nokkuð oft komið fyrir að fólk vanti á vaktir og draga þurfi úr flugumferð yfir landinu. Nokkrar raskanir hafa því orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×