Innlent

Peningaviðtalið við Sigurð Inga í heild sinni: Orð slitin úr samhengi?

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vísir birtir hið fræga viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í heild sinni og óklippt í ljósi þess að hann sagði í Sprengisandi í morgun að orð hans um að flókið væri að eiga peninga á Íslandi hefðu verið slitin úr samhengi. Viðtalið má sjá hér að ofan og dæmi hver fyrir sig.

Sigurður Ingi núverandi forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi.

„Þetta var nú slitið auðvitað úr samhengi. Ég er að labba af ríkisstjórnarfundi í miklum ólgusjó tilfinninga og umróts,“ sagði forsætisráðherra.

„Þetta var óheppilega orðað og mistök af minni hálfu klárlega. Ég hefði getað orðað þetta betur,“ bætti Sigurður Ingi við. Hann útskýrði síðan að hann hefði átt við það að þeir sem væru efnaðir á Íslandi væru stundum mikið á milli tannanna á fólki.

Upphaflegu fréttina má sjá hér að ofan. 

„Í þessu samhengi missi ég þetta út úr mér og í þessum aðstæðum sem þarna voru þá var þetta bara óheppilegt orðalag og útskýrði alls ekki það sem við Heimir vorum að spjalla um þarna niður tröppurnar.“ 

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sigurð Inga í Sprengisandi í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×