Innlent

Maður féll í sjóinn í Stykkishólmi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr höfninni í Stykkishólmi.
Úr höfninni í Stykkishólmi. Skjáskot af Já.is
Ölvaður karlmaður féll í sjóinn í höfninni í Stykkishólmi aðfaranótt sunnudags. Hópur fólks var fyrir utan Sjávarpakkhúsið við höfnina þegar maðurinn fór í sjóinn og tókst á um tíu til fimmtán mínútum að bjarga honum úr vatninu. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig samkvæmt frétt Skessuhorns.

Var manninum haldið á floti á meðan tveir náðu í bát sem maðurinn var dreginn upp í. Hringt var í neyðarlínuna en enginn viðbragðsaðili mætti á vettvang þar sem hún var stödd í Ólafsvík eftir því sem Skessuhorn greinir frá. Undraði fólk sig á því að enginn hefði verið sendur á vettvang.

Manninum mun ekki hafa orðið meint af en eftir að honum hafði verið komið á land leystist hópurinn upp og hélt hver sína leið. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×