Kampavínsklúbbur opnaður í miðbæ Reykjavíkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2016 06:00 Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og herma heimildir Fréttablaðsins að inni séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kampavínsklúbburinn Crystal var opnaður á Tryggvagötu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fyrir er einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Shooters við Austurstræti. „Þetta er bara klassískur kampavínsklúbbur. Þú getur keypt flott vín og fengið að ræða við stúlkurnar sem vinna á staðnum,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal sem áður var starfræktur í Ármúla. Haraldur segir ekkert óeðlilegt við starfsemina og að hún sé öll innan lagalegra marka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn fyrirtækja í nágrenni staðarins ekki ánægðir með nýja staðinn. Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og í loftinu hanga kristalsljósakrónur. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að inni á staðnum séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. „Það er ekkert slíkt í gangi. Þarna er bara sötrað kampavín og dansa bæði gestir og starfsmenn eins og gengur og gerist á skemmtistöðum,“ segir Haraldur og bætir við að reksturinn hafi gengið ágætlega. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og þarf að sækja um leyfi hjá borginni sérstaklega fyrir svokallaðan listdansstað. Þetta segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi. „Það er Reykjavíkurborg sem gefur út leyfi. Um leið og það er listdans að eiga sér stað án leyfis þá er það ólöglegt og lögreglan getur gripið inn í,“ segir Snorri. Hann bætir við að lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að banna slíka starfsemi í dag. „Um leið og það eru komnar súlur og konur að dansa þá þarf að skoða hvort þarna sé eitthvað ólöglegt í gangi. Við skoðum hvort þarna séu einstaklingar að veita meiri þjónustu en að drekka vín með viðskiptavinum.“ Snorri segir að lögreglan skoði slíka staði með tilliti til vændis. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef þarna sé verið að gera út á nekt starfsfólks þá varði það við lög og að það sé lögreglunnar að bregðast við því. „Við getum lítið annað gert en að árétta stefnu borgarinnar og afstöðu okkar til reksturs svona klúbba. Það er svo lögreglunnar að bregðast við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kampavínsklúbburinn Crystal var opnaður á Tryggvagötu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fyrir er einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Shooters við Austurstræti. „Þetta er bara klassískur kampavínsklúbbur. Þú getur keypt flott vín og fengið að ræða við stúlkurnar sem vinna á staðnum,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal sem áður var starfræktur í Ármúla. Haraldur segir ekkert óeðlilegt við starfsemina og að hún sé öll innan lagalegra marka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn fyrirtækja í nágrenni staðarins ekki ánægðir með nýja staðinn. Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og í loftinu hanga kristalsljósakrónur. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að inni á staðnum séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. „Það er ekkert slíkt í gangi. Þarna er bara sötrað kampavín og dansa bæði gestir og starfsmenn eins og gengur og gerist á skemmtistöðum,“ segir Haraldur og bætir við að reksturinn hafi gengið ágætlega. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og þarf að sækja um leyfi hjá borginni sérstaklega fyrir svokallaðan listdansstað. Þetta segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi. „Það er Reykjavíkurborg sem gefur út leyfi. Um leið og það er listdans að eiga sér stað án leyfis þá er það ólöglegt og lögreglan getur gripið inn í,“ segir Snorri. Hann bætir við að lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að banna slíka starfsemi í dag. „Um leið og það eru komnar súlur og konur að dansa þá þarf að skoða hvort þarna sé eitthvað ólöglegt í gangi. Við skoðum hvort þarna séu einstaklingar að veita meiri þjónustu en að drekka vín með viðskiptavinum.“ Snorri segir að lögreglan skoði slíka staði með tilliti til vændis. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef þarna sé verið að gera út á nekt starfsfólks þá varði það við lög og að það sé lögreglunnar að bregðast við því. „Við getum lítið annað gert en að árétta stefnu borgarinnar og afstöðu okkar til reksturs svona klúbba. Það er svo lögreglunnar að bregðast við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira