Muhammad Ali látinn – Boxhanska til Alþingis Birgir Guðjónsson skrifar 8. júní 2016 07:00 Þingmenn þjóðar sem dáir fornmenn eftir því hversu marga þeir drápu á mismunandi hátt setti lög árið 1956 um bann við hnefaleikum vegna þess að þeim fannst það „óviðfelldinn leikur“. Það var jafnvel bannað að eiga hnefaleikahanska (eins og eiturlyf!). Varla hafa lög verið sett áður af slíku tilefni. Það var þó ekki sett bann við fréttum af því að 18 ára blökkumaður frá Bandaríkjunum af nafni Cassius Clay vann Ólympíugull í léttþungavigt Róm 1960. Við heimkomu var hann kallaður ólympíski niggarinn og fékk ekki inngöngu í betri veitingahús. Það var heldur ekki bannað að heyra fréttir af því þegar hann óvænt vann heimsmeistaratitil árið 1964 gegn Sonny Liston margreyndum, eldri og þyngri kappa. Þegar fjölskyldan fór til Bandaríkjanna snemma árs 1966 til sérnáms míns var ýmislegt nýtt fyrir okkur, svo sem sjónvarp og Víetnamstríð í algleymingi. Aðalsamskipti ungs læknis við borgara nýja landsins voru við miðaldra velstæða lækna í kaffi- og matartímum. Fréttir af stríðinu voru áberandi og tölur frá Westmoreland hershöfðingja um hversu margir Vietcong-liðar hefðu fallið á síðasta sólarhring þ.e „body count“. Ég minnist ekki athugasemda kolleganna við stríðinu en ungir Bandaríkjamenn voru farnir að ókyrrast og mótmæli farin af stað. Allir ungir menn voru skyldaðir til herþjónustu ef þeir stóðust læknisskoðun. Örsjaldan var hægt að fá undanþágu vegna samviskumótmæla (conscience objector) sem var vegna sérstakra trúarskoðana. Neitun leiddi til 5 ára fangelsisvistar. Fjöldi ungra manna flutti til Kanada og voru taldir föðurlandssvikarar. Þeir áttu ekki afturkvæmt til Bandaríkjanna fyrr en með sérstakri náðun Bandaríkjaforseta mörgum árum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1973.Stóð fastur á sínu Cassius Clay var orðinn þekktur sem afburðasnjall hnefaleikamaður. Hann hafði breytt nafni sínu sem hann taldi þrælanafn í Muhammad Ali og gerst múhameðstrúar og gengið í ákveðinn söfnuð. Hann var kvaddur í herinn en samviskuforsendum hans var hafnað. Hann neitaði samt og kvaðst ekkert eiga sökótt við Vietcong og fyrr mætti setja sig fyrir aftökusveit en hann færi að drepa aðra. Hann var dæmdur til fangelsisvistar en fullnustu frestað vegna áfrýjunar. Hann var almennt fordæmdur af yfirvöldum og stórblöðum og talinn úrhrak og úrþvætti, sviptur heimsmeistaratitli og atvinnuleyfi og tapaði milljónum dollara í áætluðum tekjum en stóð fast á sínu. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti endanlega samviskuforsendur hans árið 1971 og hann fékk aftur titil sinn og keppnisleyfi og hóf aftur keppni eftir tæplega fjögurra ára hlé og vann glæsta sigra. Hann varð ekki síður þekktur fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti blökkumanna sem og allra sem töldust undirokaðir og mannúðarmál almennt. Hann varð einhver dáðasti íþróttamaður síðustu aldar, ferðaðist víða um heiminn með friðarboðskap og æðstu fyrirmenn kepptust um að fá hitta hann. Muhammad Ali var þó mjög mótsagnakennd persóna, gat verið groddalegur í yfirlýsingum en oftast mjög snjall í orðræðum og heillaði alla sem kynntust honum. Honum var fyrst boðið í Hvíta húsið árið 1974 til Gerald R. Ford forseta og varaði hann við að nú mundi hann sækjast eftir vinnu hans! Það snart alla þegar hann farinn heilsu kveikti á Ólympíueldinum í Atlanta 1996. George W. Bush forseti veitti honum æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna Medal of Freedom árið 2005. Barack Obama þáði boxhanska frá honum sem hann varðveitir í skrifstofu sinni „Oval office“. Muhammad Ali hefði hins vegar ekki getað komið til Íslands og sýnt boxhanska sína vegna laga um „óviðfelldan leik“ sem alheimur dáði. Ég mun minnast Muhammad Ali fyrir einstakt hugrekki og staðfestu í aðstæðum sem flestum er erfitt að skilja löngu síðar. Ég mun þó líka minnast „boxhanska“ laga forsjárhyggjumanna við Austurvöll. Því miður má enn finna samlíkingar með þeim. Væri ekki rétt að gefa Alþingi boxhanska til íhugunar?Höfundur dvaldi í Bandaríkjunum frá 1966-1973. Hann var læknir íslenska liðsins á Ólympíuleikunum 1996.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn þjóðar sem dáir fornmenn eftir því hversu marga þeir drápu á mismunandi hátt setti lög árið 1956 um bann við hnefaleikum vegna þess að þeim fannst það „óviðfelldinn leikur“. Það var jafnvel bannað að eiga hnefaleikahanska (eins og eiturlyf!). Varla hafa lög verið sett áður af slíku tilefni. Það var þó ekki sett bann við fréttum af því að 18 ára blökkumaður frá Bandaríkjunum af nafni Cassius Clay vann Ólympíugull í léttþungavigt Róm 1960. Við heimkomu var hann kallaður ólympíski niggarinn og fékk ekki inngöngu í betri veitingahús. Það var heldur ekki bannað að heyra fréttir af því þegar hann óvænt vann heimsmeistaratitil árið 1964 gegn Sonny Liston margreyndum, eldri og þyngri kappa. Þegar fjölskyldan fór til Bandaríkjanna snemma árs 1966 til sérnáms míns var ýmislegt nýtt fyrir okkur, svo sem sjónvarp og Víetnamstríð í algleymingi. Aðalsamskipti ungs læknis við borgara nýja landsins voru við miðaldra velstæða lækna í kaffi- og matartímum. Fréttir af stríðinu voru áberandi og tölur frá Westmoreland hershöfðingja um hversu margir Vietcong-liðar hefðu fallið á síðasta sólarhring þ.e „body count“. Ég minnist ekki athugasemda kolleganna við stríðinu en ungir Bandaríkjamenn voru farnir að ókyrrast og mótmæli farin af stað. Allir ungir menn voru skyldaðir til herþjónustu ef þeir stóðust læknisskoðun. Örsjaldan var hægt að fá undanþágu vegna samviskumótmæla (conscience objector) sem var vegna sérstakra trúarskoðana. Neitun leiddi til 5 ára fangelsisvistar. Fjöldi ungra manna flutti til Kanada og voru taldir föðurlandssvikarar. Þeir áttu ekki afturkvæmt til Bandaríkjanna fyrr en með sérstakri náðun Bandaríkjaforseta mörgum árum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1973.Stóð fastur á sínu Cassius Clay var orðinn þekktur sem afburðasnjall hnefaleikamaður. Hann hafði breytt nafni sínu sem hann taldi þrælanafn í Muhammad Ali og gerst múhameðstrúar og gengið í ákveðinn söfnuð. Hann var kvaddur í herinn en samviskuforsendum hans var hafnað. Hann neitaði samt og kvaðst ekkert eiga sökótt við Vietcong og fyrr mætti setja sig fyrir aftökusveit en hann færi að drepa aðra. Hann var dæmdur til fangelsisvistar en fullnustu frestað vegna áfrýjunar. Hann var almennt fordæmdur af yfirvöldum og stórblöðum og talinn úrhrak og úrþvætti, sviptur heimsmeistaratitli og atvinnuleyfi og tapaði milljónum dollara í áætluðum tekjum en stóð fast á sínu. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti endanlega samviskuforsendur hans árið 1971 og hann fékk aftur titil sinn og keppnisleyfi og hóf aftur keppni eftir tæplega fjögurra ára hlé og vann glæsta sigra. Hann varð ekki síður þekktur fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti blökkumanna sem og allra sem töldust undirokaðir og mannúðarmál almennt. Hann varð einhver dáðasti íþróttamaður síðustu aldar, ferðaðist víða um heiminn með friðarboðskap og æðstu fyrirmenn kepptust um að fá hitta hann. Muhammad Ali var þó mjög mótsagnakennd persóna, gat verið groddalegur í yfirlýsingum en oftast mjög snjall í orðræðum og heillaði alla sem kynntust honum. Honum var fyrst boðið í Hvíta húsið árið 1974 til Gerald R. Ford forseta og varaði hann við að nú mundi hann sækjast eftir vinnu hans! Það snart alla þegar hann farinn heilsu kveikti á Ólympíueldinum í Atlanta 1996. George W. Bush forseti veitti honum æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna Medal of Freedom árið 2005. Barack Obama þáði boxhanska frá honum sem hann varðveitir í skrifstofu sinni „Oval office“. Muhammad Ali hefði hins vegar ekki getað komið til Íslands og sýnt boxhanska sína vegna laga um „óviðfelldan leik“ sem alheimur dáði. Ég mun minnast Muhammad Ali fyrir einstakt hugrekki og staðfestu í aðstæðum sem flestum er erfitt að skilja löngu síðar. Ég mun þó líka minnast „boxhanska“ laga forsjárhyggjumanna við Austurvöll. Því miður má enn finna samlíkingar með þeim. Væri ekki rétt að gefa Alþingi boxhanska til íhugunar?Höfundur dvaldi í Bandaríkjunum frá 1966-1973. Hann var læknir íslenska liðsins á Ólympíuleikunum 1996.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun