Innlent

Endaði á ljósastaur þegar hann leitaði að farsímanum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögreglumaður að störfum.
Lögreglumaður að störfum. vísir/hari
Ungur ökumaður á Akranesi lenti í óhappi innanbæjar í síðastliðinni viku þegar hann var að leita að farsíma sínum. Bifreiðin endaði á ljósastaur og skemmdist talsvert en ökumanninn sakaði ekki.

Óhappið var eitt af níu sem urðu í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Erlendur ferðamaður endaði utan vegar þegar hann fylgdi leiðbeiningum GPS-tækis án þess að huga að aksturshraða. Hann missti stjórn á bíl sínum við Vegamót inn Vatnaleiðina. Ökumaður og farþegar sluppu ómeiddir en bíllinn er óökuhæfur.

Fimm ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur en einn þeirra velti bíl sínum. Þá voru fimm manns teknir undir áhrifum fíkniefna.

Fjögurhundruð ökumenn voru myndaðir af hraðamyndavélum landsins fyrir að aka of hratt. Þar af voru um hundrað myndaðir við Fiskilæk í Hvalfjarðarsveit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×